Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. september 2025 09:01 Björn Borg vann Opna franska meistaramótið sex sinnum og Wimbledon fimm ár í röð. epa/Jonas Ekströmer Í nýrri bók sem kemur út í dag segir sænska tennisgoðið Björn Borg frá kókaínfíkn sinni. Fyrir tæpum fjörutíu árum tók hann of stóran skammt og lífga þurfti hann við. Borg vann ellefu risamót áður en hann lagði spaðann á hilluna, aðeins 25 ára. Í nýrri ævisögu sinni, Hjartsláttur, sem kemur út í dag, greinir Borg frá ástæðu þess að hann hætti svona snemma að keppa. Hann fjallar einnig um eiturlyfjaneyslu sína sem fór úr böndunum. Árið 1989 fann eiginkona Borgs, Loredana Berte, hann meðvitundarlausan eftir að hann hafði tekið of stóran skammt af eiturlyfjum. Á þeim tíma var talað um að Borg hefði reynt að fyrirfara sér en í Hjartslætti segist hann hafa tekið of stóran skammt og verið að hrópa á hjálp. „Það sem gerðist var að ég var með hættulega blöndu af eiturlyfjum, pillum og áfengi í líkamanum og þess vegna missti ég meðvitund,“ skrifaði Borg sem minnkaði eiturlyfjaneyslu sína í kjölfarið. En það entist ekki lengi. „Svo liðu vikurnar og djöflarnir sneru aftur. Nýir hlutir áttu sér stað og skyndilega var ég háður á ný.“ Í Hjartslætti segist Borg skammast sín fyrir þennan kafla í lífi sínu þegar hann horfir til baka. Hinn 69 ára Borg glímir nú við krabbamein en er staðráðinn í að vinna bug á því. „Núna er ég kominn með nýjan andstæðing í krabbameininu sem er eitthvað sem ég get ekki stjórnað. Ég mun sigra það og gefst ekki upp. Ég berst á hverjum degi eins og þetta sé úrslitaleikur Wimbledon. Og þeir fara venjulega vel,“ skrifaði Borg. Tennis Fíkn Krabbamein Svíþjóð Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið Sjá meira
Borg vann ellefu risamót áður en hann lagði spaðann á hilluna, aðeins 25 ára. Í nýrri ævisögu sinni, Hjartsláttur, sem kemur út í dag, greinir Borg frá ástæðu þess að hann hætti svona snemma að keppa. Hann fjallar einnig um eiturlyfjaneyslu sína sem fór úr böndunum. Árið 1989 fann eiginkona Borgs, Loredana Berte, hann meðvitundarlausan eftir að hann hafði tekið of stóran skammt af eiturlyfjum. Á þeim tíma var talað um að Borg hefði reynt að fyrirfara sér en í Hjartslætti segist hann hafa tekið of stóran skammt og verið að hrópa á hjálp. „Það sem gerðist var að ég var með hættulega blöndu af eiturlyfjum, pillum og áfengi í líkamanum og þess vegna missti ég meðvitund,“ skrifaði Borg sem minnkaði eiturlyfjaneyslu sína í kjölfarið. En það entist ekki lengi. „Svo liðu vikurnar og djöflarnir sneru aftur. Nýir hlutir áttu sér stað og skyndilega var ég háður á ný.“ Í Hjartslætti segist Borg skammast sín fyrir þennan kafla í lífi sínu þegar hann horfir til baka. Hinn 69 ára Borg glímir nú við krabbamein en er staðráðinn í að vinna bug á því. „Núna er ég kominn með nýjan andstæðing í krabbameininu sem er eitthvað sem ég get ekki stjórnað. Ég mun sigra það og gefst ekki upp. Ég berst á hverjum degi eins og þetta sé úrslitaleikur Wimbledon. Og þeir fara venjulega vel,“ skrifaði Borg.
Tennis Fíkn Krabbamein Svíþjóð Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið Sjá meira