Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. september 2025 20:50 Bragi Bjarnason, bæjarstjóri heldur hér stoltur á viðurkenningunni en með honum eru þeir Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands (t.h.) og Hafberg Þórisson, styrktaraðili verkefnisins. Tréð sést á milli þeirra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tré ársins 2025 er magnað tré, sem vex í kletti nánast í miðri Ölfusá við Selfoss. Um er að ræða rúmlega fjörutíu ára gamalt sitkagreni, sem er orðið vel yfir níu metrar á hæð. Tréð var útnefnd af Skógræktarfélagi Íslands í gær á bökkum Ölfusár þar sem fjöldi fólks kom saman til að taka þátt í athöfninni. Bæjarstjóri Árborgar tók á móti viðurkenningunni og svo var boðið upp á tónlistarflutning, ræður, veitingar og skógakaffi að hætti Skógræktarmanna. Tréð vex í svonefndum Jórukletti þar sem tröllskessan Jóra kemur við sögu samkvæmt gömlum heimildum. „Það hefur vaxið hérna við mjög erfið skilyrði, náð að halda velli þrátt fyrir storma og jökulkrapa, sem hefur komið hérna og skollið á klettinum og jafnvel farið aðeins upp á hann,“ segir Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands. Spilað var á trompeta og túbur við athöfnina á bökkum Ölfusár. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skógfræðingar hafa mælt tréð og niðurstaðan er sú að það er 9 metrar og 40 sentimetra hátt og það er rúmlega 40 ára gamalt en hvernig það varð til í klettinum virðist engin vita. Tréð var mælt í gær og var niðurstaðan sú að það sé 9 metrar og 40 sentímetrar á hæð og aldur þess sé rúmlega 40 ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, þetta vekur athygli, við sjáum það að ferðamenn eru mjög duglegir að taka myndir hérna og í rauninni heimamenn líka því í árstíðarlitunum er mjög skemmtilegt að sjá tréð“, segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg. Bragi segir að jólaljós verði tendruð á trénu fyrir jól. Hér sést tréð vel á klettinum í Ölfusá við Selfoss. Formaður Skógræktarfélags Selfoss er að sjálfsögðu alsæll með Tré ársins en hvað finnst honum merkilegast við tréð? „Ég held að það sé nú að það skuli hanga þarna yfirleitt uppi í öllum veðrum. Þetta er orðið það hátt tré að maður býst alveg eins við að það fjúki í einhverju rokinu,“ segir Örn Óskarsson en þess má geta að Skógræktarfélag Selfoss fagnar 40 ára afmæli 1. október en haldið verður upp á það laugardaginn 4. október. Örn Óskarsson, formaður Skógræktarfélags Selfoss með barnabörnum sínum við athöfnina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Skógrækt og landgræðsla Tré Tengdar fréttir Tímamótatré valið tré ársins Í fyrsta sinn frá því fyrir ísöld stendur nú þrjátíu metra hátt tré á Íslandi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sló máli á hæsta tré landsins í dag og reyndist það vera 30,15 metrar á hæð. 12. september 2022 22:57 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Tréð var útnefnd af Skógræktarfélagi Íslands í gær á bökkum Ölfusár þar sem fjöldi fólks kom saman til að taka þátt í athöfninni. Bæjarstjóri Árborgar tók á móti viðurkenningunni og svo var boðið upp á tónlistarflutning, ræður, veitingar og skógakaffi að hætti Skógræktarmanna. Tréð vex í svonefndum Jórukletti þar sem tröllskessan Jóra kemur við sögu samkvæmt gömlum heimildum. „Það hefur vaxið hérna við mjög erfið skilyrði, náð að halda velli þrátt fyrir storma og jökulkrapa, sem hefur komið hérna og skollið á klettinum og jafnvel farið aðeins upp á hann,“ segir Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands. Spilað var á trompeta og túbur við athöfnina á bökkum Ölfusár. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skógfræðingar hafa mælt tréð og niðurstaðan er sú að það er 9 metrar og 40 sentimetra hátt og það er rúmlega 40 ára gamalt en hvernig það varð til í klettinum virðist engin vita. Tréð var mælt í gær og var niðurstaðan sú að það sé 9 metrar og 40 sentímetrar á hæð og aldur þess sé rúmlega 40 ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, þetta vekur athygli, við sjáum það að ferðamenn eru mjög duglegir að taka myndir hérna og í rauninni heimamenn líka því í árstíðarlitunum er mjög skemmtilegt að sjá tréð“, segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg. Bragi segir að jólaljós verði tendruð á trénu fyrir jól. Hér sést tréð vel á klettinum í Ölfusá við Selfoss. Formaður Skógræktarfélags Selfoss er að sjálfsögðu alsæll með Tré ársins en hvað finnst honum merkilegast við tréð? „Ég held að það sé nú að það skuli hanga þarna yfirleitt uppi í öllum veðrum. Þetta er orðið það hátt tré að maður býst alveg eins við að það fjúki í einhverju rokinu,“ segir Örn Óskarsson en þess má geta að Skógræktarfélag Selfoss fagnar 40 ára afmæli 1. október en haldið verður upp á það laugardaginn 4. október. Örn Óskarsson, formaður Skógræktarfélags Selfoss með barnabörnum sínum við athöfnina.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Skógrækt og landgræðsla Tré Tengdar fréttir Tímamótatré valið tré ársins Í fyrsta sinn frá því fyrir ísöld stendur nú þrjátíu metra hátt tré á Íslandi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sló máli á hæsta tré landsins í dag og reyndist það vera 30,15 metrar á hæð. 12. september 2022 22:57 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Tímamótatré valið tré ársins Í fyrsta sinn frá því fyrir ísöld stendur nú þrjátíu metra hátt tré á Íslandi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sló máli á hæsta tré landsins í dag og reyndist það vera 30,15 metrar á hæð. 12. september 2022 22:57