Trump og Selenskí funda á ný Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. september 2025 13:16 Þetta yrði þriðji fundur forsetanna sem hittust síðan þann 18. ágúst. EPA Forseti Úkraínu og forseti Bandaríkjanna koma til með að funda á ný í næstu viku á þingi Sameinuðu þjóðanna. Úkraínuforseti segist ætla ræða viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gagnvart Rússum. Þetta verður þriðji fundur forsetanna tveggja frá því að kjörtímabil Donalds Trump Bandaríkjaforseta hófst í janúar. Fundurinn mun eiga sér stað á þingi Sameinuðu þjóðanna í New York í næstu viku. Á fundi með blaðamönnum sagðist Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti ætla að hvetja Trump til að beita Rússa viðskiptaþvingunum. Hann sagðist þá búast við að Rússar yrðu beittir frekari viðskiptaþvingunum skyldi Vladimír Pútín Rússlandsforseti halda áfram að neita beiðni Selenskí um fund, augnliti til augnlitis, þar sem hægt væri að ræða vopnahlé. Í umfjöllun The Guardian kemur fram að Trump hefur ítrekað hótað því að beita Rússum viðskiptaþvingunum, en aldrei staðið við hótanirnar eða sett einhvers konar skilmála fyrir þeim. Í síðustu viku sagði Bandaríkjaforsetinn að hann myndi beita þvingununum ef að öll aðildarríki í Atlantshafsbandalaginu myndu hætta að kaupa olíu af Rússum og myndu setja tolla á innfluttar vörur frá Kína. Einu löndin í Evrópu sem enn kaupa olíu af Rússum eru Ungverjaland og Slóvakía. „Trump forseti býst við sterkum viðbrögðum frá Evrópu. Ég held að við séum að eyða miklum tíma ef viðskiptaþvinganir verða svo eki settar á eða engin skref verða tekin,“ segir Selenskí. Selenskí vill einnig ræða við Trump um hvaða öryggisráðstafanir Bandaríkjamenn geti veitt þeim í friðarviðræðum. Olena Selenskí, eiginkona Úkraínuforsetans, verður „líklegast“ með honum í för og kemur til með að funda með Melania Trump, eiginkonu Bandaríkjaforseta. Þeirra fundur mun snúast um hvernig sækja eigi úkraínsku börnin sem að Rússar hafa rænt. Úkraína Rússland Bandaríkin Donald Trump Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Sjá meira
Þetta verður þriðji fundur forsetanna tveggja frá því að kjörtímabil Donalds Trump Bandaríkjaforseta hófst í janúar. Fundurinn mun eiga sér stað á þingi Sameinuðu þjóðanna í New York í næstu viku. Á fundi með blaðamönnum sagðist Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti ætla að hvetja Trump til að beita Rússa viðskiptaþvingunum. Hann sagðist þá búast við að Rússar yrðu beittir frekari viðskiptaþvingunum skyldi Vladimír Pútín Rússlandsforseti halda áfram að neita beiðni Selenskí um fund, augnliti til augnlitis, þar sem hægt væri að ræða vopnahlé. Í umfjöllun The Guardian kemur fram að Trump hefur ítrekað hótað því að beita Rússum viðskiptaþvingunum, en aldrei staðið við hótanirnar eða sett einhvers konar skilmála fyrir þeim. Í síðustu viku sagði Bandaríkjaforsetinn að hann myndi beita þvingununum ef að öll aðildarríki í Atlantshafsbandalaginu myndu hætta að kaupa olíu af Rússum og myndu setja tolla á innfluttar vörur frá Kína. Einu löndin í Evrópu sem enn kaupa olíu af Rússum eru Ungverjaland og Slóvakía. „Trump forseti býst við sterkum viðbrögðum frá Evrópu. Ég held að við séum að eyða miklum tíma ef viðskiptaþvinganir verða svo eki settar á eða engin skref verða tekin,“ segir Selenskí. Selenskí vill einnig ræða við Trump um hvaða öryggisráðstafanir Bandaríkjamenn geti veitt þeim í friðarviðræðum. Olena Selenskí, eiginkona Úkraínuforsetans, verður „líklegast“ með honum í för og kemur til með að funda með Melania Trump, eiginkonu Bandaríkjaforseta. Þeirra fundur mun snúast um hvernig sækja eigi úkraínsku börnin sem að Rússar hafa rænt.
Úkraína Rússland Bandaríkin Donald Trump Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Sjá meira