Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Árni Sæberg skrifar 19. september 2025 14:08 Einar Bárðarson er framkvæmdastjóri SVEIT. Vísir/Vilhelm Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri SVEIT, hvetur Sólveigu Önnu Jónsdóttir og alla aðra til þess að mæta á haustfund samtakanna á miðvikudaginn. Sólveig Anna hvatti ráðherra í morgun til að mæta ekki á fundinn vegna meintra tengsla við „gervistéttarfélagið“ Virðingu. Einar segir tengslin ekki meiri en svo að hann hafi ekki náð sambandi við nokkurn mann þar á bæ. Mikið hefur verið fjallað um deilur Eflingar og Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, undanfarna mánuði. Efling hefur sakað SVEIT um að standa að stéttarfélaginu Virðingu, sem sé gervistéttarfélag ætlað til að fóðra vasa veitingamanna á kostnað launþega. Telja mætingu ráðherra furðulega Nýjasti kafli deilunnar er útspil Sólveigar Önnu í morgun þegar hún gerði sér ferð í orku-, umhverfis-, og loftslagsráðuneytið í þeim erindagjörðum að afhenda ráðherra áskorun um að mæta ekki á fund SVEIT. Jóhann Páll Jóhannsson ráðherra hefur boðað komu sína á haustfund SVEIT. „Furðulegt er að Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skuli kjósa að stilla sér upp með Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) með því að taka þátt í viðburði á þeirra vegum. Svo sem alþekkt er stendur SVEIT að baki gervistéttarfélaginu Virðingu, sem er ósvífin tilraun til að skerða laun og réttindi verkafólks en fylla á sama tíma vasa veitingamanna af skotsilfri,“ sagði í fréttatilkynningu frá Eflingu þess efnis. Þakkar Sólveigu Önnu fyrir Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri SVEIT, segir í samskiptum við Vísi að hann hvetji alla og Sólveigu Önnu líka til þess að mæta á haustfundinn á miðvikudaginn og þakki henni fyrir að vekja athygli á honum. „Haustfundurinn er einmitt hugsaður til þess kynna starfsemi samtakana sem eru ekki stéttarfélag og standa ekki að baki stéttarfélaginu Virðingu.“ Hlutverk ráðherrans á fundinum sé að koma og kynna fyrirhugaðar breytingar á ábyrgð á eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum en í þeim felist meðal annars að færa Heilbrigðiseftirlit landsins öll undir sama hatt og samræma þannig vinnu og ferla. Þar séu samtökin einmitt að leiða saman ráðherra, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og veitingafólk, sem bæði hafi góða og slæma reynslu af kerfinu eins og það er og kalla fram málefnalega umræðu á opinberum vettvangi. Vonast sé til þess að færa starfsumhverfi bæði veitingamanna og eftirlitsaðila á betri og skilvirkari stað. Þannig megi spara opinberum aðilum og félagsfólki SVEIT óþarfa tíma og fjárútlát. Nær ekki í nokkurn mann hjá Virðingu Einar segir að varðandi erindi Sólveigar Önnu verði hann að ítreka að SVEIT séu ekki aðila að samningum Samtaka atvinnulífsins við Eflingu. Þannig séu samtökin ekki í neinu samtali við Eflingu og ekki aðilar að neinum samningum við Eflingu. „Stéttarfélagið Virðing var ekki stofnað af SVEIT og ítök okkar eru ekki meiri þar en svo að ég sem nýr framkvæmdastjóri hef ekki náð sambandi við nokkurn mann þar, hvorki símleiðis né í gengum tölvupóst.“ Veitingastaðir Atvinnurekendur Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um deilur Eflingar og Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, undanfarna mánuði. Efling hefur sakað SVEIT um að standa að stéttarfélaginu Virðingu, sem sé gervistéttarfélag ætlað til að fóðra vasa veitingamanna á kostnað launþega. Telja mætingu ráðherra furðulega Nýjasti kafli deilunnar er útspil Sólveigar Önnu í morgun þegar hún gerði sér ferð í orku-, umhverfis-, og loftslagsráðuneytið í þeim erindagjörðum að afhenda ráðherra áskorun um að mæta ekki á fund SVEIT. Jóhann Páll Jóhannsson ráðherra hefur boðað komu sína á haustfund SVEIT. „Furðulegt er að Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skuli kjósa að stilla sér upp með Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) með því að taka þátt í viðburði á þeirra vegum. Svo sem alþekkt er stendur SVEIT að baki gervistéttarfélaginu Virðingu, sem er ósvífin tilraun til að skerða laun og réttindi verkafólks en fylla á sama tíma vasa veitingamanna af skotsilfri,“ sagði í fréttatilkynningu frá Eflingu þess efnis. Þakkar Sólveigu Önnu fyrir Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri SVEIT, segir í samskiptum við Vísi að hann hvetji alla og Sólveigu Önnu líka til þess að mæta á haustfundinn á miðvikudaginn og þakki henni fyrir að vekja athygli á honum. „Haustfundurinn er einmitt hugsaður til þess kynna starfsemi samtakana sem eru ekki stéttarfélag og standa ekki að baki stéttarfélaginu Virðingu.“ Hlutverk ráðherrans á fundinum sé að koma og kynna fyrirhugaðar breytingar á ábyrgð á eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum en í þeim felist meðal annars að færa Heilbrigðiseftirlit landsins öll undir sama hatt og samræma þannig vinnu og ferla. Þar séu samtökin einmitt að leiða saman ráðherra, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og veitingafólk, sem bæði hafi góða og slæma reynslu af kerfinu eins og það er og kalla fram málefnalega umræðu á opinberum vettvangi. Vonast sé til þess að færa starfsumhverfi bæði veitingamanna og eftirlitsaðila á betri og skilvirkari stað. Þannig megi spara opinberum aðilum og félagsfólki SVEIT óþarfa tíma og fjárútlát. Nær ekki í nokkurn mann hjá Virðingu Einar segir að varðandi erindi Sólveigar Önnu verði hann að ítreka að SVEIT séu ekki aðila að samningum Samtaka atvinnulífsins við Eflingu. Þannig séu samtökin ekki í neinu samtali við Eflingu og ekki aðilar að neinum samningum við Eflingu. „Stéttarfélagið Virðing var ekki stofnað af SVEIT og ítök okkar eru ekki meiri þar en svo að ég sem nýr framkvæmdastjóri hef ekki náð sambandi við nokkurn mann þar, hvorki símleiðis né í gengum tölvupóst.“
Veitingastaðir Atvinnurekendur Stéttarfélög Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent