Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar 18. september 2025 13:02 Ísland hefur ákveðið að auka framlag sitt til varnarmála í ljósi breyttrar alþjóðlegrar stöðu og aukinnar áherslu á öryggismál. Það er skiljanleg og nauðsynleg ákvörðun, því við þurfum að axla okkar hlut í alþjóðlegu samstarfi og tryggja öryggi landsins. Spurningin sem blasir við er: hvernig nýtum við þetta fjármagn þannig að það þjóni ekki aðeins hernaðarlegum tilgangi, heldur styrki einnig samfélagið okkar? Varnir og innviðir haldast í hendur Varnarmál og innviðauppbygging eru ekki aðskildar heildir. Flugvellir sem notaðir eru í hernaðarlegum tilgangi þurfa jafnframt að styðja við borgaralegt flug og ferðamennsku. Fjarskiptakerfi og gagnaver sem tryggja öryggi og viðnámsþol gagnvart árásum og áföllum eru líka forsenda daglegs lífs, þjónustu og atvinnusköpunar. Það sem oft gleymist er að innviðirnir eru hluti af varnarviðbúnaðinum sjálfum. Þegar þeir bregðast er ekki aðeins daglegt líf í hættu, heldur einnig öryggi þjóðarinnar. Austurland sem lykilsvæði Á Austurlandi er þetta sérstaklega áberandi. Þar er staða samgangna veik og vegakerfið viðkvæmt. Sérstaklega má nefna brúna yfir Jökulsá á Fjöllum, sem er orðin úrelt og háð miklum þungatakmörkunum. Sú brú þolir ekki bið en er engu að síður ekki á áætlun til endurnýjunar fyrr en árið 2035. Það er óásættanlegt. Á meðan brúin er í þessu ástandi er Austurland í raun einangrað þegar kemur að þungaflutningum, bæði til norðurs og suðurs. Út frá öryggissjónarmiðum er það algerlega óviðunandi. Ef tryggja á aðgengi að höfnum landsins og innviðum á Austurlandi, sem hafa ótvírætt hernaðarlegt og öryggislegt mikilvægi, verður að ráðast tafarlaust í þessa framkvæmd. Þá má ekki gleyma því að hafnarmannvirki og innanlandsflugvellir á Austurlandi eru næstir Evrópu og því mikilvægir hlekkir í öryggis- og varnarmálum. Hafnaraðstaða á Austfjörðum er ákjósanleg út frá staðsetningu og náttúrulegum aðstæðum og því rökrétt val fyrir Ísland þegar litið er til varna, öryggis og alþjóðlegs framlags okkar. Fjárfesting sem margfaldast Þegar fjármagni til varnarmála er varið í innviði sem nýtast bæði almenningi og öryggiskerfinu, þá margfaldast ávinningurinn. Það er fjárfesting sem bætir lífskjör, styrkir atvinnulíf, eykur öryggi og sýnir jafnframt alþjóðlegum samstarfsaðilum að Ísland tekur hlutverk sitt alvarlega – með skynsamlegum og sjálfbærum hætti. Að auka framlag Íslands til varnarmála er rétt og nauðsynlegt. En það má aldrei verða þannig að fjármunirnir renni eingöngu í þröngt skilgreindar hernaðarframkvæmdir sem lítið nýtast samfélaginu í heild. Við verðum að nýta tækifærið til að byggja upp innviði sem nýtast bæði til varna og daglegs lífs. Brúin yfir Jökulsá á Fjöllum er eitt af þeim verkefnum sem bíða. Nú þegar þolir hún enga bið og alls ekki til ársins 2035. Með því að flýta framkvæmdinni og með því að nýta betur hafnir og flugvelli Austurlands sem náttúrulega hlekki í öryggis- og varnarmálum, tryggjum við að landið allt standi undir auknu framlagi Íslands til varna og að Austurland standi ekki eftir einangrað. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og formaður bæjarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Sigurðsson Öryggis- og varnarmál Fjarðabyggð Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland hefur ákveðið að auka framlag sitt til varnarmála í ljósi breyttrar alþjóðlegrar stöðu og aukinnar áherslu á öryggismál. Það er skiljanleg og nauðsynleg ákvörðun, því við þurfum að axla okkar hlut í alþjóðlegu samstarfi og tryggja öryggi landsins. Spurningin sem blasir við er: hvernig nýtum við þetta fjármagn þannig að það þjóni ekki aðeins hernaðarlegum tilgangi, heldur styrki einnig samfélagið okkar? Varnir og innviðir haldast í hendur Varnarmál og innviðauppbygging eru ekki aðskildar heildir. Flugvellir sem notaðir eru í hernaðarlegum tilgangi þurfa jafnframt að styðja við borgaralegt flug og ferðamennsku. Fjarskiptakerfi og gagnaver sem tryggja öryggi og viðnámsþol gagnvart árásum og áföllum eru líka forsenda daglegs lífs, þjónustu og atvinnusköpunar. Það sem oft gleymist er að innviðirnir eru hluti af varnarviðbúnaðinum sjálfum. Þegar þeir bregðast er ekki aðeins daglegt líf í hættu, heldur einnig öryggi þjóðarinnar. Austurland sem lykilsvæði Á Austurlandi er þetta sérstaklega áberandi. Þar er staða samgangna veik og vegakerfið viðkvæmt. Sérstaklega má nefna brúna yfir Jökulsá á Fjöllum, sem er orðin úrelt og háð miklum þungatakmörkunum. Sú brú þolir ekki bið en er engu að síður ekki á áætlun til endurnýjunar fyrr en árið 2035. Það er óásættanlegt. Á meðan brúin er í þessu ástandi er Austurland í raun einangrað þegar kemur að þungaflutningum, bæði til norðurs og suðurs. Út frá öryggissjónarmiðum er það algerlega óviðunandi. Ef tryggja á aðgengi að höfnum landsins og innviðum á Austurlandi, sem hafa ótvírætt hernaðarlegt og öryggislegt mikilvægi, verður að ráðast tafarlaust í þessa framkvæmd. Þá má ekki gleyma því að hafnarmannvirki og innanlandsflugvellir á Austurlandi eru næstir Evrópu og því mikilvægir hlekkir í öryggis- og varnarmálum. Hafnaraðstaða á Austfjörðum er ákjósanleg út frá staðsetningu og náttúrulegum aðstæðum og því rökrétt val fyrir Ísland þegar litið er til varna, öryggis og alþjóðlegs framlags okkar. Fjárfesting sem margfaldast Þegar fjármagni til varnarmála er varið í innviði sem nýtast bæði almenningi og öryggiskerfinu, þá margfaldast ávinningurinn. Það er fjárfesting sem bætir lífskjör, styrkir atvinnulíf, eykur öryggi og sýnir jafnframt alþjóðlegum samstarfsaðilum að Ísland tekur hlutverk sitt alvarlega – með skynsamlegum og sjálfbærum hætti. Að auka framlag Íslands til varnarmála er rétt og nauðsynlegt. En það má aldrei verða þannig að fjármunirnir renni eingöngu í þröngt skilgreindar hernaðarframkvæmdir sem lítið nýtast samfélaginu í heild. Við verðum að nýta tækifærið til að byggja upp innviði sem nýtast bæði til varna og daglegs lífs. Brúin yfir Jökulsá á Fjöllum er eitt af þeim verkefnum sem bíða. Nú þegar þolir hún enga bið og alls ekki til ársins 2035. Með því að flýta framkvæmdinni og með því að nýta betur hafnir og flugvelli Austurlands sem náttúrulega hlekki í öryggis- og varnarmálum, tryggjum við að landið allt standi undir auknu framlagi Íslands til varna og að Austurland standi ekki eftir einangrað. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og formaður bæjarráðs.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar