PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar 21. september 2025 22:00 Það er alltaf sjokk þegar einhver náinn manni greinist með lífsógnandi sjúkdóm eða aðra alvarlega heilsukvilla. Það er líka oft léttir ef viðkomandi greinist nægilega snemma svo auðvelt sé að meðhöndla meinið og jafnvel koma í veg fyrir frekari skerðingu á lífsgæðum seinna á lífsleiðinni. Við erum flest forrituð til að vilja “byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann” og gerum við það á ýmsum sviðum með allskonar snemmtækri íhlutun, áhættumati, forvörnum og fræðslu. Til eru langvinnir sjúkdómar sem og sykursýki af tegund 1 sem ekki er hægt að fyrirbyggja eða lækna og meðferð er lífsnauðsynleg til að sjúklingar lifi af (WHO, 2024). Sem betur fer hafa vísindin og reynslan sýnt fram á að fyrir marga sjúkdóma og heilsukvilla má með réttri meðferð og forvörnum bæði draga verulega úr líkum á þeim og minnka hættuna á að þeir hafi alvarleg áhrif á lífsgæði fólks með tilheyrandi kostnað fyrir heilbrigðiskerfið. Almennar forvarnir gegn slíkum sjúkdómum og snemmtækt inngrip skipta því sköpum til að minnka áhrif þessara sjúkdóma á lífsgæði einstaklinga og eins samfélagsins í heild. Hvað er PCOS? Fjölblöðrueggjastokkaheilkenni eða PCOS (e. polycystic ovary syndrome) er innkirtla sjúkdómur sem veldur hormónaójafnvægi hjá konum og öðrum sem fæðast með kvenlíffæri. Talið er að um eitt af hverjum 10 sem fæðast með kvenlíffæri séu með sjúkdóminn og þar af séu um 70 prósent vangreind. Heilkennið er meðal algengustu innkirtlasjúkdóma hjá konum á barneignaraldri og er leiðandi orsök frjósemisvanda. Vegna tengingar við ófrjósemi þá uppgötvast PCOS oft ekki fyrr en hugað er að barneignum og ekkert gengur (WHO, 2025). Það algengur misskilningur, bæði innan heilbrigðiskerfis og utan þess, að frjósemi sé það eina sem PCOS hefur áhrif á. Færri vita er að PCOS er flókið efnaskiptaheilkenni sem orsakast af fjölþættum áhrifum. Í stuttu máli orsakast PCOS af samspili erfða, hormónatruflana og jafnvel insúlínviðnáms. Eins eru ýmsir aðrir þættir sem geta haft áhrif. Þetta er ekki eitthvað sem þú hefur gert til að fá, heldur flókið ástand sem stafar af mörgum samverkandi orsökum. Þetta er þó eitthvað sem hægt er að minnka líkur á að hafi veruleg áhrif á lífsgæði þín, fáir þú greiningu tímanlega og rétta meðferð. PCOS og Insúlínviðnám Talið er að allt að 80% einstaklinga með PCOS séu með insúlínviðnám, óháð líkamsþyngd. Insúlínviðnám felur í sér að frumur bregðast illa við insúlíni, hormóni sem sér um að hleypa sykri úr blóði inn í frumur. Líkaminn bregst við með því að framleiða meira insúlín, sem heldur blóðsykri tímabundið í lagi en leiðir til hás insúlínmagns (hyperinsulinemia). Án íhlutunar getur þetta þróast í forsykursýki og að lokum sykursýki af tegund 2, langvinnan sjúkdóm sem getur skaðað mörg líffærakerfi ef stjórn næst ekki (WHO, 2024). Insúlínviðnám eitt og sér getur orsakað svokallaða lífstílstengda sjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma, heilabilun, fitulifur og fleira og því má segja að þau sem hafa PCOS séu líklegri til að þróa með sér þessa sjúkdóma. Fleiri áhættuþættir PCOS Insúlínviðnám er langt frá því að vera eini áhættuþáttur PCOS og er fólk með PCOS líklegra til að þróa ýmis heilsufarsvandamál á lífsleiðinni hvort sem insúlínviðnám sé til staðar eða ekki. Hjarta og æðasjúkdómar eru líklegri þar sem hár blóðþrýstingur og hátt kólesteról fylgja oft á tíðum heilkenninu. Óreglulegar blæðingar eða tíðateppa í mörg ár, sem er eitt lykileinkenna PCOS (þarf þó ekki alltaf að vera til staðar) getur valdið legbolskrabbameini, þótt líkur séu litlar og hægt að lágmarka þær með ýmsum aðferðum til að stjórna blæðingum. Svo má ekki gleyma einkennum sem hafa áhrif á andlega heilsu. Hormónaójafnvægið, sem oft veldur líkamlegum einkennum eins og bólóttri húð, kviðfitu, háum kollvikum, hárvexti í andliti og á líkama, getur leitt til lágrar sjálfsmyndar, þunglyndis og kvíða. Bæði PCOS og insúlínviðnám geta gert þyngdarstjórnun erfiða og þau sem hafa PCOS líkleg til að þróa með sér átröskun því oftar en ekki fá þau skilaboð frá heilbrigðisstarfsfólki og samfélaginu í heild að það verði bara að vera duglegra að reyna að létta sig. Hvort er í raun ódýrara? Heilsan eða heilsuleysið? Í upphafi var spurt hvort ódýrara að væri að heilsu eða meðhöndla veikindi? Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (e. World Health Organization eða WHO) hefur ítrekað bent á að forvarnir gegn sjúkdómum eins og sykursýki af tegund tvö og hjarta- og æðasjúkdómum geti sparað samfélögum gríðarlega fjármuni. Nú er vitað að PCOS eykur líkur á þessum sjúkdómum. Fólk með PCOS lendir ítrekað í því að fá greininguna seint og oft þegar í óefni er komið. Rannsóknir á fyrirbyggjandi meðferð skortir og áhuginn á að spýta í lófana þar er ekki mikill. Sem dæmi má nefna lyf á borð við Ozempic, Saxenda og Wegovy. Öll hafa þessi lyf gefið góða raun fyrir mörg með PCOS. Samt fáum við þau ekki niðurgreidd nema vera orðin langt leidd, komin með sykursýki tvö eða himin hátt BMI. Væri ekki nær að byrgja brunninn áður en við dettum ofan í hann? Málþing PCOS samtaka Íslands 25. September 2025 PCOS samtök Íslands standa fyrir málþingi næstkomandi fimmtudag 25. September klukkan 18:30 í sal Íslenskrar Erfðagreiningar, Sturlugötu 8 í Reykjavík. Þrjú erindi eru á dagskránni: Ragnheiður Valdimarsdóttir, kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir, sem mun ræða um PCOS og frjósemi. Tekla Hrund Karlsdóttir, læknir, sem mun fjalla um insúlínviðnám og bjargráð við því. Ragnhildur Þórðardóttir (Ragga Nagli) sálfræðingur, mun svo ljúka málþinginu með því að fjalla um mörk og hversu mikilvæg þau eru fyrir andlega og líkamlega heilsu okkar. Frítt er inn fyrir meðlimi PCOS samtakanna og allt heilbrigðisstarfsfólk. 1000 krónur kostar inn fyrir aðra. Við hvetjum alla til að koma og sjá þessi mikilvægu erindi. Léttar veitingar verða í boði. Nánari upplýsingar um málþingið má finna hér. Loks er vert að minna á vefsíðu PCOS samtaka Íslands pcossamtok.is, sem fagnar árs afmæli um þessar mundir. Höfundur er stjórnarkona í PCOS samtökum Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Skoðun Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Sjá meira
Það er alltaf sjokk þegar einhver náinn manni greinist með lífsógnandi sjúkdóm eða aðra alvarlega heilsukvilla. Það er líka oft léttir ef viðkomandi greinist nægilega snemma svo auðvelt sé að meðhöndla meinið og jafnvel koma í veg fyrir frekari skerðingu á lífsgæðum seinna á lífsleiðinni. Við erum flest forrituð til að vilja “byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann” og gerum við það á ýmsum sviðum með allskonar snemmtækri íhlutun, áhættumati, forvörnum og fræðslu. Til eru langvinnir sjúkdómar sem og sykursýki af tegund 1 sem ekki er hægt að fyrirbyggja eða lækna og meðferð er lífsnauðsynleg til að sjúklingar lifi af (WHO, 2024). Sem betur fer hafa vísindin og reynslan sýnt fram á að fyrir marga sjúkdóma og heilsukvilla má með réttri meðferð og forvörnum bæði draga verulega úr líkum á þeim og minnka hættuna á að þeir hafi alvarleg áhrif á lífsgæði fólks með tilheyrandi kostnað fyrir heilbrigðiskerfið. Almennar forvarnir gegn slíkum sjúkdómum og snemmtækt inngrip skipta því sköpum til að minnka áhrif þessara sjúkdóma á lífsgæði einstaklinga og eins samfélagsins í heild. Hvað er PCOS? Fjölblöðrueggjastokkaheilkenni eða PCOS (e. polycystic ovary syndrome) er innkirtla sjúkdómur sem veldur hormónaójafnvægi hjá konum og öðrum sem fæðast með kvenlíffæri. Talið er að um eitt af hverjum 10 sem fæðast með kvenlíffæri séu með sjúkdóminn og þar af séu um 70 prósent vangreind. Heilkennið er meðal algengustu innkirtlasjúkdóma hjá konum á barneignaraldri og er leiðandi orsök frjósemisvanda. Vegna tengingar við ófrjósemi þá uppgötvast PCOS oft ekki fyrr en hugað er að barneignum og ekkert gengur (WHO, 2025). Það algengur misskilningur, bæði innan heilbrigðiskerfis og utan þess, að frjósemi sé það eina sem PCOS hefur áhrif á. Færri vita er að PCOS er flókið efnaskiptaheilkenni sem orsakast af fjölþættum áhrifum. Í stuttu máli orsakast PCOS af samspili erfða, hormónatruflana og jafnvel insúlínviðnáms. Eins eru ýmsir aðrir þættir sem geta haft áhrif. Þetta er ekki eitthvað sem þú hefur gert til að fá, heldur flókið ástand sem stafar af mörgum samverkandi orsökum. Þetta er þó eitthvað sem hægt er að minnka líkur á að hafi veruleg áhrif á lífsgæði þín, fáir þú greiningu tímanlega og rétta meðferð. PCOS og Insúlínviðnám Talið er að allt að 80% einstaklinga með PCOS séu með insúlínviðnám, óháð líkamsþyngd. Insúlínviðnám felur í sér að frumur bregðast illa við insúlíni, hormóni sem sér um að hleypa sykri úr blóði inn í frumur. Líkaminn bregst við með því að framleiða meira insúlín, sem heldur blóðsykri tímabundið í lagi en leiðir til hás insúlínmagns (hyperinsulinemia). Án íhlutunar getur þetta þróast í forsykursýki og að lokum sykursýki af tegund 2, langvinnan sjúkdóm sem getur skaðað mörg líffærakerfi ef stjórn næst ekki (WHO, 2024). Insúlínviðnám eitt og sér getur orsakað svokallaða lífstílstengda sjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma, heilabilun, fitulifur og fleira og því má segja að þau sem hafa PCOS séu líklegri til að þróa með sér þessa sjúkdóma. Fleiri áhættuþættir PCOS Insúlínviðnám er langt frá því að vera eini áhættuþáttur PCOS og er fólk með PCOS líklegra til að þróa ýmis heilsufarsvandamál á lífsleiðinni hvort sem insúlínviðnám sé til staðar eða ekki. Hjarta og æðasjúkdómar eru líklegri þar sem hár blóðþrýstingur og hátt kólesteról fylgja oft á tíðum heilkenninu. Óreglulegar blæðingar eða tíðateppa í mörg ár, sem er eitt lykileinkenna PCOS (þarf þó ekki alltaf að vera til staðar) getur valdið legbolskrabbameini, þótt líkur séu litlar og hægt að lágmarka þær með ýmsum aðferðum til að stjórna blæðingum. Svo má ekki gleyma einkennum sem hafa áhrif á andlega heilsu. Hormónaójafnvægið, sem oft veldur líkamlegum einkennum eins og bólóttri húð, kviðfitu, háum kollvikum, hárvexti í andliti og á líkama, getur leitt til lágrar sjálfsmyndar, þunglyndis og kvíða. Bæði PCOS og insúlínviðnám geta gert þyngdarstjórnun erfiða og þau sem hafa PCOS líkleg til að þróa með sér átröskun því oftar en ekki fá þau skilaboð frá heilbrigðisstarfsfólki og samfélaginu í heild að það verði bara að vera duglegra að reyna að létta sig. Hvort er í raun ódýrara? Heilsan eða heilsuleysið? Í upphafi var spurt hvort ódýrara að væri að heilsu eða meðhöndla veikindi? Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (e. World Health Organization eða WHO) hefur ítrekað bent á að forvarnir gegn sjúkdómum eins og sykursýki af tegund tvö og hjarta- og æðasjúkdómum geti sparað samfélögum gríðarlega fjármuni. Nú er vitað að PCOS eykur líkur á þessum sjúkdómum. Fólk með PCOS lendir ítrekað í því að fá greininguna seint og oft þegar í óefni er komið. Rannsóknir á fyrirbyggjandi meðferð skortir og áhuginn á að spýta í lófana þar er ekki mikill. Sem dæmi má nefna lyf á borð við Ozempic, Saxenda og Wegovy. Öll hafa þessi lyf gefið góða raun fyrir mörg með PCOS. Samt fáum við þau ekki niðurgreidd nema vera orðin langt leidd, komin með sykursýki tvö eða himin hátt BMI. Væri ekki nær að byrgja brunninn áður en við dettum ofan í hann? Málþing PCOS samtaka Íslands 25. September 2025 PCOS samtök Íslands standa fyrir málþingi næstkomandi fimmtudag 25. September klukkan 18:30 í sal Íslenskrar Erfðagreiningar, Sturlugötu 8 í Reykjavík. Þrjú erindi eru á dagskránni: Ragnheiður Valdimarsdóttir, kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir, sem mun ræða um PCOS og frjósemi. Tekla Hrund Karlsdóttir, læknir, sem mun fjalla um insúlínviðnám og bjargráð við því. Ragnhildur Þórðardóttir (Ragga Nagli) sálfræðingur, mun svo ljúka málþinginu með því að fjalla um mörk og hversu mikilvæg þau eru fyrir andlega og líkamlega heilsu okkar. Frítt er inn fyrir meðlimi PCOS samtakanna og allt heilbrigðisstarfsfólk. 1000 krónur kostar inn fyrir aðra. Við hvetjum alla til að koma og sjá þessi mikilvægu erindi. Léttar veitingar verða í boði. Nánari upplýsingar um málþingið má finna hér. Loks er vert að minna á vefsíðu PCOS samtaka Íslands pcossamtok.is, sem fagnar árs afmæli um þessar mundir. Höfundur er stjórnarkona í PCOS samtökum Íslands.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun