Enski boltinn

Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Amad hefur lagt upp eitt mark á leiktíðinni en á eftir að skora.
Amad hefur lagt upp eitt mark á leiktíðinni en á eftir að skora. Marc Atkins/Getty Images

Manchester United hefur skapað sér urmul færa í þeim fimm leikjum sem búnir eru í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. Liðinu gengur hins vegar skelfilega að nýta færin.

Sky Sports fjallaði um færanýtingu liðsins í innslagi á samfélagsmiðlum sínum. Þar kemur fram að liðið er með vænt mörk (xG) upp á 10.13 sem þýðir á mannamáli að undir eðlilegum kringumstæðum væri liðið búið að skora 10 mörk. Man United hefur hins vegar aðeins skorað 6 deildarmörk á leiktíðinni.

Ef rýnt er í tölfræðina er liðið í 6. sæti yfir skoruð mörk, með sex talsins. Liðið er hins vegar hæst varðandi vænt mörk (xG) og hæst er kemur að fjölda skota með 81 talsins til þessa. Liðið er hins vegar í 17. sæti þegar kemur að því að nýta færin sín með aðeins 7,4 prósent nýtingu.

Þá er Man Utd í 4. sæti þegar kemur að „stórum færum“ með 11 talsins. Sú tölfræði sem skiptir hins vegar hvað mestu máli er að liðið er í 11. sæti með 7 stig að loknum 5 leikjum.


Tengdar fréttir

Tveir í röð á Old Traf­ford í fyrsta sinn

Manchester United hefur ekki beinlínis raðað inn sigrum undir stjórn Ruben Amorim hingað til en í gær náði hann þó ákveðnum áfanga með því að vinna tvo heimaleiki í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×