Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. september 2025 12:09 Af dómnum að dæma voru Margrét og Linda góðar vinkonur en málið virðist hafa siglt þeim vinskap í strand. Fegurðardrottningin Linda Pétursdóttir þarf ekki að greiða einum vinsælasta förðunarfræðingi landsins hundruð þúsundra króna vegna klippu sem birtist í hlaðvarpi Lindu. Förðunarfræðingurinn situr uppi með kostnað upp á aðra milljón og það sem virðist hafa verið góður vinskapur er úti um þúfur. Málið sem rataði fyrir dómstóla má rekja til þáttanna „Podcastið, lífið með Lindu Pé“ sem Linda seldi aðgang að og var ætlaður konum. Margrét R. Jónasardóttir förðunarfræðingur sminkaði Lindu reglulega fyrir upptöku þáttanna og kom upp sú hugmynd við tökur á einum slíkum að Margrét kæmi fram og gæfi góð förðunarráð. Þátturinn var tekinn upp í júní 2023 og lýsti Margrét yfir óánægju sinni í desember sama ár í tölvupósti til Lindu. „Ég sá að þú settir myndskeið af okkur inn í prógrammið þitt. Þetta var eingöngu ætlað til í útsendingar í eitt skipti. Þetta á ekki að lifa áfram. Bið þig um að fjarlægja strax.“ Linda sagði Margréti hafa mátt vita að um væri að ræða þátt í heildstæðu námskeiði Lindu um sjálfsmynd og fegurð. „Útsending í eitt skipti? Veit ekki alveg hvað þú átt við með því, þetta er upptaka sem fer á innri vef prógrammsins hjá mér, og þú samþykktir að taka þátt í þessu með mér, fórst meira að segja yfir textann um þig, sem er fyrir neðan myndbandið ásamt upplýsingum um þig ef konurnar vildu bóka tíma hjá þér,“ sagði Linda í tölvupósti. Margrét svaraði að bragði og sagðist hafa sjokkerast eftir að hafa skoðað myndbandið. „Þú bókaðir mig til að koma að gera hár og förðun. Spurðir mig spontant hvort ég væri til í að vera með þér í vídeói þar sem þú spyrðir mig nokkurra spurninga. Ég var ekki til þar sem ég var óundirbúin og ótilhöfð. Ef þú hefðir sagt að þetta yrði áfram inni á vefnum þá hefði ég aldrei samþykkt það.“ Rukkaði um 1500 krónur á dag Sumarið 2024 ákvað Margrét að gefa út reikning á hendur Lindu upp á 679 þúsund krónur fyrir notkun á myndefni í tólf mánuði, 1500 krónur á dag auk virðisaukaskatts. Linda hafnaði greiðslunni og stefndi félag Margrétar félagi Lindu til greiðslu fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Þurfti félag Margrétar að leggja fram málskostnaðartryggingu upp á 1,2 milljónir króna við vinnslu málsins. Margrét hélt því fyrir dómi fram að hún hefði talið að um yrði að ræða myndband sem yrði aðeins í hringrás á Instagram (e. story) í sólarhring og myndi síðar eyðast. Hún hefði aldrei samþykkt birtingu hefði hún vitað að um kennslugagn væri að ræða. Linda sagði á móti að um hefði verið að ræða sameiginlega skyndiákvörðun þar sem Margrét hefði fengið kynningu á þjónustu sinni og þar með aðgang að viðskipta hópi Lindu. Upplýsingar um hvernig bóka mætti Margréti hefðu fylgt. Fleiri ótengd deilumál Dómurinn sagði engin samtímagögn liggja fyrir í málinu sem styddu frásögn annarrar umfram hinnar. Fyrrnefndir tölvupóstar væru einu gögnin og af þeim væri ekki ráðið að upptakan hefði átt að birtast annars staðar en í hlaðvarpi Lindu. Þá lægi ekkert fyrir um að Margrét hefði átt að fá greitt fyrir upptökuna. Fjárkrafa Margrétar væri sett fram eftir að snurða hefði hlaupið á þráðinn í vinskap þeirra Lindu sem mætti rekja til tölvupóstanna. Þar hafi þær deilt um klippuna en auk þess fleiri ótengd mál. Teldi Margrét sig eiga peninga inni hjá Lindu hefði henni borið að setja fram þá kröfu eftir að hún sá myndbirtingunni í desember 2023 en ekki sumarið 2024. Þá lægi ekkert fyrir um það einingarverð sem Margrét reiknaði sér upp á 1500 krónur á dag. Var Linda sýknuð af kröfu Margrétar sem situr uppi með málskostnað upp á rúmlega 1,1 milljón króna. Dómsmál Hár og förðun Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
Málið sem rataði fyrir dómstóla má rekja til þáttanna „Podcastið, lífið með Lindu Pé“ sem Linda seldi aðgang að og var ætlaður konum. Margrét R. Jónasardóttir förðunarfræðingur sminkaði Lindu reglulega fyrir upptöku þáttanna og kom upp sú hugmynd við tökur á einum slíkum að Margrét kæmi fram og gæfi góð förðunarráð. Þátturinn var tekinn upp í júní 2023 og lýsti Margrét yfir óánægju sinni í desember sama ár í tölvupósti til Lindu. „Ég sá að þú settir myndskeið af okkur inn í prógrammið þitt. Þetta var eingöngu ætlað til í útsendingar í eitt skipti. Þetta á ekki að lifa áfram. Bið þig um að fjarlægja strax.“ Linda sagði Margréti hafa mátt vita að um væri að ræða þátt í heildstæðu námskeiði Lindu um sjálfsmynd og fegurð. „Útsending í eitt skipti? Veit ekki alveg hvað þú átt við með því, þetta er upptaka sem fer á innri vef prógrammsins hjá mér, og þú samþykktir að taka þátt í þessu með mér, fórst meira að segja yfir textann um þig, sem er fyrir neðan myndbandið ásamt upplýsingum um þig ef konurnar vildu bóka tíma hjá þér,“ sagði Linda í tölvupósti. Margrét svaraði að bragði og sagðist hafa sjokkerast eftir að hafa skoðað myndbandið. „Þú bókaðir mig til að koma að gera hár og förðun. Spurðir mig spontant hvort ég væri til í að vera með þér í vídeói þar sem þú spyrðir mig nokkurra spurninga. Ég var ekki til þar sem ég var óundirbúin og ótilhöfð. Ef þú hefðir sagt að þetta yrði áfram inni á vefnum þá hefði ég aldrei samþykkt það.“ Rukkaði um 1500 krónur á dag Sumarið 2024 ákvað Margrét að gefa út reikning á hendur Lindu upp á 679 þúsund krónur fyrir notkun á myndefni í tólf mánuði, 1500 krónur á dag auk virðisaukaskatts. Linda hafnaði greiðslunni og stefndi félag Margrétar félagi Lindu til greiðslu fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Þurfti félag Margrétar að leggja fram málskostnaðartryggingu upp á 1,2 milljónir króna við vinnslu málsins. Margrét hélt því fyrir dómi fram að hún hefði talið að um yrði að ræða myndband sem yrði aðeins í hringrás á Instagram (e. story) í sólarhring og myndi síðar eyðast. Hún hefði aldrei samþykkt birtingu hefði hún vitað að um kennslugagn væri að ræða. Linda sagði á móti að um hefði verið að ræða sameiginlega skyndiákvörðun þar sem Margrét hefði fengið kynningu á þjónustu sinni og þar með aðgang að viðskipta hópi Lindu. Upplýsingar um hvernig bóka mætti Margréti hefðu fylgt. Fleiri ótengd deilumál Dómurinn sagði engin samtímagögn liggja fyrir í málinu sem styddu frásögn annarrar umfram hinnar. Fyrrnefndir tölvupóstar væru einu gögnin og af þeim væri ekki ráðið að upptakan hefði átt að birtast annars staðar en í hlaðvarpi Lindu. Þá lægi ekkert fyrir um að Margrét hefði átt að fá greitt fyrir upptökuna. Fjárkrafa Margrétar væri sett fram eftir að snurða hefði hlaupið á þráðinn í vinskap þeirra Lindu sem mætti rekja til tölvupóstanna. Þar hafi þær deilt um klippuna en auk þess fleiri ótengd mál. Teldi Margrét sig eiga peninga inni hjá Lindu hefði henni borið að setja fram þá kröfu eftir að hún sá myndbirtingunni í desember 2023 en ekki sumarið 2024. Þá lægi ekkert fyrir um það einingarverð sem Margrét reiknaði sér upp á 1500 krónur á dag. Var Linda sýknuð af kröfu Margrétar sem situr uppi með málskostnað upp á rúmlega 1,1 milljón króna.
Dómsmál Hár og förðun Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira