Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Agnar Már Másson skrifar 18. september 2025 19:39 Heilsutofnunin í Hveragerði, sem Náttúrulækningafélag Íslands rekur. Vísir/Vilhelm Forstjóri Heilsustofnunarinnar í Hveragerði lýsir misrétti af hálfu heilbrigðisyfirvalda þar sem heilbrigðisráðuneytirð hyggist ekki veita stofnuninni nægilegt fjármagn. Hann segir starfsfólkið stofnunarinnar orðið útkeyrt og húsnæðið er úr sér gengið. Í dag starfa um 110 starfsmenn við endurhæfingu dvalargesta á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði. Starfsemin hefur byggt á þjónustusamningi við Sjúkratryggingar Íslands, sem rann út 2023 en hefur níu sinnum verið framlengdur til skamms meðan viðræður hafa staðið yfir milli NLFÍ og Sjúkratrygginga um nýjan þjónustusamning. „Heilsustofnun hefur unnið samkvæmt samningi heilbrigðisráðuneytisins við Sjúkratryggingar frá 1995. Núverandi samningur var undirritaður 2019,“ útskýrir Þórir Haraldsson, forstjóri Heilsustofnunarinnar, í samtali við Vísi. Stofnunin býður meðal annars upp á endurhæfingu fyrir fólk sem þurft hefur að leggjast inn á sjúkrahús, lent í slysum eða veikst af tilteknum sjúkdómum. Fái aðeins helming af því sem aðrir fá Síðasta apríl hafi sá áfangi náðst í viðræðum að SÍ viðurkenndu að Heilsustofnun væri vanfjármögnuð hvað varðaði framlög til rekstrar og fasteignaviðhalds. Heilsustofnunin fái aðeins fimmtíu prósent af því framlagi sem aðrir aðilar í heilbrigðisþjónustu fái fyrir að veita sambærilega þjónustu. Þannig hafi Sjúkratryggingar komist að þeirri niðurstöðu að um 230 milljónir króna þyrfti til viðbótar við núverandi fjárheimildir inn í rekstur Heilsustofnunar.“ En þegar SÍ hafi óskað eftir viðbótarfjármunum vegna þessa hafi heilbrigðisráðuneytið hafnað beiðninni. Þórir segir að fyrr í þessum mánuði hafi Sjúkratryggingar upplýst að þeir fjármunir fengjust ekki til verkefnisins. „Þetta er hreint misrétti,“ segir hann. „Við erum að keyra starfsfólkið okkar út og húsnæðið er úr sér gengið.“ Hann segir því kostnaðinn fyrir sjúklinga vera mikinn undir núverandi fyrirkomulagi. „Til viðbótar við það eru okkar sjúklingar að greiða dvalargjald upp á allt að 550 milljónir, þar af 250 milljónir — eða yfir átta þúsund krónur á dag — sem er greitt fyrir heilbrigðisþjónustuna í Hveragerði.“ En þeir vilja meina að sjúkratryggingar greiði allan meðferðarkostnaðinn. „Ég vil líka taka fram að við veitum afar góða þjónustu. Við skilum öllum upplýsingum og allar bækur okkar eru opnar,“ segir Þórir. „Þetta er bara rugl“ Árið 2022 greindi Kjarninn frá því að eftirlitsdeild SÍ hefði sett heilsuhælinu kröfur um úrbætur. Í fréttaflutningnum þá kom fram að Náttúrulækningafélag Íslands, eigandi stofnunarinnar, hefði með ólögmætum hætti tekið um 600 milljónir úr starfsemi Heilsustofnunarinnar og var þar sagt að kostnaðurinn ylti á sjúklinga. Þórir vill meina að fréttaflutningurinn hafi verið rangur. „Það var aldrei niðurstaða af hálfu Sjúkratrygginga. Þetta er bara rugl,“ segir Þórir, sem bendir á að þau skjöl sem fréttaflutningurinn hafi byggt á hafi verið vinnuskjöl sem ekki á endanum ekki verið gefin út. „[Skjölunum] var mótmælt og þau dregin til baka af hálfu forstjóra Sjúkratrygginga,“ bætir hann við. Þórir segir þó að Heilsustofnunin muni kappkosta að veita þjónustu við sjúklinga svo hægt sé að halda áfram að þjónusta þá ríflega 1.300 manns sem heyra í þeim á hverju ári. „En þetta er að okkar viti ekki skynsamleg ráðstöfun á ríkisfé, að fara svona með.“ Hveragerði Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Sjá meira
Í dag starfa um 110 starfsmenn við endurhæfingu dvalargesta á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði. Starfsemin hefur byggt á þjónustusamningi við Sjúkratryggingar Íslands, sem rann út 2023 en hefur níu sinnum verið framlengdur til skamms meðan viðræður hafa staðið yfir milli NLFÍ og Sjúkratrygginga um nýjan þjónustusamning. „Heilsustofnun hefur unnið samkvæmt samningi heilbrigðisráðuneytisins við Sjúkratryggingar frá 1995. Núverandi samningur var undirritaður 2019,“ útskýrir Þórir Haraldsson, forstjóri Heilsustofnunarinnar, í samtali við Vísi. Stofnunin býður meðal annars upp á endurhæfingu fyrir fólk sem þurft hefur að leggjast inn á sjúkrahús, lent í slysum eða veikst af tilteknum sjúkdómum. Fái aðeins helming af því sem aðrir fá Síðasta apríl hafi sá áfangi náðst í viðræðum að SÍ viðurkenndu að Heilsustofnun væri vanfjármögnuð hvað varðaði framlög til rekstrar og fasteignaviðhalds. Heilsustofnunin fái aðeins fimmtíu prósent af því framlagi sem aðrir aðilar í heilbrigðisþjónustu fái fyrir að veita sambærilega þjónustu. Þannig hafi Sjúkratryggingar komist að þeirri niðurstöðu að um 230 milljónir króna þyrfti til viðbótar við núverandi fjárheimildir inn í rekstur Heilsustofnunar.“ En þegar SÍ hafi óskað eftir viðbótarfjármunum vegna þessa hafi heilbrigðisráðuneytið hafnað beiðninni. Þórir segir að fyrr í þessum mánuði hafi Sjúkratryggingar upplýst að þeir fjármunir fengjust ekki til verkefnisins. „Þetta er hreint misrétti,“ segir hann. „Við erum að keyra starfsfólkið okkar út og húsnæðið er úr sér gengið.“ Hann segir því kostnaðinn fyrir sjúklinga vera mikinn undir núverandi fyrirkomulagi. „Til viðbótar við það eru okkar sjúklingar að greiða dvalargjald upp á allt að 550 milljónir, þar af 250 milljónir — eða yfir átta þúsund krónur á dag — sem er greitt fyrir heilbrigðisþjónustuna í Hveragerði.“ En þeir vilja meina að sjúkratryggingar greiði allan meðferðarkostnaðinn. „Ég vil líka taka fram að við veitum afar góða þjónustu. Við skilum öllum upplýsingum og allar bækur okkar eru opnar,“ segir Þórir. „Þetta er bara rugl“ Árið 2022 greindi Kjarninn frá því að eftirlitsdeild SÍ hefði sett heilsuhælinu kröfur um úrbætur. Í fréttaflutningnum þá kom fram að Náttúrulækningafélag Íslands, eigandi stofnunarinnar, hefði með ólögmætum hætti tekið um 600 milljónir úr starfsemi Heilsustofnunarinnar og var þar sagt að kostnaðurinn ylti á sjúklinga. Þórir vill meina að fréttaflutningurinn hafi verið rangur. „Það var aldrei niðurstaða af hálfu Sjúkratrygginga. Þetta er bara rugl,“ segir Þórir, sem bendir á að þau skjöl sem fréttaflutningurinn hafi byggt á hafi verið vinnuskjöl sem ekki á endanum ekki verið gefin út. „[Skjölunum] var mótmælt og þau dregin til baka af hálfu forstjóra Sjúkratrygginga,“ bætir hann við. Þórir segir þó að Heilsustofnunin muni kappkosta að veita þjónustu við sjúklinga svo hægt sé að halda áfram að þjónusta þá ríflega 1.300 manns sem heyra í þeim á hverju ári. „En þetta er að okkar viti ekki skynsamleg ráðstöfun á ríkisfé, að fara svona með.“
Hveragerði Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent