Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar 22. september 2025 11:31 Umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra og Atvinnuvegaráðherra kynntu nýverið áform um að leggja niður heilbrigðiseftirlit á Íslandi en líkt og Félag heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa hefur bent á myndi það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir hagsmuni almennings. Áformin fela í sér að flytja sum verkefni heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga til stofnana ríkisins á meðan önnur falli milli skips og bryggju. Má þar nefna verkefni á borð við vatnsvernd, tóbaksvarnir og aðstoð við íbúa sem leita til heilbrigðiseftirlitsins vegna heilsuspillandi aðstæðna í nærumhverfi sínu. Að henda barninu út með baðvatninu Þessi atlaga ráðherranna að samfélagsinnviðum er gerð undir því yfirskyni að einfalda regluverk, m.a. til að bregðast við ósanngirni sem veitingamenn hafa orðið fyrir í tengslum við leyfisveitingar. Veitingamenn hafa t.a.m. þurft að bíða of lengi eftir leyfisveitingum en við nánari skoðun má rekja það til lagabreytingar sem Umhverfisráðuneytið stóð fyrir árið 2017 og heilbrigðiseftirlitið andmælti einmitt vegna hættu á óþarfa flækjustigi. Gamla einfalda kerfið Áður en umrædd breyting tók gildi var leyfisveitingaferli heilbrigðiseftirlitsins nokkuð einfalt. Rekstraraðili sótti um starfsleyfi og fékk svo leyfi þegar búið var að sýna fram á að öll skilyrði væru uppfyllt. Ekki þurfti að auglýsa starfsleyfi heilbrigðiseftirlitsins og allir rekstraraðilar fylltu út sama umsóknareyðublaðið, óháð því hvernig atvinnustarfsemi væri um að ræða. Kerfisumbætur á traustum grunni Líkt og þetta dæmi sýnir þá er vel hægt að bæta heilbrigðiseftirlitið án þess að grípa til öfgakenndra „lausna“ á borð við að leggja það niður. Það sama má segja um aðrar áskoranir í tengslum við heilbrigðiseftirlit, eins og t.d. samræmingu vettvangseftirlits, sem eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að leysa nema í samtali við þá sem sinna sjálfu eftirlitinu, þ.e. heilbrigðisfulltrúa. Samtalið skiptir sköpum Félag heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa hefur því óskað eftir fundi með Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, til að ræða sjónarmið sín og hlutverk fagfélagsins í umbótum á eftirlitskerfinu. Félagið er meðvitað um ýmis tækifæri til úrbóta, t.d. svo Ísland geti uppfyllt kröfur Evrópusambandsins í tengslum við matvælaeftirlit, og telur því nauðsynlegt að ráðuneytin, ríkisstofnanir og heilbrigðiseftirlitið taki höndum saman við að útfæra enn betra eftirlitskerfi í þágu heilnæms umhverfisins fyrir alla landsmenn. Höfundur er heilbrigðisfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Sjá meira
Umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra og Atvinnuvegaráðherra kynntu nýverið áform um að leggja niður heilbrigðiseftirlit á Íslandi en líkt og Félag heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa hefur bent á myndi það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir hagsmuni almennings. Áformin fela í sér að flytja sum verkefni heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga til stofnana ríkisins á meðan önnur falli milli skips og bryggju. Má þar nefna verkefni á borð við vatnsvernd, tóbaksvarnir og aðstoð við íbúa sem leita til heilbrigðiseftirlitsins vegna heilsuspillandi aðstæðna í nærumhverfi sínu. Að henda barninu út með baðvatninu Þessi atlaga ráðherranna að samfélagsinnviðum er gerð undir því yfirskyni að einfalda regluverk, m.a. til að bregðast við ósanngirni sem veitingamenn hafa orðið fyrir í tengslum við leyfisveitingar. Veitingamenn hafa t.a.m. þurft að bíða of lengi eftir leyfisveitingum en við nánari skoðun má rekja það til lagabreytingar sem Umhverfisráðuneytið stóð fyrir árið 2017 og heilbrigðiseftirlitið andmælti einmitt vegna hættu á óþarfa flækjustigi. Gamla einfalda kerfið Áður en umrædd breyting tók gildi var leyfisveitingaferli heilbrigðiseftirlitsins nokkuð einfalt. Rekstraraðili sótti um starfsleyfi og fékk svo leyfi þegar búið var að sýna fram á að öll skilyrði væru uppfyllt. Ekki þurfti að auglýsa starfsleyfi heilbrigðiseftirlitsins og allir rekstraraðilar fylltu út sama umsóknareyðublaðið, óháð því hvernig atvinnustarfsemi væri um að ræða. Kerfisumbætur á traustum grunni Líkt og þetta dæmi sýnir þá er vel hægt að bæta heilbrigðiseftirlitið án þess að grípa til öfgakenndra „lausna“ á borð við að leggja það niður. Það sama má segja um aðrar áskoranir í tengslum við heilbrigðiseftirlit, eins og t.d. samræmingu vettvangseftirlits, sem eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að leysa nema í samtali við þá sem sinna sjálfu eftirlitinu, þ.e. heilbrigðisfulltrúa. Samtalið skiptir sköpum Félag heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa hefur því óskað eftir fundi með Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, til að ræða sjónarmið sín og hlutverk fagfélagsins í umbótum á eftirlitskerfinu. Félagið er meðvitað um ýmis tækifæri til úrbóta, t.d. svo Ísland geti uppfyllt kröfur Evrópusambandsins í tengslum við matvælaeftirlit, og telur því nauðsynlegt að ráðuneytin, ríkisstofnanir og heilbrigðiseftirlitið taki höndum saman við að útfæra enn betra eftirlitskerfi í þágu heilnæms umhverfisins fyrir alla landsmenn. Höfundur er heilbrigðisfulltrúi.
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun