Fótbolti

Jafn­tefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins

Siggeir Ævarsson skrifar
Eddie Howe hefur ekki enn fundið leið til að skora á útivelli þetta tímabilið
Eddie Howe hefur ekki enn fundið leið til að skora á útivelli þetta tímabilið EPA/ADAM VAUGHAN

Tveir leikir fóru fram klukkan 13:00 í ensku úrvalsdeildinni í dag og voru þeir nokkuð tíðindalitlir en báðum leikjum lauk með jafntefli.

Bournemouth tók á móti Newcastle í leik sem var einfaldlega steindauður í fyrri hálfleik. Það lifnaði aðeins yfir leiknum í seinni en hvorugu liðinu tókst þó að skora en Newcastle hefur gert þrjú markalaus jafntefli á útivelli í fyrstu fimm umferðunum.

Í hinum leiknum mættust Sunderland og Aston Villa og þar var boðið upp á aðeins meira fjör, tvö mörk og beint rautt spjald.

Reinildo Mandava, varnarmaður Sunderland sparkaði í klofið á Matty Cash eftir að boltinn var kominn úr leik og fékk að launum rautt spjald. Sparkið virtist þó ekki há Cash mikið sem skoraði mark Villa í leiknum á 67. mínútu en Wilson Isidor jafnaði metin á 75. og þar við sat.

Stórleikur umferðarinnar er svo síðasti leikur hennar, viðureign Arsenal og Manchester City, sem hefst núna klukkan 15:30 og er í beinni textalýsingu á Vísi og í beinni útsendingu á Sýn Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×