Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar 19. september 2025 10:46 Ný drög að aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2026–2029 liggja nú fyrir og eru í samráðsgátt stjórnvalda. Þar er sett fram heildarstefna stjórnvalda í þessum málaflokki fyrir næstu fjögur ár. En þegar maður rýnir gaumgæfilega yfir plaggið blasir við að þetta er ekki hlutlaus mannréttindastefna, heldur mjög einsleit pólitísk hugmyndafræði. Hérna er ríkisbáknið að spila sitt hlutverk til þess að þenja út frekar annað bákn sem þrífst innan stjórnsýslunnar. Ég hvet flesta til þess að kynna sér þessa aðgerðaráætlun og jafnvel skila inn umsögn. Kenningar sem staðreyndir Áætlunin gengur út frá því sem gefnu að svonefnd hinseginfræði séu byggð á óumdeildum og sannreyndum vísindum. Þær eru þó ekki annað en tiltölulega nýjar og umdeildar fræðikenningar, einkum innan hug- og félagsvísinda. Þar er kyn og kyngervi talið félagslegt fyrirbæri en ekki líffræðilegt. Þetta er ekki samþykkt niðurstaða í vísindum, heldur umdeild hugmynd. Hættuleg þróun í tjáningarfrelsi Mikil áhersla er lögð á að berjast gegn „hatursorðræðu“. Það hljómar ágætt í fyrstu, en þegar betur er að gáð felur það í sér að eðlileg gagnrýni á þessa hugmyndafræði gæti orðið skráð sem refsiverð. Með því er 73. gr. stjórnarskrárinnar – um tjáningarfrelsi – í hættu. Lýðræðislegt samfélag má aldrei setja skoðanakúgun í búning „mannréttinda“. Börn sem tilraunarefni Sérstaklega alvarlegt er að ítrekað er talað um „hinsegin börn“ og boðaðar aðgerðir í skólum. Börn eru á þroskaskeiði, og kynhneigð þeirra fjarri því að vera mótuð. Að stimpla börn sem „hinsegin“ og byggja upp sérkerfi utan um þau er bæði óvísindalegt og siðferðilega varasamt. Kynið er ekki val Áætlunin gengur út frá því að hægt sé að „skipta um kyn“. Það stenst ekki. Líffræðilegu kyn er ekki hægt að breyta, aðeins kynskráningu og einhverjum líkamlegum einkennum. Að gera slíkt að sjálfsákvörðunarrétti barna eða ungmenna er stórhættulegt og hunsar varnaðarorð frá læknum og heilbrigðisyfirvöldum víða um hinn vestræna heim. Ógagnreyndar meðferðir Í áætluninni er gert ráð fyrir að halda áfram með svokölluð kynstaðfestandi ferli barna og ungmenna. Samt hafa lönd eins og Bretland, Bandaríkin, Svíþjóð og Finnland dregið verulega í land vegna skorts á gagnreyndum rannsóknum og alvarlegra áhyggja af aukaverkunum. Ísland ætti ekki að fara þveröfuga leið – að auka áhættuna. Jafnrétti þegar tryggt Ísland hefur lengi haft lög sem tryggja jafnan rétt allra borgara, óháð kynhneigð eða kynvitund. Það sem nú er kallað „réttindabarátta“ snýst í raun ekki um jafnan rétt, heldur um sérmeðferð og forréttindi tiltekinna hópa. Gervieining sem heitir „hinsegin samfélag“ Í áætluninni er talað um „hinsegin samfélagið“ eins og um einn hóp sé að ræða. Í raun er þetta samansettur hópur margra ólíkra hópa og einstaklinga – samkynhneigðra, transfólks, tvíkynhneigðra, svokallaðra kynsegin og annarra sem við jafnvel vitum ekkert um hverjir eru hverju sinni. . Þetta eru mjög ólíkir hópar sem hafa jafnvel ólík og andstæð hagsmunamál. Samkynhneigðir hafa víða lýst yfir andstöðu við að vera settir í sama flokk. Lokaorð Það er ekkert að því að stjórnvöld vilji tryggja jafna stöðu allra. En þegar pólitísk hugmyndafræði er sett fram sem vísindaleg staðreynd, og þegar börn eru gerð að tilraunarefnum í hugmyndafræðilegum tilraunum, er kominn tími til að staldra við.Í lýðræðisþjóðfélagi á stefnumótun að byggja á gagnreyndum gögnum, virðingu fyrir fjölbreyttum skoðunum og vernd stjórnarskrárvarinna réttinda – ekki á þröngri hugmyndafræði sem dregur dám af tískusveiflum. Höfundur er fráfarandi formaður Samtakanna 22. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Ný drög að aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2026–2029 liggja nú fyrir og eru í samráðsgátt stjórnvalda. Þar er sett fram heildarstefna stjórnvalda í þessum málaflokki fyrir næstu fjögur ár. En þegar maður rýnir gaumgæfilega yfir plaggið blasir við að þetta er ekki hlutlaus mannréttindastefna, heldur mjög einsleit pólitísk hugmyndafræði. Hérna er ríkisbáknið að spila sitt hlutverk til þess að þenja út frekar annað bákn sem þrífst innan stjórnsýslunnar. Ég hvet flesta til þess að kynna sér þessa aðgerðaráætlun og jafnvel skila inn umsögn. Kenningar sem staðreyndir Áætlunin gengur út frá því sem gefnu að svonefnd hinseginfræði séu byggð á óumdeildum og sannreyndum vísindum. Þær eru þó ekki annað en tiltölulega nýjar og umdeildar fræðikenningar, einkum innan hug- og félagsvísinda. Þar er kyn og kyngervi talið félagslegt fyrirbæri en ekki líffræðilegt. Þetta er ekki samþykkt niðurstaða í vísindum, heldur umdeild hugmynd. Hættuleg þróun í tjáningarfrelsi Mikil áhersla er lögð á að berjast gegn „hatursorðræðu“. Það hljómar ágætt í fyrstu, en þegar betur er að gáð felur það í sér að eðlileg gagnrýni á þessa hugmyndafræði gæti orðið skráð sem refsiverð. Með því er 73. gr. stjórnarskrárinnar – um tjáningarfrelsi – í hættu. Lýðræðislegt samfélag má aldrei setja skoðanakúgun í búning „mannréttinda“. Börn sem tilraunarefni Sérstaklega alvarlegt er að ítrekað er talað um „hinsegin börn“ og boðaðar aðgerðir í skólum. Börn eru á þroskaskeiði, og kynhneigð þeirra fjarri því að vera mótuð. Að stimpla börn sem „hinsegin“ og byggja upp sérkerfi utan um þau er bæði óvísindalegt og siðferðilega varasamt. Kynið er ekki val Áætlunin gengur út frá því að hægt sé að „skipta um kyn“. Það stenst ekki. Líffræðilegu kyn er ekki hægt að breyta, aðeins kynskráningu og einhverjum líkamlegum einkennum. Að gera slíkt að sjálfsákvörðunarrétti barna eða ungmenna er stórhættulegt og hunsar varnaðarorð frá læknum og heilbrigðisyfirvöldum víða um hinn vestræna heim. Ógagnreyndar meðferðir Í áætluninni er gert ráð fyrir að halda áfram með svokölluð kynstaðfestandi ferli barna og ungmenna. Samt hafa lönd eins og Bretland, Bandaríkin, Svíþjóð og Finnland dregið verulega í land vegna skorts á gagnreyndum rannsóknum og alvarlegra áhyggja af aukaverkunum. Ísland ætti ekki að fara þveröfuga leið – að auka áhættuna. Jafnrétti þegar tryggt Ísland hefur lengi haft lög sem tryggja jafnan rétt allra borgara, óháð kynhneigð eða kynvitund. Það sem nú er kallað „réttindabarátta“ snýst í raun ekki um jafnan rétt, heldur um sérmeðferð og forréttindi tiltekinna hópa. Gervieining sem heitir „hinsegin samfélag“ Í áætluninni er talað um „hinsegin samfélagið“ eins og um einn hóp sé að ræða. Í raun er þetta samansettur hópur margra ólíkra hópa og einstaklinga – samkynhneigðra, transfólks, tvíkynhneigðra, svokallaðra kynsegin og annarra sem við jafnvel vitum ekkert um hverjir eru hverju sinni. . Þetta eru mjög ólíkir hópar sem hafa jafnvel ólík og andstæð hagsmunamál. Samkynhneigðir hafa víða lýst yfir andstöðu við að vera settir í sama flokk. Lokaorð Það er ekkert að því að stjórnvöld vilji tryggja jafna stöðu allra. En þegar pólitísk hugmyndafræði er sett fram sem vísindaleg staðreynd, og þegar börn eru gerð að tilraunarefnum í hugmyndafræðilegum tilraunum, er kominn tími til að staldra við.Í lýðræðisþjóðfélagi á stefnumótun að byggja á gagnreyndum gögnum, virðingu fyrir fjölbreyttum skoðunum og vernd stjórnarskrárvarinna réttinda – ekki á þröngri hugmyndafræði sem dregur dám af tískusveiflum. Höfundur er fráfarandi formaður Samtakanna 22.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun