Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar 18. september 2025 10:30 Þann 6. september 2025 stóðu yfir 180 samtök og stéttarfélög að fjöldafundi á Austurvelli undir yfirskriftinni Þjóð gegn þjóðarmorði. Meðal þeirra sem lýstu yfir þátttöku var Landssamband Lögreglumanna (LL) – stéttarfélag lögreglumanna á Íslandi. Þátttaka LL vakti strax athygli og umræður, ekki síst vegna þess að lögreglan hefur ítrekað beitt valdi gegn mótmælendum sem hafa mótmælt þjóðernishreinsunum Ísraelsríkis gegn Palestínumönnum. Fjölnir Sæmundsson, formaður LL, skrifar undir grein þar sem að formenn stéttarfélaga á Íslandi kalla eftir aðgerðum gegn þjóðarmorði Ísraels gegn Palestínu en þar segir: “Við erum hluti af alþjóðlegri hreyfingu launafólks sem lætur sig málið varða og við höfnum því að þögn sé ásættanlegur valkostur á tímum þjóðarmorðs.” Þessi orð standa í andstöðu við reynslu fjölda mótmælenda og einstaklinga frá Palestínu af störfum lögreglu, en þar má nefna: Handtökur fyrir framan Stjórnarráðið, þar sem 13 ára drengur var yfirbugaður með valdi, settur í handjárn og leiddur af vettvang af lögreglu. Ofbeldi lögreglu gegn mótmælendum í Skuggasundi. Þar réttlættu lögreglumenn valdbeitingu með afmennskandi orðræðu þar sem að mótmælendur voru kallaðir klikkaðir og þeim líkt við dýr. Var ákvörðun lögreglu um notkun piparúða tekin vegna þess að mótmælendur lögðust til jörðu fyrir framan bíl með engum farþega innanborðs. Auk þess hikaði lögregla ekki við að spreyja piparúða yfir svæði þar sem m.a. stóðu mæður með börn sín. Þátttaka lögreglu í brottvísinum Palestínu fólks á tímum þjóðarmorðs. Ber þar hæst framferði lögreglu þegar brottvísa átti langveikum dreng frá Palestínu og hans fjölskyldu úr landi, en þar gekk lögregla fram úr öllu meðalhófi í sínum aðgerðum. Þegar Landssamband Lögreglumanna skráir sig til þátttöku í samstöðufundi gegn þjóðarmorði, á sama tíma og lögreglan sjálf hefur ítrekað beitt valdi gegn þeim sem mótmæla því sama málefni, er um lítið annað en hvítþvott að ræða. Þátttaka LL er ekki merki raunverulega afstöðu til mannréttinda – heldur aðeins tilraun til að endurskrifa hlutverk lögreglunnar í opinberri umræðu, fremur en að axla ábyrgð á eigin gjörðum. Það er hræsni að lýsa yfir samstöðu með fórnarlömbum þjóðarmorðs ef sú samstaða er ekki studd af vernd í verki fyrir þá sem berjast fyrir mannréttindum. Lögreglan getur ekki verið bæði verndari mannréttinda og gerandi í valdbeitingu gegn mótmælendum. Þessi tvískinnungur grefur undan trúverðugleika hennar og dregur í efa hvort þátttaka LL sé annað en yfirborðskennd afsökun fyrir fyrri brotum. Því er eðlilegt að spyrja; Hvernig getur lögreglan lýst yfir samstöðu með Palestínu ef hún beitir valdi gegn þeim sem mótmæla í hennar nafni? Er þátttaka LL í „Þjóð gegn þjóðarmorði“ tilraun til að bæta ímynd stofnunar sem hefur ítrekað brotið gegn borgaralegum réttindum mótmælenda? Hver ber ábyrgð á því að tryggja að mótmælaréttur sé virtur í verki, ekki bara í orði? Eðlilegt er því að krefjast þess að Landssamband Lögreglumanna geri grein fyrir afstöðu sinni til fyrri aðgerða lögreglu gegn mótmælendum, og hvort þátttaka í samstöðufundinum feli í sér stefnubreytingu í þessu málum? Auk þess er það krafa til til Landssambands Lögreglumanna að þátttaka þeirra í Þjóð gegn þjóðarmorði og þar með samtöðu fyrir Palestínu verði ekki notuð sem skjól fyrir valdbeitingu gegn þeim sem berjast fyrir réttlæti og mannréttindum palestínsku þjóðarinnar. Höfundur er meðstjórnandi í Dýrinu – Félag um réttinn til að mótmæla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þann 6. september 2025 stóðu yfir 180 samtök og stéttarfélög að fjöldafundi á Austurvelli undir yfirskriftinni Þjóð gegn þjóðarmorði. Meðal þeirra sem lýstu yfir þátttöku var Landssamband Lögreglumanna (LL) – stéttarfélag lögreglumanna á Íslandi. Þátttaka LL vakti strax athygli og umræður, ekki síst vegna þess að lögreglan hefur ítrekað beitt valdi gegn mótmælendum sem hafa mótmælt þjóðernishreinsunum Ísraelsríkis gegn Palestínumönnum. Fjölnir Sæmundsson, formaður LL, skrifar undir grein þar sem að formenn stéttarfélaga á Íslandi kalla eftir aðgerðum gegn þjóðarmorði Ísraels gegn Palestínu en þar segir: “Við erum hluti af alþjóðlegri hreyfingu launafólks sem lætur sig málið varða og við höfnum því að þögn sé ásættanlegur valkostur á tímum þjóðarmorðs.” Þessi orð standa í andstöðu við reynslu fjölda mótmælenda og einstaklinga frá Palestínu af störfum lögreglu, en þar má nefna: Handtökur fyrir framan Stjórnarráðið, þar sem 13 ára drengur var yfirbugaður með valdi, settur í handjárn og leiddur af vettvang af lögreglu. Ofbeldi lögreglu gegn mótmælendum í Skuggasundi. Þar réttlættu lögreglumenn valdbeitingu með afmennskandi orðræðu þar sem að mótmælendur voru kallaðir klikkaðir og þeim líkt við dýr. Var ákvörðun lögreglu um notkun piparúða tekin vegna þess að mótmælendur lögðust til jörðu fyrir framan bíl með engum farþega innanborðs. Auk þess hikaði lögregla ekki við að spreyja piparúða yfir svæði þar sem m.a. stóðu mæður með börn sín. Þátttaka lögreglu í brottvísinum Palestínu fólks á tímum þjóðarmorðs. Ber þar hæst framferði lögreglu þegar brottvísa átti langveikum dreng frá Palestínu og hans fjölskyldu úr landi, en þar gekk lögregla fram úr öllu meðalhófi í sínum aðgerðum. Þegar Landssamband Lögreglumanna skráir sig til þátttöku í samstöðufundi gegn þjóðarmorði, á sama tíma og lögreglan sjálf hefur ítrekað beitt valdi gegn þeim sem mótmæla því sama málefni, er um lítið annað en hvítþvott að ræða. Þátttaka LL er ekki merki raunverulega afstöðu til mannréttinda – heldur aðeins tilraun til að endurskrifa hlutverk lögreglunnar í opinberri umræðu, fremur en að axla ábyrgð á eigin gjörðum. Það er hræsni að lýsa yfir samstöðu með fórnarlömbum þjóðarmorðs ef sú samstaða er ekki studd af vernd í verki fyrir þá sem berjast fyrir mannréttindum. Lögreglan getur ekki verið bæði verndari mannréttinda og gerandi í valdbeitingu gegn mótmælendum. Þessi tvískinnungur grefur undan trúverðugleika hennar og dregur í efa hvort þátttaka LL sé annað en yfirborðskennd afsökun fyrir fyrri brotum. Því er eðlilegt að spyrja; Hvernig getur lögreglan lýst yfir samstöðu með Palestínu ef hún beitir valdi gegn þeim sem mótmæla í hennar nafni? Er þátttaka LL í „Þjóð gegn þjóðarmorði“ tilraun til að bæta ímynd stofnunar sem hefur ítrekað brotið gegn borgaralegum réttindum mótmælenda? Hver ber ábyrgð á því að tryggja að mótmælaréttur sé virtur í verki, ekki bara í orði? Eðlilegt er því að krefjast þess að Landssamband Lögreglumanna geri grein fyrir afstöðu sinni til fyrri aðgerða lögreglu gegn mótmælendum, og hvort þátttaka í samstöðufundinum feli í sér stefnubreytingu í þessu málum? Auk þess er það krafa til til Landssambands Lögreglumanna að þátttaka þeirra í Þjóð gegn þjóðarmorði og þar með samtöðu fyrir Palestínu verði ekki notuð sem skjól fyrir valdbeitingu gegn þeim sem berjast fyrir réttlæti og mannréttindum palestínsku þjóðarinnar. Höfundur er meðstjórnandi í Dýrinu – Félag um réttinn til að mótmæla.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun