Sport

Erna Sól­ey nokkuð frá sínu besta

Siggeir Ævarsson skrifar
Erna Sóley býr sig undir að kasta kúlunni í morgun.
Erna Sóley býr sig undir að kasta kúlunni í morgun. EPA/ALEX PLAVEVSKI

Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir lauk keppni á HM í frjálsum íþróttum í Japan í morgun en hún hefði þurft að bæta Íslandsmet sitt um rúma 40 sentimetra til að komast upp úr riðlinum.

Frammistaða Ernu var stigvaxandi í hverju kasti. Hún kastaði kúlunni fyrst 16,42 metra, þá 16,66 metra og bætti aftur í í síðasta kastinu þegar kúlan sveif 16,87 metra. Kast upp á 19,2 metra tryggði sjálfkrafa sæti í úrslitum en alls fóru tólf keppendur áfram í úrslit og var stysta kastið 18,38 metrar.

Ernu vantaði því rétt rúman einn og hálfan meter upp á sæti í úrslitum en Íslandsmet hennar er 17,92 metrar og lengsta kast hennar í ár er 17,63 metrar. Hún endaði í 31. sæti af 35 keppendum en hún sagði í samtali við RÚV að markmiðið á mótinu væri fyrst og fremst að enda tímabilið vel eftir brösótt gengi í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×