Enski boltinn

Fyrr­verandi þjálfari Liver­pool látinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Matt Beard stýrði kvennaliði Liverpool lengi vel.
Matt Beard stýrði kvennaliði Liverpool lengi vel. Matt McNulty/Getty Images

Matt Beard, fyrrverandi þjálfari kvennaliðs enska knattspyrnufélagsins Liverpool, er látinn. Hann var 47 ára gamall.

Beard stýrði kvennaliði Liverpool fyrst frá 2012 til 2015 og svo aftur frá 2021 til 2025. Var hann því þjálfari liðsins þegar Katrín Ómarsdóttir lék með því frá 2013 til 2015. 

Hann þjálfaði einnig hjá kvennaliðum Chelsea, Millwall, West Ham United og nú síðast Burnley. 

Beard skilur eftir sig eiginkonu, Debbie, og tvö börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×