„Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. september 2025 14:01 Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Vísir/Anton Brink Mennta- og barnamálaráðherra segist ekki láta umræðu um málfar, enskukunnáttu og hæfni í starfi á sig fá. Hann segir af og frá að hann nenni ekki að setja sig inn í hlutina, ummæli þess efnis sem vakið hafa mikla athygli hafi verið á misskilningi byggð. Hann hafi meint að hann nenni ekki fortíðinni. Guðmundur Ingi Kristinsson tók við ráðherradómi af Ásthildi Lóu Þórsdóttur í lok mars og hefur síðan vakið töluverða athygli í starfi. Meðal annars fyrir opnunarávarp á tæpri ensku á alþjóðlegum fundi í Hörpu og fyrir málfar sitt og þágufallssýki. Þá vakti það mikla athygli í ágúst þegar hann sagðist í Bítinu á Bylgjunni ekki nenna að gá að því hvers vegna gömlu samræmdu prófin virki ekki. Meðal þeirra sem gagnrýndi orð ráðherra var Hjörvar Hafliðason fjölmiðlamaður sem sagði í Spursmálum að enginn fótboltaþjálfari myndi komast upp með að nenna ekki að setja sig inn í helstu veikleika liðs síns, sá yrði einfaldlega rekinn. Mun alltaf nenna Guðmundur segir við fréttastofu nú að hann hafi í raun alls ekki meint að hann hafi ekki nennt að setja sig inn í málið. Hann hafi meint að hann nenni ekki að dvelja í fortíðinni, hafi ekki tíma í það. „Ég ætla að vera í nútíðinni og það er það sem ég var að meina. Ég var að búa til nýtt matsferli sem ég tel að virki mjög flott, það mun koma í ljós, ég hef trú á því. En að ég nenni ekki að gera hlutina, það hef ég aldrei verið, ég mun alltaf nenna að gera hlutina. En í þessu tilviki nennti ég ekki að vera að hanga í fortíðinni.“ Vonar að hann sé fyrirmynd krakka Ræða sem þú hélst á ensku í upphafi ráðherraferils þíns vakti mikla athygli, talsmáti þinn hefur sömuleiðis fengið mikla athygli og þú greindur með þágufallssýki, hvernig finnst þér að sitja undir þessu og jafnvel spurningum um það hvort þú sért hæfur til þess að sinna þessu starfi? Bjóstu við því þessu þegar þú tókst við ráðherraembættinu? „Já já ég bjóst við hverju sem er. Ég er búinn að vera á þingi í sjö ár, þannig þetta er bara allt í lagi og bara flott umræða. Það er bara gaman að því að fólk sé að spá í þetta vegna þess að ég bara er eins og ég er og ég tala eins og ég tala. Ég lærði iðnám og ég ætla ekkert að reyna að vera eitthvað annað en ég er og ég ætla að vona að allir krakkar þarna úti átti sig á því að þau mega bara vera þau sjálf, eins og ég.“ Guðmundur lauk gagnfræðiprófi frá trésmíðadeild við Ármúlaskóla árið 1972. Hann sat á skólabekk við trésmíðadeild Iðnskólans í Reykjavík árið 1974. Þá stundaði hann skrifstofunám, vefsíðugerð og myndvinnslu í Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum 1997. Tekur maður þessu ekkert inn á sig, ekkert persónulega? „Nei. Þá væri ég ekki hér. Þá væri ég löngu hættur að vera í þessu starfi.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Guðmundur Ingi Kristinsson tók við ráðherradómi af Ásthildi Lóu Þórsdóttur í lok mars og hefur síðan vakið töluverða athygli í starfi. Meðal annars fyrir opnunarávarp á tæpri ensku á alþjóðlegum fundi í Hörpu og fyrir málfar sitt og þágufallssýki. Þá vakti það mikla athygli í ágúst þegar hann sagðist í Bítinu á Bylgjunni ekki nenna að gá að því hvers vegna gömlu samræmdu prófin virki ekki. Meðal þeirra sem gagnrýndi orð ráðherra var Hjörvar Hafliðason fjölmiðlamaður sem sagði í Spursmálum að enginn fótboltaþjálfari myndi komast upp með að nenna ekki að setja sig inn í helstu veikleika liðs síns, sá yrði einfaldlega rekinn. Mun alltaf nenna Guðmundur segir við fréttastofu nú að hann hafi í raun alls ekki meint að hann hafi ekki nennt að setja sig inn í málið. Hann hafi meint að hann nenni ekki að dvelja í fortíðinni, hafi ekki tíma í það. „Ég ætla að vera í nútíðinni og það er það sem ég var að meina. Ég var að búa til nýtt matsferli sem ég tel að virki mjög flott, það mun koma í ljós, ég hef trú á því. En að ég nenni ekki að gera hlutina, það hef ég aldrei verið, ég mun alltaf nenna að gera hlutina. En í þessu tilviki nennti ég ekki að vera að hanga í fortíðinni.“ Vonar að hann sé fyrirmynd krakka Ræða sem þú hélst á ensku í upphafi ráðherraferils þíns vakti mikla athygli, talsmáti þinn hefur sömuleiðis fengið mikla athygli og þú greindur með þágufallssýki, hvernig finnst þér að sitja undir þessu og jafnvel spurningum um það hvort þú sért hæfur til þess að sinna þessu starfi? Bjóstu við því þessu þegar þú tókst við ráðherraembættinu? „Já já ég bjóst við hverju sem er. Ég er búinn að vera á þingi í sjö ár, þannig þetta er bara allt í lagi og bara flott umræða. Það er bara gaman að því að fólk sé að spá í þetta vegna þess að ég bara er eins og ég er og ég tala eins og ég tala. Ég lærði iðnám og ég ætla ekkert að reyna að vera eitthvað annað en ég er og ég ætla að vona að allir krakkar þarna úti átti sig á því að þau mega bara vera þau sjálf, eins og ég.“ Guðmundur lauk gagnfræðiprófi frá trésmíðadeild við Ármúlaskóla árið 1972. Hann sat á skólabekk við trésmíðadeild Iðnskólans í Reykjavík árið 1974. Þá stundaði hann skrifstofunám, vefsíðugerð og myndvinnslu í Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum 1997. Tekur maður þessu ekkert inn á sig, ekkert persónulega? „Nei. Þá væri ég ekki hér. Þá væri ég löngu hættur að vera í þessu starfi.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent