Innlent

Um­ferðar­slys við Hval­fjarðar­göngin

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Fjöldi viðbragðsaðila er á leið á vettvang.
Fjöldi viðbragðsaðila er á leið á vettvang. Vísir/Aðsend

Umferðarslys átti sér stað við Hvalfjarðargöngin á fjórða tímanum í dag. Göngunum var lokað um tíma vegna þess en eru nú aftur opin.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu fóru bæði slökkviliðsbílar og sjúkrabílar á vettvang.

„Við erum komnir. Þetta eru tveir bílar og allaveganna einn kominn inn í sjúkrabíl,“ segir Lárus Steindór Björnsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. RÚV greinir frá að tveir hafi verið fluttir á slysadeild.

Sjónarvottur segir að fólksbíll og flutningabíll hafi lent saman Reykjavíkurmegin við göngin. Þá sé fjöldi viðbragðsaðila á leiðinni.

Á vef Vegagerðarinnar segir að Hvalfjarðargöngunum, sem var lokað um tíma vegna slyssins, hafa aftur verið opnuð.

Mikil röð myndaðist vestan ganganna á meðan akandi biðu eftir að göngin yrðu opnuð á ný.Aðsend

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×