Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar 22. september 2025 11:31 Umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra og Atvinnuvegaráðherra kynntu nýverið áform um að leggja niður heilbrigðiseftirlit á Íslandi en líkt og Félag heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa hefur bent á myndi það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir hagsmuni almennings. Áformin fela í sér að flytja sum verkefni heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga til stofnana ríkisins á meðan önnur falli milli skips og bryggju. Má þar nefna verkefni á borð við vatnsvernd, tóbaksvarnir og aðstoð við íbúa sem leita til heilbrigðiseftirlitsins vegna heilsuspillandi aðstæðna í nærumhverfi sínu. Að henda barninu út með baðvatninu Þessi atlaga ráðherranna að samfélagsinnviðum er gerð undir því yfirskyni að einfalda regluverk, m.a. til að bregðast við ósanngirni sem veitingamenn hafa orðið fyrir í tengslum við leyfisveitingar. Veitingamenn hafa t.a.m. þurft að bíða of lengi eftir leyfisveitingum en við nánari skoðun má rekja það til lagabreytingar sem Umhverfisráðuneytið stóð fyrir árið 2017 og heilbrigðiseftirlitið andmælti einmitt vegna hættu á óþarfa flækjustigi. Gamla einfalda kerfið Áður en umrædd breyting tók gildi var leyfisveitingaferli heilbrigðiseftirlitsins nokkuð einfalt. Rekstraraðili sótti um starfsleyfi og fékk svo leyfi þegar búið var að sýna fram á að öll skilyrði væru uppfyllt. Ekki þurfti að auglýsa starfsleyfi heilbrigðiseftirlitsins og allir rekstraraðilar fylltu út sama umsóknareyðublaðið, óháð því hvernig atvinnustarfsemi væri um að ræða. Kerfisumbætur á traustum grunni Líkt og þetta dæmi sýnir þá er vel hægt að bæta heilbrigðiseftirlitið án þess að grípa til öfgakenndra „lausna“ á borð við að leggja það niður. Það sama má segja um aðrar áskoranir í tengslum við heilbrigðiseftirlit, eins og t.d. samræmingu vettvangseftirlits, sem eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að leysa nema í samtali við þá sem sinna sjálfu eftirlitinu, þ.e. heilbrigðisfulltrúa. Samtalið skiptir sköpum Félag heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa hefur því óskað eftir fundi með Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, til að ræða sjónarmið sín og hlutverk fagfélagsins í umbótum á eftirlitskerfinu. Félagið er meðvitað um ýmis tækifæri til úrbóta, t.d. svo Ísland geti uppfyllt kröfur Evrópusambandsins í tengslum við matvælaeftirlit, og telur því nauðsynlegt að ráðuneytin, ríkisstofnanir og heilbrigðiseftirlitið taki höndum saman við að útfæra enn betra eftirlitskerfi í þágu heilnæms umhverfisins fyrir alla landsmenn. Höfundur er heilbrigðisfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi …… Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra og Atvinnuvegaráðherra kynntu nýverið áform um að leggja niður heilbrigðiseftirlit á Íslandi en líkt og Félag heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa hefur bent á myndi það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir hagsmuni almennings. Áformin fela í sér að flytja sum verkefni heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga til stofnana ríkisins á meðan önnur falli milli skips og bryggju. Má þar nefna verkefni á borð við vatnsvernd, tóbaksvarnir og aðstoð við íbúa sem leita til heilbrigðiseftirlitsins vegna heilsuspillandi aðstæðna í nærumhverfi sínu. Að henda barninu út með baðvatninu Þessi atlaga ráðherranna að samfélagsinnviðum er gerð undir því yfirskyni að einfalda regluverk, m.a. til að bregðast við ósanngirni sem veitingamenn hafa orðið fyrir í tengslum við leyfisveitingar. Veitingamenn hafa t.a.m. þurft að bíða of lengi eftir leyfisveitingum en við nánari skoðun má rekja það til lagabreytingar sem Umhverfisráðuneytið stóð fyrir árið 2017 og heilbrigðiseftirlitið andmælti einmitt vegna hættu á óþarfa flækjustigi. Gamla einfalda kerfið Áður en umrædd breyting tók gildi var leyfisveitingaferli heilbrigðiseftirlitsins nokkuð einfalt. Rekstraraðili sótti um starfsleyfi og fékk svo leyfi þegar búið var að sýna fram á að öll skilyrði væru uppfyllt. Ekki þurfti að auglýsa starfsleyfi heilbrigðiseftirlitsins og allir rekstraraðilar fylltu út sama umsóknareyðublaðið, óháð því hvernig atvinnustarfsemi væri um að ræða. Kerfisumbætur á traustum grunni Líkt og þetta dæmi sýnir þá er vel hægt að bæta heilbrigðiseftirlitið án þess að grípa til öfgakenndra „lausna“ á borð við að leggja það niður. Það sama má segja um aðrar áskoranir í tengslum við heilbrigðiseftirlit, eins og t.d. samræmingu vettvangseftirlits, sem eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að leysa nema í samtali við þá sem sinna sjálfu eftirlitinu, þ.e. heilbrigðisfulltrúa. Samtalið skiptir sköpum Félag heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa hefur því óskað eftir fundi með Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, til að ræða sjónarmið sín og hlutverk fagfélagsins í umbótum á eftirlitskerfinu. Félagið er meðvitað um ýmis tækifæri til úrbóta, t.d. svo Ísland geti uppfyllt kröfur Evrópusambandsins í tengslum við matvælaeftirlit, og telur því nauðsynlegt að ráðuneytin, ríkisstofnanir og heilbrigðiseftirlitið taki höndum saman við að útfæra enn betra eftirlitskerfi í þágu heilnæms umhverfisins fyrir alla landsmenn. Höfundur er heilbrigðisfulltrúi.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun