Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 23. september 2025 08:00 Samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrir 2024 mældist óleiðréttur launamunur kynjanna 10,4%. Þetta er annað árið í röð sem launabilið milli kynjanna eykst, þvert á væntingar og yfirlýst markmið í jafnréttismálum. Þegar litið er til einstakra starfsstétta kemur í ljós að meðal háskólamenntaðra sérfræðinga er óleiðrétti launamunurinn 14,5%. Það kemur heim og saman við niðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ, sem unnin var fyrir BHM og kynnt á málþingi 9. sept. sl.; fjárhagslegur ávinningur kvenna af háskólanámi er minni en karla. Launamunur kynjanna meiri á almennum vinnumarkaði en þeim opinbera Á almenna markaðnum mælist óleiðréttur kynbundinn launamunur ekki 10.4% heldur 15,2%. Óleiðréttur kynbundinn launamunur á opinbera markaðnum er hins vegar 7,3%. Þar vegur þungt að konur starfa í mun meira mæli hjá hinu opinbera, en karlar eru í meirihluta á almennum vinnumarkaði. Tæplega 70% þeirra sem starfa á opinberum vinnumarkaði eru konur. Það væri eftirsóknarvert fyrir aðildarfélög BHM að hafa aðgengilegar upplýsingar um launasetningu háskólamenntaðra sérfræðinga á almenna markaðnum samanborið við opinbera markaðinn, en sérfræðingahópinn er einungis hægt að skoða yfir allan vinnumarkaðinn. Ástæðan er sú að Hagstofan aðgreinir hópinn ekki frekar í framsetningu talnaefnis. Kynskiptur vinnumarkaður skýrir launamuninn Hægt er að meta launamun kynjanna með mismunandi aðferðum og niðurstöðurnar ráðast af því hvaða mælikvarðar eru notaðir. Atvinnutekjur úr skattframtölum sýna heildartekjur óháð vinnutíma, þar getur munurinn endurspeglað mislangar vinnuvikur. Sú aðferð var notuð við rannsókn Hagfræðistofnunar HÍ, sem getið er hér að framan. Hagstofan horfir hins vegar til meðaltals tímakaups karla samanborið við tímakaup kvenna. Þar skipta vinnustundir því máli, sem er mikilvægt þegar einungis er verið að skoða launamuninn. Aðferðafræðinni, sem notuð var við skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ, var hins vegar ætlað að skoða ýmsa þætti aðra en launamuninn. Það liggja því mismunandi ástæður að baki vali á aðferðafræði við mælingar af þessu tagi. Engin ein aðferð er réttari en önnur, því þegar öllu er á botninn hvolft þá er ástæða launabilsins hinn kynskipti vinnumarkaður sem okkur hefur gengið erfiðlega að breyta. Kynbundinn launamunur háskólamenntaðra vex með aldri Í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um virði háskólamenntunar kemur fram að launabil kynjanna vex með aldri. Munurinn á atvinnutekjum karla og kvenna í yngsta aldurshópnum 25-34 ára er 16%, en þegar komið er að aldursbilinu 45 – 54 ára er það komið í rúm 26%. Þessar niðurstöður sýna að kynbundinn launamunur háskólamenntaðra er ekki aðeins viðvarandi, heldur eykst með starfsaldri. Það er sláandi að árið 2025 skuli menntun, reynsla og starfsþróun fremur auka launabilið milli kynjanna en minnka það. Þetta eru niðurstöður sem aðildarfélög BHM hyggjast skoða betur, með því að gera frekari greiningar á grundvelli skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ. Í þeirri vinnu verður sjónum líka beint að þeim niðurstöðum sem Hagstofan hefur nú birt, um að kynbundinn launamunur almennt sé að aukast annað árið í röð. Við frekari greiningar er því eðlilegt að spurt sé: Hvers vegna gengur svona hægt að loka þessu bili og hvar liggur ábyrgðin? Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Vinnumarkaður Kjaramál Jafnréttismál Mest lesið Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrir 2024 mældist óleiðréttur launamunur kynjanna 10,4%. Þetta er annað árið í röð sem launabilið milli kynjanna eykst, þvert á væntingar og yfirlýst markmið í jafnréttismálum. Þegar litið er til einstakra starfsstétta kemur í ljós að meðal háskólamenntaðra sérfræðinga er óleiðrétti launamunurinn 14,5%. Það kemur heim og saman við niðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ, sem unnin var fyrir BHM og kynnt á málþingi 9. sept. sl.; fjárhagslegur ávinningur kvenna af háskólanámi er minni en karla. Launamunur kynjanna meiri á almennum vinnumarkaði en þeim opinbera Á almenna markaðnum mælist óleiðréttur kynbundinn launamunur ekki 10.4% heldur 15,2%. Óleiðréttur kynbundinn launamunur á opinbera markaðnum er hins vegar 7,3%. Þar vegur þungt að konur starfa í mun meira mæli hjá hinu opinbera, en karlar eru í meirihluta á almennum vinnumarkaði. Tæplega 70% þeirra sem starfa á opinberum vinnumarkaði eru konur. Það væri eftirsóknarvert fyrir aðildarfélög BHM að hafa aðgengilegar upplýsingar um launasetningu háskólamenntaðra sérfræðinga á almenna markaðnum samanborið við opinbera markaðinn, en sérfræðingahópinn er einungis hægt að skoða yfir allan vinnumarkaðinn. Ástæðan er sú að Hagstofan aðgreinir hópinn ekki frekar í framsetningu talnaefnis. Kynskiptur vinnumarkaður skýrir launamuninn Hægt er að meta launamun kynjanna með mismunandi aðferðum og niðurstöðurnar ráðast af því hvaða mælikvarðar eru notaðir. Atvinnutekjur úr skattframtölum sýna heildartekjur óháð vinnutíma, þar getur munurinn endurspeglað mislangar vinnuvikur. Sú aðferð var notuð við rannsókn Hagfræðistofnunar HÍ, sem getið er hér að framan. Hagstofan horfir hins vegar til meðaltals tímakaups karla samanborið við tímakaup kvenna. Þar skipta vinnustundir því máli, sem er mikilvægt þegar einungis er verið að skoða launamuninn. Aðferðafræðinni, sem notuð var við skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ, var hins vegar ætlað að skoða ýmsa þætti aðra en launamuninn. Það liggja því mismunandi ástæður að baki vali á aðferðafræði við mælingar af þessu tagi. Engin ein aðferð er réttari en önnur, því þegar öllu er á botninn hvolft þá er ástæða launabilsins hinn kynskipti vinnumarkaður sem okkur hefur gengið erfiðlega að breyta. Kynbundinn launamunur háskólamenntaðra vex með aldri Í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um virði háskólamenntunar kemur fram að launabil kynjanna vex með aldri. Munurinn á atvinnutekjum karla og kvenna í yngsta aldurshópnum 25-34 ára er 16%, en þegar komið er að aldursbilinu 45 – 54 ára er það komið í rúm 26%. Þessar niðurstöður sýna að kynbundinn launamunur háskólamenntaðra er ekki aðeins viðvarandi, heldur eykst með starfsaldri. Það er sláandi að árið 2025 skuli menntun, reynsla og starfsþróun fremur auka launabilið milli kynjanna en minnka það. Þetta eru niðurstöður sem aðildarfélög BHM hyggjast skoða betur, með því að gera frekari greiningar á grundvelli skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ. Í þeirri vinnu verður sjónum líka beint að þeim niðurstöðum sem Hagstofan hefur nú birt, um að kynbundinn launamunur almennt sé að aukast annað árið í röð. Við frekari greiningar er því eðlilegt að spurt sé: Hvers vegna gengur svona hægt að loka þessu bili og hvar liggur ábyrgðin? Höfundur er formaður BHM.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun