Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar 22. september 2025 13:00 Af hverju ættum við ekki að byggja upp land þar sem samgöngukerfi vistvænna ferðamáta flytur 40–60% af fólkinu sem er á ferðinni um landið? Hvers vegna ætti Ísland ekki að vera fyrirmynd í sjálfbærum samgöngum – með græna ásýnd, frelsi í ferðamáta og samfélag sem styður við framtíðina? Íslensk stjórnvöld hafa lagt mikla áherslu á orkuskipti í samgöngum – að skipta út bílum knúnum jarðefnaeldsneyti fyrir rafmagnsbíla. Það er þó orðið sífellt augljósara að sú nálgun ein og sér dugar ekki til að ná markmiðum Íslands í loftslagsmálum. Hún er ekki aðeins takmörkuð í áhrifum – hún er líka dýr, ósanngjörn og útilokar raunverulegt frelsi fólks. Hvar er frelsið fyrir einstaklinginn? Rannsóknir og reynsla sýna að ungt fólk kýs fjölbreytta ferðamáta – gangandi, hjólandi, samnýtingu og almenningssamgöngur – ef það hefur raunverulegt val. En á landsbyggðinni er valið ekki til staðar. Almenningssamgöngur eru stopular, innviðir fyrir hjól og gangandi vegfarendur ófullnægjandi, og skipulag byggðarinnar oft óhentugt fyrir vistvæna ferðamáta. Þetta skapar ójafnræði og útilokar fólk frá þátttöku í sjálfbærri framtíð samfélagsins. Ungt fólk sem vill lifa vistvænt þarf að aðlagast kerfi sem krefst bílaeignar – kerfi sem er dýrt, óhagkvæmt og óumhverfisvænt. Dýrt að einblína á einkabílinn Á landsbyggðinni er einkabíllinn oft eini raunhæfi ferðamátinn. Þetta hefur leitt til mikillar bílavæðingar sem krefst sífellt meiri fjárfestingar í innviðum – sérstaklega bílastæðum. Sveitarfélög standa frammi fyrir því að þurfa að útvega bílastæði fyrir íbúa, stofnanir og sívaxandi fjölda ferðamanna, án þess að fá nægilegt fjármagn eða stuðning frá ríkinu. Þetta er dýrt, tekur mikið landrými og ýtir undir áframhaldandi notkun einkabílsins. Þegar horft er til heildarkostnaðar – vegaframkvæmda, viðhalds, bílastæða og orkuskiptatengdra innviða – verður ljóst að einhliða áhersla á einkabílinn er ekki hagkvæm leið til framtíðar. Hvað þarf að gera? Í stað þess að einblína á orkuskipti einkabíla þarf að hugsa stærra. Ríkið þarf að ráðast í eftirfarandi aðgerðir: Samgöngur: Kortleggja flutningsgetu bætta almenningssamgangna Kortleggja flutningsgetu hjólastígakerfis fyrir allt landið Greina legu eldri/ónýttra bílvega fyrir hjólastíga Tryggja að öll framtíðarjarðgöng verði fyrir virka ferðamáta Greina og bæta tengingar milli allra samgöngukerfa, flugvalla, strætó, hjól og fl. Skipulag: Samþætta alla húsnæðisuppbyggingu við virka ferðamáta. Þétta og blanda byggð í öllu þéttbýli á landinu þar sem net almenningssamgangna getur tengst byggð. Síðan þarf að fara í átak sem fyrst á eftirfarandi aðgerðum. Auka tíðni strætó og fjölga leiðum Byggja upp net hjólastíga sem tengir saman helstu þéttbýli og allra vinsælustu ferðamannastaðina Byggja upp vandaðar og öflugar stoppistöðvar, e.Transport hub, þar verða fjölbreyttir ferðamátar og þjónusta við fólk í fyrirrúmi. Strætóstoppistöðvar megar ekki vera eins og þær eru í dag. Örsmátt skilti á á staur á bak við bensínstöð. Þær eiga að vera aðlaðandi umhverfi með byggingum og gróðri sem mynda skjól, með kaffihúsi, litlum verslunum, umfangsmiklum upplýsingaskiltum og yfirbyggðum hleðslustæðum fyrir rafmagnshjól. Áskorun til stjórnvalda Ég skora á stjórnvöld til að endurskoða forgangsröðun í loftslagsmálum. Orkuskipti eru mikilvæg, en þau verða að fara saman með breytingum á ferðavenjum og uppbyggingu innviða sem gera vistvæna samgöngukosti að raunhæfum valkosti – sérstaklega á landsbyggðinni. Það er ekki nóg að skipta út bensínbílum fyrir rafmagnsbíla; við verðum að skapa samfélag þar sem fólk getur ferðast á sjálfbæran hátt – án þess að þurfa að eiga bíl. Það er kominn tími til að hugsa stærra. Það er kominn tími til að skapa raunverulegt frelsi. Höfundur er landslagsarkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Samgöngur Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Af hverju ættum við ekki að byggja upp land þar sem samgöngukerfi vistvænna ferðamáta flytur 40–60% af fólkinu sem er á ferðinni um landið? Hvers vegna ætti Ísland ekki að vera fyrirmynd í sjálfbærum samgöngum – með græna ásýnd, frelsi í ferðamáta og samfélag sem styður við framtíðina? Íslensk stjórnvöld hafa lagt mikla áherslu á orkuskipti í samgöngum – að skipta út bílum knúnum jarðefnaeldsneyti fyrir rafmagnsbíla. Það er þó orðið sífellt augljósara að sú nálgun ein og sér dugar ekki til að ná markmiðum Íslands í loftslagsmálum. Hún er ekki aðeins takmörkuð í áhrifum – hún er líka dýr, ósanngjörn og útilokar raunverulegt frelsi fólks. Hvar er frelsið fyrir einstaklinginn? Rannsóknir og reynsla sýna að ungt fólk kýs fjölbreytta ferðamáta – gangandi, hjólandi, samnýtingu og almenningssamgöngur – ef það hefur raunverulegt val. En á landsbyggðinni er valið ekki til staðar. Almenningssamgöngur eru stopular, innviðir fyrir hjól og gangandi vegfarendur ófullnægjandi, og skipulag byggðarinnar oft óhentugt fyrir vistvæna ferðamáta. Þetta skapar ójafnræði og útilokar fólk frá þátttöku í sjálfbærri framtíð samfélagsins. Ungt fólk sem vill lifa vistvænt þarf að aðlagast kerfi sem krefst bílaeignar – kerfi sem er dýrt, óhagkvæmt og óumhverfisvænt. Dýrt að einblína á einkabílinn Á landsbyggðinni er einkabíllinn oft eini raunhæfi ferðamátinn. Þetta hefur leitt til mikillar bílavæðingar sem krefst sífellt meiri fjárfestingar í innviðum – sérstaklega bílastæðum. Sveitarfélög standa frammi fyrir því að þurfa að útvega bílastæði fyrir íbúa, stofnanir og sívaxandi fjölda ferðamanna, án þess að fá nægilegt fjármagn eða stuðning frá ríkinu. Þetta er dýrt, tekur mikið landrými og ýtir undir áframhaldandi notkun einkabílsins. Þegar horft er til heildarkostnaðar – vegaframkvæmda, viðhalds, bílastæða og orkuskiptatengdra innviða – verður ljóst að einhliða áhersla á einkabílinn er ekki hagkvæm leið til framtíðar. Hvað þarf að gera? Í stað þess að einblína á orkuskipti einkabíla þarf að hugsa stærra. Ríkið þarf að ráðast í eftirfarandi aðgerðir: Samgöngur: Kortleggja flutningsgetu bætta almenningssamgangna Kortleggja flutningsgetu hjólastígakerfis fyrir allt landið Greina legu eldri/ónýttra bílvega fyrir hjólastíga Tryggja að öll framtíðarjarðgöng verði fyrir virka ferðamáta Greina og bæta tengingar milli allra samgöngukerfa, flugvalla, strætó, hjól og fl. Skipulag: Samþætta alla húsnæðisuppbyggingu við virka ferðamáta. Þétta og blanda byggð í öllu þéttbýli á landinu þar sem net almenningssamgangna getur tengst byggð. Síðan þarf að fara í átak sem fyrst á eftirfarandi aðgerðum. Auka tíðni strætó og fjölga leiðum Byggja upp net hjólastíga sem tengir saman helstu þéttbýli og allra vinsælustu ferðamannastaðina Byggja upp vandaðar og öflugar stoppistöðvar, e.Transport hub, þar verða fjölbreyttir ferðamátar og þjónusta við fólk í fyrirrúmi. Strætóstoppistöðvar megar ekki vera eins og þær eru í dag. Örsmátt skilti á á staur á bak við bensínstöð. Þær eiga að vera aðlaðandi umhverfi með byggingum og gróðri sem mynda skjól, með kaffihúsi, litlum verslunum, umfangsmiklum upplýsingaskiltum og yfirbyggðum hleðslustæðum fyrir rafmagnshjól. Áskorun til stjórnvalda Ég skora á stjórnvöld til að endurskoða forgangsröðun í loftslagsmálum. Orkuskipti eru mikilvæg, en þau verða að fara saman með breytingum á ferðavenjum og uppbyggingu innviða sem gera vistvæna samgöngukosti að raunhæfum valkosti – sérstaklega á landsbyggðinni. Það er ekki nóg að skipta út bensínbílum fyrir rafmagnsbíla; við verðum að skapa samfélag þar sem fólk getur ferðast á sjálfbæran hátt – án þess að þurfa að eiga bíl. Það er kominn tími til að hugsa stærra. Það er kominn tími til að skapa raunverulegt frelsi. Höfundur er landslagsarkitekt.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar