Innlent

Al­var­lega slasaður eftir véls­leða­slys á Lang­jökli

Jón Ísak Ragnarsson og Telma Tómasson skrifa
Horft yfir Langjökul.
Horft yfir Langjökul. RAX

Erlendur ferðamaður slasaðist alvarlega í vélsleðaslysi á Langjökli um miðjan dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um korter í þrjú vegna slyssins og flutti manninn á bráðamóttökuna á Landspítalanum í Fossvogi.

Maðurinn var í skipulagðri ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækis, að sögn Gísla Vals Arnarsonar, starfandi aðgerðarstjóra Landhelgisgæslunnar. 

Áverkar mannsins munu hafa verið alvarlegir, en ekki er vitað nánar um líðan hans. Aðstæður á vettvangi voru ágætar, kalt, ögn hvasst, en bjart og gat þyrlan því lent á jöklinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×