Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir og Helga Sigrún Harðardóttir skrifa 22. september 2025 14:33 Evrópusambandið hefur falið evrópsku staðlasamtökunum CEN og CENELEC að þróa staðla sem útfæra tæknilegar kröfur gervigreindarlöggjafarinnar frá 2024, með það að markmiði að tryggja öryggi almennings og samfélaga. Til stendur að skrifa tugi samhæfðra staðla en þeir virka þannig að sett er löggjöf og svo skrifaðir staðlar sem segja til um hvernig best er að hanna, framleiða og prófa vörur þannig að þær uppfylli kröfur laganna. Sé vara (í þessu tilfelli gervigreindarkerfi eða -lausn) framleidd eftir kröfum staðlanna telst hún uppfylla kröfur laganna og því hæf til markaðssetningar. Stöðlunarvinnan fer fram í tækninefndinni JTC21 (jtc21.eu), þar sem sérfræðingar alls staðar að úr Evrópu útfæra tæknilegar kröfur löggjafarinnar því stöðlun byggir á sameiginlegri þekkingu sérfræðinga og atvinnulífs sem móta bestu lausnir hverju sinni. Fyrirtæki leggja því sitt af mörkum – bæði til að tryggja öryggi og gæði en einnig til að skapa traust markaðsskilyrði sem nýtast öllum. Nú sitja sérfræðingar frá Íslandi í nefndinni og leggja þannig sitt af mörkum til að gera staðlana eins góða og þeir geta orðið. Nú þegar hafa verið gefnir út 15 staðlar sem styðja við innleiðingu löggjafarinnar. Þeir fjalla m.a. um áhættustjórnun, gæði gagna sem gervigreindin er mötuð á, samræmismat og upplýsingastjórnun. 25 til viðbótar eru í vinnslu um gæðastjórnun, matskerfi um nákvæmni, mat á áhrifum á grundvallarréttindi en einnig um greiningu, mælingar og stjórnun skekkja í gervigreindarkerfum svo eitthvað sé nefnt. Áætlað er að flestir þessarra staðla verði gefnir út árið 2026 en einhverjir koma út á þessu ári og örfáir árið 2027. Fyrirtæki þurfa þó að horfa lengra en til þess að uppfylla reglur. Gervigreind er ekki aðeins eftirlitsmál heldur lykilþáttur í stefnumótun, nýsköpun og viðskiptagreind. Með réttum stöðlum geta íslensk fyrirtæki umbreytt gögnum í áreiðanlegar innsýnir sem nýtast til ákvarðanatöku, spágreininga og nýrra viðskiptalíkana. Staðlarnir verða þannig ekki bara skorður heldur hvati – þeir tryggja að gögn séu áreiðanleg, niðurstöður gagnsæjar og ákvarðanir rekjanlegar. Þetta skapar samkeppnisforskot fyrir þá sem ná að samþætta gervigreind með ábyrgum hætti í kjarnastarfsemi sína. Fyrirtæki sem byrja snemma að tileinka sér þessar leikreglur geta ekki aðeins varið sig gegn áhættu heldur einnig opnað dyr að nýjum tækifærum í alþjóðlegu samstarfi og markaðssókn. Íslensk fyrirtæki standa því frammi fyrir tvíþættri áskorun: að tryggja að lausnir sem þau nýta séu í samræmi við nýjar kröfur og að nýta stöðlun sem tækifæri til að styrkja eigin rekstur og samkeppnishæfni. Þeir sem nálgast stöðlun gervigreindar sem stefnumótunartæki fremur en lágmarkskröfu munu hafa forskot í þeirri umbreytingu sem nú þegar er hafin. Nú er rétti tíminn til að búa sig undir þessa umbreytingu – ekki bíða eftir að reglurnar taki gildi, heldur nýta þær strax sem tækifæri til að styrkja rekstur, mennta starfsfólk og sækja fram með ábyrgri notkun gervigreindar. Hanna Kristín Skaftadóttir, fagstjóri viðskiptagreindar, Háskólanum á BifröstHelga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Sigrún Harðardóttir Gervigreind Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Evrópusambandið hefur falið evrópsku staðlasamtökunum CEN og CENELEC að þróa staðla sem útfæra tæknilegar kröfur gervigreindarlöggjafarinnar frá 2024, með það að markmiði að tryggja öryggi almennings og samfélaga. Til stendur að skrifa tugi samhæfðra staðla en þeir virka þannig að sett er löggjöf og svo skrifaðir staðlar sem segja til um hvernig best er að hanna, framleiða og prófa vörur þannig að þær uppfylli kröfur laganna. Sé vara (í þessu tilfelli gervigreindarkerfi eða -lausn) framleidd eftir kröfum staðlanna telst hún uppfylla kröfur laganna og því hæf til markaðssetningar. Stöðlunarvinnan fer fram í tækninefndinni JTC21 (jtc21.eu), þar sem sérfræðingar alls staðar að úr Evrópu útfæra tæknilegar kröfur löggjafarinnar því stöðlun byggir á sameiginlegri þekkingu sérfræðinga og atvinnulífs sem móta bestu lausnir hverju sinni. Fyrirtæki leggja því sitt af mörkum – bæði til að tryggja öryggi og gæði en einnig til að skapa traust markaðsskilyrði sem nýtast öllum. Nú sitja sérfræðingar frá Íslandi í nefndinni og leggja þannig sitt af mörkum til að gera staðlana eins góða og þeir geta orðið. Nú þegar hafa verið gefnir út 15 staðlar sem styðja við innleiðingu löggjafarinnar. Þeir fjalla m.a. um áhættustjórnun, gæði gagna sem gervigreindin er mötuð á, samræmismat og upplýsingastjórnun. 25 til viðbótar eru í vinnslu um gæðastjórnun, matskerfi um nákvæmni, mat á áhrifum á grundvallarréttindi en einnig um greiningu, mælingar og stjórnun skekkja í gervigreindarkerfum svo eitthvað sé nefnt. Áætlað er að flestir þessarra staðla verði gefnir út árið 2026 en einhverjir koma út á þessu ári og örfáir árið 2027. Fyrirtæki þurfa þó að horfa lengra en til þess að uppfylla reglur. Gervigreind er ekki aðeins eftirlitsmál heldur lykilþáttur í stefnumótun, nýsköpun og viðskiptagreind. Með réttum stöðlum geta íslensk fyrirtæki umbreytt gögnum í áreiðanlegar innsýnir sem nýtast til ákvarðanatöku, spágreininga og nýrra viðskiptalíkana. Staðlarnir verða þannig ekki bara skorður heldur hvati – þeir tryggja að gögn séu áreiðanleg, niðurstöður gagnsæjar og ákvarðanir rekjanlegar. Þetta skapar samkeppnisforskot fyrir þá sem ná að samþætta gervigreind með ábyrgum hætti í kjarnastarfsemi sína. Fyrirtæki sem byrja snemma að tileinka sér þessar leikreglur geta ekki aðeins varið sig gegn áhættu heldur einnig opnað dyr að nýjum tækifærum í alþjóðlegu samstarfi og markaðssókn. Íslensk fyrirtæki standa því frammi fyrir tvíþættri áskorun: að tryggja að lausnir sem þau nýta séu í samræmi við nýjar kröfur og að nýta stöðlun sem tækifæri til að styrkja eigin rekstur og samkeppnishæfni. Þeir sem nálgast stöðlun gervigreindar sem stefnumótunartæki fremur en lágmarkskröfu munu hafa forskot í þeirri umbreytingu sem nú þegar er hafin. Nú er rétti tíminn til að búa sig undir þessa umbreytingu – ekki bíða eftir að reglurnar taki gildi, heldur nýta þær strax sem tækifæri til að styrkja rekstur, mennta starfsfólk og sækja fram með ábyrgri notkun gervigreindar. Hanna Kristín Skaftadóttir, fagstjóri viðskiptagreindar, Háskólanum á BifröstHelga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun