„Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 21. september 2025 17:24 Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar. Vísir/Diego Þróttur tapaði gegn HK í seinni leik einvígis liðanna í Lengjudeild karla. Fyrri leikurinn fór 4-3 fyrir HK og höfðu gestirnir einnig betur í dag 3-2. Tímabili Þróttara því lokið Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttar ræddi við Vísi eftir leik og var fámáll þegar hann var spurður um tilfinningar sínar að loknum leiknum. „Ég er leiður. Miðað við það sem strákarnir eru búnir að leggja á sig í sumar þá er ég mjög svekktur að ná ekki markmiðinu.“ HK fékk víti snemma í leiknum eftir umdeilda ákvörðun dómarans sem dæmdi víti á Eirík Blöndal varnarmann Þróttar. Sigurvin tók ekki undir orð blaðamanns að ákvörðunin hafi verið umdeild. „Nei þetta er ekki umdeilt. Þetta var ekki víti, það þarf ekkert að ræða það frekar. Það er auðvitað ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif á niðurstöðu þessa leiks.“ „Þetta var ágætis leikur hjá okkur, ekkert sá besti. Við erum allt í einu komnir tveimur mörkum undir í einvíginu eftir tvær mínútur af þessum leik. Fannst við sína gríðarlegan karakter að koma til baka tvívegis. Herjum þá á þá þannig eitthvað hlaut undan að láta. Ég get augljóslega ekki kvartað yfir mínum mönnum og þeirra framlagi í dag.“ „Það þurfti eitthvað meira í dag. Það þurfti betri ákvarðanir dómara og meiri heppni. Erum klaufar að hleypa inn marki úr horni. Ég held reyndar að fyrra markið úr horni sé líka brot. Það er allavega einhverskonar líkamsárás sem á sér stað þar sem endar með marki.“ Lið Þróttar er ungt en verið gríðarlega öflugt í sumar. Sigurvin taldi sig ekki hafa svarið á reiðum höndum strax um hvað hefði farið úrskeiðis en liðið tapaði fjórum síðustu leikjum tímabilsins eftir að hafa verið með pálmann í höndunum þegar tvær umferðir voru eftir af deildarkeppninni. „Þetta verða einhverjar getgátur. Einhverjir geta sagt að þetta sé reynsluleysi en mér finnst það ekki. Mér fannst frammistaðan í öllum þessum leikjum ekki þannig að við höfum farið á taugum. „Við gerðum mistök en gerum það í öllum leikjum. Það var engin leikmaður sem brást liðinu vegna þess að hann var of stressaður. Við reyndum að vera trúir okkar hugmyndafræði og skipulagi í þessum leikjum, það hafði gengið vel fyrir það. Við lögðum allt undir.“ Þrótturum var spáð fjórða sæti deildarinnar og fáir sem gerðu ráð fyrir liðinu í baráttu um efstu sætin en Sigurvin átti erfitt með að meta frammistöðuna eftir vonbrigði dagsins. „Gott tímabil endar með einhverjum verðlaunum. Fyrir mér skiptir ekki hvort við endum í sjöunda sæti eða þriðja. Auðvitað tökum við þetta með okkur og við spilum að mínu mati vel. Tökum frammistöðuna inn í næsta tímabil.“ „Við erum þrisvar sinnum nálægt því að komast upp sem hefði kannski alveg verið óvænt. Ég er allavega strax farinn að hugsa hvernig við klárum þetta verkefni á næsta ári.“ Þróttarar eru með unga leikmenn sem hafa verið orðaðir við lið í efstu deild. Hvað tekur við hjá Þrótti: „Það eru allir á samningu eða flestir. Þeir eru auðvitað mannlegir og eru niðurbrotnir að hafa misst af þessu tækifæri. Það sem drepur mann ekki það herðir mann.“ Fótbolti Íslenski boltinn Lengjubikar karla Þróttur Reykjavík Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttar ræddi við Vísi eftir leik og var fámáll þegar hann var spurður um tilfinningar sínar að loknum leiknum. „Ég er leiður. Miðað við það sem strákarnir eru búnir að leggja á sig í sumar þá er ég mjög svekktur að ná ekki markmiðinu.“ HK fékk víti snemma í leiknum eftir umdeilda ákvörðun dómarans sem dæmdi víti á Eirík Blöndal varnarmann Þróttar. Sigurvin tók ekki undir orð blaðamanns að ákvörðunin hafi verið umdeild. „Nei þetta er ekki umdeilt. Þetta var ekki víti, það þarf ekkert að ræða það frekar. Það er auðvitað ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif á niðurstöðu þessa leiks.“ „Þetta var ágætis leikur hjá okkur, ekkert sá besti. Við erum allt í einu komnir tveimur mörkum undir í einvíginu eftir tvær mínútur af þessum leik. Fannst við sína gríðarlegan karakter að koma til baka tvívegis. Herjum þá á þá þannig eitthvað hlaut undan að láta. Ég get augljóslega ekki kvartað yfir mínum mönnum og þeirra framlagi í dag.“ „Það þurfti eitthvað meira í dag. Það þurfti betri ákvarðanir dómara og meiri heppni. Erum klaufar að hleypa inn marki úr horni. Ég held reyndar að fyrra markið úr horni sé líka brot. Það er allavega einhverskonar líkamsárás sem á sér stað þar sem endar með marki.“ Lið Þróttar er ungt en verið gríðarlega öflugt í sumar. Sigurvin taldi sig ekki hafa svarið á reiðum höndum strax um hvað hefði farið úrskeiðis en liðið tapaði fjórum síðustu leikjum tímabilsins eftir að hafa verið með pálmann í höndunum þegar tvær umferðir voru eftir af deildarkeppninni. „Þetta verða einhverjar getgátur. Einhverjir geta sagt að þetta sé reynsluleysi en mér finnst það ekki. Mér fannst frammistaðan í öllum þessum leikjum ekki þannig að við höfum farið á taugum. „Við gerðum mistök en gerum það í öllum leikjum. Það var engin leikmaður sem brást liðinu vegna þess að hann var of stressaður. Við reyndum að vera trúir okkar hugmyndafræði og skipulagi í þessum leikjum, það hafði gengið vel fyrir það. Við lögðum allt undir.“ Þrótturum var spáð fjórða sæti deildarinnar og fáir sem gerðu ráð fyrir liðinu í baráttu um efstu sætin en Sigurvin átti erfitt með að meta frammistöðuna eftir vonbrigði dagsins. „Gott tímabil endar með einhverjum verðlaunum. Fyrir mér skiptir ekki hvort við endum í sjöunda sæti eða þriðja. Auðvitað tökum við þetta með okkur og við spilum að mínu mati vel. Tökum frammistöðuna inn í næsta tímabil.“ „Við erum þrisvar sinnum nálægt því að komast upp sem hefði kannski alveg verið óvænt. Ég er allavega strax farinn að hugsa hvernig við klárum þetta verkefni á næsta ári.“ Þróttarar eru með unga leikmenn sem hafa verið orðaðir við lið í efstu deild. Hvað tekur við hjá Þrótti: „Það eru allir á samningu eða flestir. Þeir eru auðvitað mannlegir og eru niðurbrotnir að hafa misst af þessu tækifæri. Það sem drepur mann ekki það herðir mann.“
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjubikar karla Þróttur Reykjavík Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira