Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2025 10:02 Erling Haaland var fyrirliði í liði Ragnars í síðustu umferð og stóð fyrir sínu. Getty/Vísir Rithöfundinum Ragnari Jónassyni er greinilega margt til lista lagt eins og komið var inn á í nýjum lið í Fantasýn, hlaðvarpsþættinum um fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Í nýjasta þætti þeirra Alberts Þórs Guðmundssonar og Sindra Kamban, sem hlusta má á hér að neðan, er farið yfir allt það helsta fyrir fantasy-spilara landsins eftir fjórar umferðir af deildinni. Meðal annars veltu þeir vöngum yfir því hvað þeir sem ætla að nýta wildcard-möguleikann ættu að gera. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan eða með því að smella hér. Í anda stjörnulífsfrétta á miðlum landsins ákváðu þeir félagar einnig að brydda upp á nýjung og finna frægt fólk í hópi fantasy-spilara. Einn af þeim er glæpasagnahöfundurinn Ragnar sem er í toppbaráttunni í Sýnar-deildinni, þar sem allir íslenskir fantasy-spilarar eru sjálfkrafa með. Ragnar er þar í 4. sæti og hlaut heil 89 stig í síðustu umferð, með afar öfluga vörn og Erling Haaland sem fyrirliða eins og sjá má. Lið Ragnars í síðustu umferð Fantasy. Bannað að herma eftir.Skjáskot/Fantasy.premierleague.com „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda? Hann er búinn að skrifa bókina, svo kemur lognið á undan storminum, og svo fer jólabókaflóðið af stað,“ spurði Albert léttur, þegar þeir Sindri ræddu um árangur Ragnars. „Jú mögulega, en ég held að það sé nóg að gera,“ sagði Sindri. „Ég hef reyndar engar áhyggjur af því að Ragnar Jónasson hafi ekki nóg að gera, verandi rithöfundur og lögfræðingur í fullu starfi held ég. Og góður fantasy-spilari,“ sagði Albert. Sindri benti auk þess á að Ragnar héldi utan um flotta glæpasagnahátíð í nóvember, Iceland Noir, svo það væri alveg ljóst að hann hefði nóg fyrir stafni annað en að sinna fantasy-liðinu sínu. „Er hann ekki bara fjórði besti glæpasagnahöfundur Norðurlanda líka?“ spurði Albert en sjálfsagt má rökræða um það lengi. Sindri benti hins vegar á að hæfileikar Ragnars nýttust greinilega á fleiri en einu sviði: „Þegar þú ert að setja upp svona glæpasögur… þetta er smá púsluspil. Þú þarft að láta ákveðna þræði ganga upp. Hann er greinilega góður greinandi. Annar maður sem skarar fram úr á sínu sviði, Magnus Carlsen skákmaðurinn knái, er þekktur sem mjög góður fantasy-spilari.“ Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn á tal.is með því að smella hér. Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Sjá meira
Í nýjasta þætti þeirra Alberts Þórs Guðmundssonar og Sindra Kamban, sem hlusta má á hér að neðan, er farið yfir allt það helsta fyrir fantasy-spilara landsins eftir fjórar umferðir af deildinni. Meðal annars veltu þeir vöngum yfir því hvað þeir sem ætla að nýta wildcard-möguleikann ættu að gera. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan eða með því að smella hér. Í anda stjörnulífsfrétta á miðlum landsins ákváðu þeir félagar einnig að brydda upp á nýjung og finna frægt fólk í hópi fantasy-spilara. Einn af þeim er glæpasagnahöfundurinn Ragnar sem er í toppbaráttunni í Sýnar-deildinni, þar sem allir íslenskir fantasy-spilarar eru sjálfkrafa með. Ragnar er þar í 4. sæti og hlaut heil 89 stig í síðustu umferð, með afar öfluga vörn og Erling Haaland sem fyrirliða eins og sjá má. Lið Ragnars í síðustu umferð Fantasy. Bannað að herma eftir.Skjáskot/Fantasy.premierleague.com „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda? Hann er búinn að skrifa bókina, svo kemur lognið á undan storminum, og svo fer jólabókaflóðið af stað,“ spurði Albert léttur, þegar þeir Sindri ræddu um árangur Ragnars. „Jú mögulega, en ég held að það sé nóg að gera,“ sagði Sindri. „Ég hef reyndar engar áhyggjur af því að Ragnar Jónasson hafi ekki nóg að gera, verandi rithöfundur og lögfræðingur í fullu starfi held ég. Og góður fantasy-spilari,“ sagði Albert. Sindri benti auk þess á að Ragnar héldi utan um flotta glæpasagnahátíð í nóvember, Iceland Noir, svo það væri alveg ljóst að hann hefði nóg fyrir stafni annað en að sinna fantasy-liðinu sínu. „Er hann ekki bara fjórði besti glæpasagnahöfundur Norðurlanda líka?“ spurði Albert en sjálfsagt má rökræða um það lengi. Sindri benti hins vegar á að hæfileikar Ragnars nýttust greinilega á fleiri en einu sviði: „Þegar þú ert að setja upp svona glæpasögur… þetta er smá púsluspil. Þú þarft að láta ákveðna þræði ganga upp. Hann er greinilega góður greinandi. Annar maður sem skarar fram úr á sínu sviði, Magnus Carlsen skákmaðurinn knái, er þekktur sem mjög góður fantasy-spilari.“ Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn á tal.is með því að smella hér.
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Sjá meira