Trump og Selenskí funda á ný Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. september 2025 13:16 Þetta yrði þriðji fundur forsetanna sem hittust síðan þann 18. ágúst. EPA Forseti Úkraínu og forseti Bandaríkjanna koma til með að funda á ný í næstu viku á þingi Sameinuðu þjóðanna. Úkraínuforseti segist ætla ræða viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gagnvart Rússum. Þetta verður þriðji fundur forsetanna tveggja frá því að kjörtímabil Donalds Trump Bandaríkjaforseta hófst í janúar. Fundurinn mun eiga sér stað á þingi Sameinuðu þjóðanna í New York í næstu viku. Á fundi með blaðamönnum sagðist Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti ætla að hvetja Trump til að beita Rússa viðskiptaþvingunum. Hann sagðist þá búast við að Rússar yrðu beittir frekari viðskiptaþvingunum skyldi Vladimír Pútín Rússlandsforseti halda áfram að neita beiðni Selenskí um fund, augnliti til augnlitis, þar sem hægt væri að ræða vopnahlé. Í umfjöllun The Guardian kemur fram að Trump hefur ítrekað hótað því að beita Rússum viðskiptaþvingunum, en aldrei staðið við hótanirnar eða sett einhvers konar skilmála fyrir þeim. Í síðustu viku sagði Bandaríkjaforsetinn að hann myndi beita þvingununum ef að öll aðildarríki í Atlantshafsbandalaginu myndu hætta að kaupa olíu af Rússum og myndu setja tolla á innfluttar vörur frá Kína. Einu löndin í Evrópu sem enn kaupa olíu af Rússum eru Ungverjaland og Slóvakía. „Trump forseti býst við sterkum viðbrögðum frá Evrópu. Ég held að við séum að eyða miklum tíma ef viðskiptaþvinganir verða svo eki settar á eða engin skref verða tekin,“ segir Selenskí. Selenskí vill einnig ræða við Trump um hvaða öryggisráðstafanir Bandaríkjamenn geti veitt þeim í friðarviðræðum. Olena Selenskí, eiginkona Úkraínuforsetans, verður „líklegast“ með honum í för og kemur til með að funda með Melania Trump, eiginkonu Bandaríkjaforseta. Þeirra fundur mun snúast um hvernig sækja eigi úkraínsku börnin sem að Rússar hafa rænt. Úkraína Rússland Bandaríkin Donald Trump Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Sjá meira
Þetta verður þriðji fundur forsetanna tveggja frá því að kjörtímabil Donalds Trump Bandaríkjaforseta hófst í janúar. Fundurinn mun eiga sér stað á þingi Sameinuðu þjóðanna í New York í næstu viku. Á fundi með blaðamönnum sagðist Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti ætla að hvetja Trump til að beita Rússa viðskiptaþvingunum. Hann sagðist þá búast við að Rússar yrðu beittir frekari viðskiptaþvingunum skyldi Vladimír Pútín Rússlandsforseti halda áfram að neita beiðni Selenskí um fund, augnliti til augnlitis, þar sem hægt væri að ræða vopnahlé. Í umfjöllun The Guardian kemur fram að Trump hefur ítrekað hótað því að beita Rússum viðskiptaþvingunum, en aldrei staðið við hótanirnar eða sett einhvers konar skilmála fyrir þeim. Í síðustu viku sagði Bandaríkjaforsetinn að hann myndi beita þvingununum ef að öll aðildarríki í Atlantshafsbandalaginu myndu hætta að kaupa olíu af Rússum og myndu setja tolla á innfluttar vörur frá Kína. Einu löndin í Evrópu sem enn kaupa olíu af Rússum eru Ungverjaland og Slóvakía. „Trump forseti býst við sterkum viðbrögðum frá Evrópu. Ég held að við séum að eyða miklum tíma ef viðskiptaþvinganir verða svo eki settar á eða engin skref verða tekin,“ segir Selenskí. Selenskí vill einnig ræða við Trump um hvaða öryggisráðstafanir Bandaríkjamenn geti veitt þeim í friðarviðræðum. Olena Selenskí, eiginkona Úkraínuforsetans, verður „líklegast“ með honum í för og kemur til með að funda með Melania Trump, eiginkonu Bandaríkjaforseta. Þeirra fundur mun snúast um hvernig sækja eigi úkraínsku börnin sem að Rússar hafa rænt.
Úkraína Rússland Bandaríkin Donald Trump Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Sjá meira