Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. september 2025 18:36 Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Mennta- og barnamálaráðherra hyggst setja á laggirnar nýtt stjórnsýslustig fyrir framhaldsskóla landsins. Ætlunin er að koma til móts við starfsfólk framhaldsskóla með aukinni þjónustu, styttri boðleiðum og minni skriffinnsku. Nýja stjórnsýslustigið felst í því að setja á laggirnar fjórar til sex svæðisskrifstofur í nærumhverfi framhaldsskóla landsins. Öll stjórnsýsla og þjónusta verður í höndum starfsmanna svæðisskrifstofanna og er markmiðið að tryggja gæði náms og að allir nemendur fái jafnt aðgengi að þjónustu óháð búsetu eða stærð skóla. Alls eru 27 framhaldsskólar á landinu en samkvæmt tilkynningu barna- og menntamálaráðuneytisins fara nær öll börn í framhaldsskóla að loknum grunnskóla. Í dag séu fleiri börn sem eru í viðkvæmri stöðu heldur en áður, til að mynda börn með námsörðugleika, börn með fötlun eða börn með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn. Vegna þess sé þörf á stærri og sveigjanlegri stjórnsýslueiningum sem eru betur undirbúnar til að takast á við breytt námsumhverfi á Íslandi. Gengið út frá því að halda í mannauð Svæðisskrifstofurnar eiga að vera í nærumhverfi skólanna með það hlutverk að halda utan um rekstur skólanna og veita þeim stuðning. Með því þurfi skólastjórnendur ekki að hafa samband við mennta- og barnamálaráðuneytið þegar þau þurfa á aðstoð að halda heldur sína svæðisskrifstofu. Með tilkomu stjórnsýslustigsins verður ekki lengur sami aðilinn sem veitir framhaldsskólum þjónustu og hefur eftirlit með henni. „Breytingarnar miða að því að tryggja skilvirkari þjónustu í nærumhverfi framhaldsskóla svo kennarar, skólastjórnendur og annað starfsfólk geti einbeitt sé að faglega þættinum frekar en skrifræði,“ stendur í tilkynningunni. Mannauðs- og rekstrarmál færast yfir á svæðisskrifstofurnar en gengið er út frá því að halda í mannauð í skólakerfinu. Hins vegar er viðbúið að mögulega muni einhver verkefni færast yfir á svæðisskrifstofurnar. Tekið er fram að minni skólar eigi að geta samnýtt ýmsa sérhæfða starfskrafta, til dæmis sálfræðinga, náms- og starfsráðgjafa og þroskaþjálfa. Ítarlegt samráð framundan Samt sem áður er lögð áhersla á að mótun nýs stjórnsýslustigs sé enn á frumstigi. Enn eigi eftir að fara fram fundir með skólastjórum, kennurum, Kennarasambandi Íslands, starfsfólki skólanna og nemendum um þjónustuna sem svæðisskrifstofurnar koma til að veita en einnig hvar sé best að koma þeim fyrir. Einnig verður það til umræðu í samráðinu hvaða verkefni verða færð yfir til skrifstofanna. Sérstök verkefnastjórn verður skipuð sem stýrir ferlinu. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, mun heimsækja alla opinbera framhaldsskóla landsins og funda með starfsfólki og kennurum á næstu vikum. „Engir framhaldsskólar verða lagðir niður og mun hver skóli halda sinni sérstöðu. Þvert á móti verður þjónusta í nærumhverfi tryggð um land allt og gæði náms samræmt,“ er haft eftir Guðmundi Inga í tilkynningunni. Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Nýja stjórnsýslustigið felst í því að setja á laggirnar fjórar til sex svæðisskrifstofur í nærumhverfi framhaldsskóla landsins. Öll stjórnsýsla og þjónusta verður í höndum starfsmanna svæðisskrifstofanna og er markmiðið að tryggja gæði náms og að allir nemendur fái jafnt aðgengi að þjónustu óháð búsetu eða stærð skóla. Alls eru 27 framhaldsskólar á landinu en samkvæmt tilkynningu barna- og menntamálaráðuneytisins fara nær öll börn í framhaldsskóla að loknum grunnskóla. Í dag séu fleiri börn sem eru í viðkvæmri stöðu heldur en áður, til að mynda börn með námsörðugleika, börn með fötlun eða börn með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn. Vegna þess sé þörf á stærri og sveigjanlegri stjórnsýslueiningum sem eru betur undirbúnar til að takast á við breytt námsumhverfi á Íslandi. Gengið út frá því að halda í mannauð Svæðisskrifstofurnar eiga að vera í nærumhverfi skólanna með það hlutverk að halda utan um rekstur skólanna og veita þeim stuðning. Með því þurfi skólastjórnendur ekki að hafa samband við mennta- og barnamálaráðuneytið þegar þau þurfa á aðstoð að halda heldur sína svæðisskrifstofu. Með tilkomu stjórnsýslustigsins verður ekki lengur sami aðilinn sem veitir framhaldsskólum þjónustu og hefur eftirlit með henni. „Breytingarnar miða að því að tryggja skilvirkari þjónustu í nærumhverfi framhaldsskóla svo kennarar, skólastjórnendur og annað starfsfólk geti einbeitt sé að faglega þættinum frekar en skrifræði,“ stendur í tilkynningunni. Mannauðs- og rekstrarmál færast yfir á svæðisskrifstofurnar en gengið er út frá því að halda í mannauð í skólakerfinu. Hins vegar er viðbúið að mögulega muni einhver verkefni færast yfir á svæðisskrifstofurnar. Tekið er fram að minni skólar eigi að geta samnýtt ýmsa sérhæfða starfskrafta, til dæmis sálfræðinga, náms- og starfsráðgjafa og þroskaþjálfa. Ítarlegt samráð framundan Samt sem áður er lögð áhersla á að mótun nýs stjórnsýslustigs sé enn á frumstigi. Enn eigi eftir að fara fram fundir með skólastjórum, kennurum, Kennarasambandi Íslands, starfsfólki skólanna og nemendum um þjónustuna sem svæðisskrifstofurnar koma til að veita en einnig hvar sé best að koma þeim fyrir. Einnig verður það til umræðu í samráðinu hvaða verkefni verða færð yfir til skrifstofanna. Sérstök verkefnastjórn verður skipuð sem stýrir ferlinu. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, mun heimsækja alla opinbera framhaldsskóla landsins og funda með starfsfólki og kennurum á næstu vikum. „Engir framhaldsskólar verða lagðir niður og mun hver skóli halda sinni sérstöðu. Þvert á móti verður þjónusta í nærumhverfi tryggð um land allt og gæði náms samræmt,“ er haft eftir Guðmundi Inga í tilkynningunni.
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira