Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Árni Sæberg skrifar 19. september 2025 15:03 Sólheimar eru í Grímsnesi. Vísir/Atli Fimm forstöðumenn á Sólheimum hafa lýst yfir fullum stuðningi við framkvæmdastjóra Sólheima, stjórnarformann þeirra og stjórn. Í skoðanapistli á Vísi í fyrradag lýsti Ingibörg Rósa Björnsdóttir, fráfarandi starfsmaður Sólheima, ófremdarástandi á vinnustaðnum. Starfsfólk treysti ekki yfirstjórn stofnunarinnar og hún líkti brotthvarfi sínu þaðan við að sleppa frá einangruðu einræðisríki. Hún sagði stöðuna á Sólheimum sorglega og að starfsfólk í félagsþjónustu hefði áhyggjur af ástandinu. Þá var greint frá því í febrúar síðastliðnum að starfsmenn Sólheima væru uggandi vegna breytinga í yfirstjórn. Sá ótti kom meðal annars fram í yfirlýsingu sem 53 starfsmenn Sólheima í Grímsnesi undirrituðu en þar lýstu þeir meðal annars yfir vonbrigðum með skort á samráði og því að Kristni Ólafssyni framkvæmdastjóra skyldi hafa verið vikið úr starfi. Undir hans stjórn hefði viðhorf til starfsemi Sólheima breyst til hins betra. Rétt og skylt að stíga fram Nú hafa fimm forstöðumenn á Sólheimum einnig stungið niður penna á Vísi og komið yfirboðurum sínum til varna. Undir greinina rita þau Birta Kristín Ingadóttir, verslunarstjóri Grænu könnunar og Völu, Elfa Björk Kristjánsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi og sjúkraliði Bláskóga og Fögrubrekku, Karen Ósk Sigurðardóttir, forstöðuþroskaþjálfi atvinnu-og virknisviðs, Ragnheiður Eggertsdóttir, yfirmatráður og rekstrarstjóri Sólheimaseturs og Þorvaldur Kjartansson, forstöðumaður viðhalds og framkvæmda. „Af tilefni þeirrar umfjöllunar sem nýverið hefur birst um stjórn, stjórnarformann og framkvæmdastjóra Sólheima teljum við bæði rétt og skylt að stíga fram og gera grein fyrir afstöðu okkar. Yfirlýsing þessi er sett fram fyrir hönd forstöðumanna Sólheima sem taka ekki undir þau gagnrýnisorð sem fram hafa komið opinberlega.“ Reksturinn þungur Þau rekja að undir Sólheimum starfi þrjár sjálfseignarstofnanir, Styrktarsjóður Sólheima ses., Sólheimasetur ses. og Sólheimar ses. Sú félagsþjónusta sem hefur verið til umfjöllunar heyri undir Sólheima ses. Í ársbyrjun hafi legið fyrir að rekstur Sólheima ses. stæðist ekki þau markmið sem sett hefðu verið. Sérstaklega hafi vegið þungt að framlög frá Bergrisanum hefðu dregist verulega saman á milli ára. Á sama tíma hefði launakostnaður aukist og stöðugildum fjölgað, meðal annars vegna styttingar vinnuvikunnar og aukinnar þjónustuþarfar. Í ljósi alvarlegrar fjárhagsstöðu hafi stjórn Sólheima tekið þá ákvörðun að ráða Kristínu Albertsdóttur á ný sem framkvæmdastjóra Sólheima. Kristín hefði áður gegnt starfi framkvæmdastjóra með góðum árangri og sinnt þá meðal annars því krefjandi verkefni að rétta af rekstur Sólheima ses. Samskiptin góð Þau segja samskipti samskipti við Kristínu Albertsdóttur framkvæmdastjóra og Sigurjón Þórisson stjórnarformann hafa verið fagleg, jákvæð og uppbyggileg. „Við undirrituð lýsum við hér með yfir fullum stuðningi við framkvæmdastjóra Sólheima, stjórnarformann og stjórn.“ Hvorki Kristín né Sigurjón hafa gefið kost á viðtali vegna málsins. Sólheimar í Grímsnesi Mannauðsmál Málefni fatlaðs fólks Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Starfsmaður á Sólheimum segir kvíða og óvissu ríkja hjá starfsmönnum stofnunarinnar og að samskipti við framkvæmdastjóra séu erfið. Þá sé ekki hlustað á raddir starfsfólks sem hafi jafnvel hætt eða verið bolað úr starfi sem komi niður á þjónustu við íbúa. 17. september 2025 12:07 Kristinn ráðinn framkvæmdastjóri Sólheima Kristinn Ólafsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Sólheima ses. til fimm ára frá og með 1. júní næstkomandi. 29. maí 2023 18:00 Sigurjón Örn nýr stjórnarformaður Sólheima Sigurjón Örn Þórsson hefur verið kjörinn nýr stjórnarformaður Sólheima. 15. maí 2017 09:59 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Í skoðanapistli á Vísi í fyrradag lýsti Ingibörg Rósa Björnsdóttir, fráfarandi starfsmaður Sólheima, ófremdarástandi á vinnustaðnum. Starfsfólk treysti ekki yfirstjórn stofnunarinnar og hún líkti brotthvarfi sínu þaðan við að sleppa frá einangruðu einræðisríki. Hún sagði stöðuna á Sólheimum sorglega og að starfsfólk í félagsþjónustu hefði áhyggjur af ástandinu. Þá var greint frá því í febrúar síðastliðnum að starfsmenn Sólheima væru uggandi vegna breytinga í yfirstjórn. Sá ótti kom meðal annars fram í yfirlýsingu sem 53 starfsmenn Sólheima í Grímsnesi undirrituðu en þar lýstu þeir meðal annars yfir vonbrigðum með skort á samráði og því að Kristni Ólafssyni framkvæmdastjóra skyldi hafa verið vikið úr starfi. Undir hans stjórn hefði viðhorf til starfsemi Sólheima breyst til hins betra. Rétt og skylt að stíga fram Nú hafa fimm forstöðumenn á Sólheimum einnig stungið niður penna á Vísi og komið yfirboðurum sínum til varna. Undir greinina rita þau Birta Kristín Ingadóttir, verslunarstjóri Grænu könnunar og Völu, Elfa Björk Kristjánsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi og sjúkraliði Bláskóga og Fögrubrekku, Karen Ósk Sigurðardóttir, forstöðuþroskaþjálfi atvinnu-og virknisviðs, Ragnheiður Eggertsdóttir, yfirmatráður og rekstrarstjóri Sólheimaseturs og Þorvaldur Kjartansson, forstöðumaður viðhalds og framkvæmda. „Af tilefni þeirrar umfjöllunar sem nýverið hefur birst um stjórn, stjórnarformann og framkvæmdastjóra Sólheima teljum við bæði rétt og skylt að stíga fram og gera grein fyrir afstöðu okkar. Yfirlýsing þessi er sett fram fyrir hönd forstöðumanna Sólheima sem taka ekki undir þau gagnrýnisorð sem fram hafa komið opinberlega.“ Reksturinn þungur Þau rekja að undir Sólheimum starfi þrjár sjálfseignarstofnanir, Styrktarsjóður Sólheima ses., Sólheimasetur ses. og Sólheimar ses. Sú félagsþjónusta sem hefur verið til umfjöllunar heyri undir Sólheima ses. Í ársbyrjun hafi legið fyrir að rekstur Sólheima ses. stæðist ekki þau markmið sem sett hefðu verið. Sérstaklega hafi vegið þungt að framlög frá Bergrisanum hefðu dregist verulega saman á milli ára. Á sama tíma hefði launakostnaður aukist og stöðugildum fjölgað, meðal annars vegna styttingar vinnuvikunnar og aukinnar þjónustuþarfar. Í ljósi alvarlegrar fjárhagsstöðu hafi stjórn Sólheima tekið þá ákvörðun að ráða Kristínu Albertsdóttur á ný sem framkvæmdastjóra Sólheima. Kristín hefði áður gegnt starfi framkvæmdastjóra með góðum árangri og sinnt þá meðal annars því krefjandi verkefni að rétta af rekstur Sólheima ses. Samskiptin góð Þau segja samskipti samskipti við Kristínu Albertsdóttur framkvæmdastjóra og Sigurjón Þórisson stjórnarformann hafa verið fagleg, jákvæð og uppbyggileg. „Við undirrituð lýsum við hér með yfir fullum stuðningi við framkvæmdastjóra Sólheima, stjórnarformann og stjórn.“ Hvorki Kristín né Sigurjón hafa gefið kost á viðtali vegna málsins.
Sólheimar í Grímsnesi Mannauðsmál Málefni fatlaðs fólks Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Starfsmaður á Sólheimum segir kvíða og óvissu ríkja hjá starfsmönnum stofnunarinnar og að samskipti við framkvæmdastjóra séu erfið. Þá sé ekki hlustað á raddir starfsfólks sem hafi jafnvel hætt eða verið bolað úr starfi sem komi niður á þjónustu við íbúa. 17. september 2025 12:07 Kristinn ráðinn framkvæmdastjóri Sólheima Kristinn Ólafsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Sólheima ses. til fimm ára frá og með 1. júní næstkomandi. 29. maí 2023 18:00 Sigurjón Örn nýr stjórnarformaður Sólheima Sigurjón Örn Þórsson hefur verið kjörinn nýr stjórnarformaður Sólheima. 15. maí 2017 09:59 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
„Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Starfsmaður á Sólheimum segir kvíða og óvissu ríkja hjá starfsmönnum stofnunarinnar og að samskipti við framkvæmdastjóra séu erfið. Þá sé ekki hlustað á raddir starfsfólks sem hafi jafnvel hætt eða verið bolað úr starfi sem komi niður á þjónustu við íbúa. 17. september 2025 12:07
Kristinn ráðinn framkvæmdastjóri Sólheima Kristinn Ólafsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Sólheima ses. til fimm ára frá og með 1. júní næstkomandi. 29. maí 2023 18:00
Sigurjón Örn nýr stjórnarformaður Sólheima Sigurjón Örn Þórsson hefur verið kjörinn nýr stjórnarformaður Sólheima. 15. maí 2017 09:59