Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar 18. september 2025 09:33 Nú um mánaðamótin tók nýtt kerfi örorkulífeyris almannatrygginga loks gildi eftir ítrekaðar tilraunir og áralanga vinnu. Alþýðusambandið fangnar þessum tímamótum en um leið verður ekki hjá því komist að gagnrýna stjórnvöld harðlega fyrir samráðsleysi og þá ákvörðun að hvika hvergi frá áformum fyrri ríkisstjórnar um að fjármagna breytingar með því að fella niður framlag til jöfnunar á örorkubyrgði lífeyrissjóða. Með þessu rjúfa stjórnvöld einhliða það samkomulag sem gert var við aðila vinnumarkaðarins um jöfnun á örorkubyrði árið 2005 án þess að forsendur þess hafi breyst eða um annað hafi verið samið. Lífeyrisréttindum verka- og láglaunafólks fórnað Fyrir liggur að þessi áform ríkisstjórnarinnar munu koma af mestum þunga niður á fimm lífeyrissjóðum verka- og láglaunafólks og verði þau að veruleika munu lífeyrisréttindi félaga í þessum sjóðum, sem nú þegar eru þau lökustu á vinnumarkaði verða skert enn frekar. Það hlýtur að teljast verðugt rannsóknarefni hvernig fólk sem treyst hefur verið fyrir forystustörfum í samfélaginu geti komist að svo hróplega óréttlátri niðurstöðu. Alþýðusambandið hefur ítrekað bent á þann vanda sem fyrir liggur og þeir aðilar sem eiga aðkomu að lífeyriskerfinu verið samdóma í mati sínu á áhrifum þess að fella niður framlagið. Jöfnunarframlagið færir réttindamyndun innan lífeyrissjóða með háa örorkutíðni nær því sem gerist í öðrum lífeyrisjóðum. Framlagið hefur nýst til aukinnar réttindamyndunar í þeim sjóðum og létt undir þar sem örorka er tíðust. Þrátt fyrir það hefur framlagið ekki dugað til að færa lífeyrisréttindi innan sjóða verkafólks að þeim sem eru í öðrum lífeyrissjóðum. Ábyrgðin er stjórnvalda Þær breytingar sem innleiddar voru á örorkulífeyriskerfi almannatrygginga eru að mestu í samræmi við málflutning Alþýðusambandsins á undan liðnum árum. Hins vegar verður illa við það unað að samhliða breytingunni hafi stjórnvöld ekki haft samráð við vinnumarkaðinn til að tryggja að horft væri heildstætt á þau tvö tryggingakerfi sem tryggja afkomu þeirra sem missa starfsorkuna þ.e.a.s. almannatrygginga og lífeyrissjóða. Skörun þessara kerfa skapar vanda i formi víxlverkunar og veldur óvissu og óhagræði fyrir sjóðfélaga og lífeyriskerfið í heild. Alþýðusambandið hefur ávallt lýst sig reiðubúið til samstarfs við að skilgreina hlutverk, samspil og verkaskiptingu þeirra ólíku aðila sem koma að því að tryggja afkomuöryggi félaga okkar sem veikjast, slasast og missa starfsorkuna. Breytt nálgun almannatrygginga en ekki síður breytingar í samfélaginu og á vinnumarkaði kalla á slíka vinnu og hún þolir ekki bið. Markmiðið er augljóslega að tryggja það fyrirkomulag til frambúðar að ójöfn örorkubyrði bitni ekki harkalegast á lífeyrisréttindum tekjulægstu hópanna á vinnumarkaði. Til þess að skapa vinnufrið um þessa þætti þurfa stjórnvöld að axla ábyrgð og gefa skýr skilaboð um að samkomulag það sem gert var um jöfnunarframlag til lífeyrissjóðanna verði virt og framlaginu viðhaldið þar til um annað verður samið. Alþýðusamband Íslands mun aldrei fallast á að verka- og láglaunafólk eitt verði látið bera byrgðarnar af þungri örorkubyrði með frekari lækkun á ellilífeyrisréttindum sínum. Ég hef gert fjármálaráðherra grein fyrir þessari afstöðu okkar. Nú bíðum við viðbragða hans. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú um mánaðamótin tók nýtt kerfi örorkulífeyris almannatrygginga loks gildi eftir ítrekaðar tilraunir og áralanga vinnu. Alþýðusambandið fangnar þessum tímamótum en um leið verður ekki hjá því komist að gagnrýna stjórnvöld harðlega fyrir samráðsleysi og þá ákvörðun að hvika hvergi frá áformum fyrri ríkisstjórnar um að fjármagna breytingar með því að fella niður framlag til jöfnunar á örorkubyrgði lífeyrissjóða. Með þessu rjúfa stjórnvöld einhliða það samkomulag sem gert var við aðila vinnumarkaðarins um jöfnun á örorkubyrði árið 2005 án þess að forsendur þess hafi breyst eða um annað hafi verið samið. Lífeyrisréttindum verka- og láglaunafólks fórnað Fyrir liggur að þessi áform ríkisstjórnarinnar munu koma af mestum þunga niður á fimm lífeyrissjóðum verka- og láglaunafólks og verði þau að veruleika munu lífeyrisréttindi félaga í þessum sjóðum, sem nú þegar eru þau lökustu á vinnumarkaði verða skert enn frekar. Það hlýtur að teljast verðugt rannsóknarefni hvernig fólk sem treyst hefur verið fyrir forystustörfum í samfélaginu geti komist að svo hróplega óréttlátri niðurstöðu. Alþýðusambandið hefur ítrekað bent á þann vanda sem fyrir liggur og þeir aðilar sem eiga aðkomu að lífeyriskerfinu verið samdóma í mati sínu á áhrifum þess að fella niður framlagið. Jöfnunarframlagið færir réttindamyndun innan lífeyrissjóða með háa örorkutíðni nær því sem gerist í öðrum lífeyrisjóðum. Framlagið hefur nýst til aukinnar réttindamyndunar í þeim sjóðum og létt undir þar sem örorka er tíðust. Þrátt fyrir það hefur framlagið ekki dugað til að færa lífeyrisréttindi innan sjóða verkafólks að þeim sem eru í öðrum lífeyrissjóðum. Ábyrgðin er stjórnvalda Þær breytingar sem innleiddar voru á örorkulífeyriskerfi almannatrygginga eru að mestu í samræmi við málflutning Alþýðusambandsins á undan liðnum árum. Hins vegar verður illa við það unað að samhliða breytingunni hafi stjórnvöld ekki haft samráð við vinnumarkaðinn til að tryggja að horft væri heildstætt á þau tvö tryggingakerfi sem tryggja afkomu þeirra sem missa starfsorkuna þ.e.a.s. almannatrygginga og lífeyrissjóða. Skörun þessara kerfa skapar vanda i formi víxlverkunar og veldur óvissu og óhagræði fyrir sjóðfélaga og lífeyriskerfið í heild. Alþýðusambandið hefur ávallt lýst sig reiðubúið til samstarfs við að skilgreina hlutverk, samspil og verkaskiptingu þeirra ólíku aðila sem koma að því að tryggja afkomuöryggi félaga okkar sem veikjast, slasast og missa starfsorkuna. Breytt nálgun almannatrygginga en ekki síður breytingar í samfélaginu og á vinnumarkaði kalla á slíka vinnu og hún þolir ekki bið. Markmiðið er augljóslega að tryggja það fyrirkomulag til frambúðar að ójöfn örorkubyrði bitni ekki harkalegast á lífeyrisréttindum tekjulægstu hópanna á vinnumarkaði. Til þess að skapa vinnufrið um þessa þætti þurfa stjórnvöld að axla ábyrgð og gefa skýr skilaboð um að samkomulag það sem gert var um jöfnunarframlag til lífeyrissjóðanna verði virt og framlaginu viðhaldið þar til um annað verður samið. Alþýðusamband Íslands mun aldrei fallast á að verka- og láglaunafólk eitt verði látið bera byrgðarnar af þungri örorkubyrði með frekari lækkun á ellilífeyrisréttindum sínum. Ég hef gert fjármálaráðherra grein fyrir þessari afstöðu okkar. Nú bíðum við viðbragða hans. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar