Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. september 2025 07:55 Kristín Benediktsdóttir er Umboðsmaður Alþingis. Umboðsmaður Alþingis hefur krafið Reykjavíkurborg um frekari svör varðandi fundargerð sem var tekin út af vef borgarinnar og síðan endurbirt, með breyttri umsögn skipulagsfulltrúa. Umboðsmaður óskaði upphaflega eftir upplýsingum eftir að greint var frá því að fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa dagsett 15. maí síðastliðinn, þar sem meðal annars var fjallað um „græna gímaldið“ svokallaða, hefði verið tekin út af vef borgarinnar og síðan endurbirt. Í millitíðinni hefði umsögn skipulagsfulltrúa sem fylgdi fundargerðinni verið breytt. Fyrri umsögnin hefði verið dagsett 15. mars en sú síðari 15. maí. Lögmaður Reykjavíkurborgar svaraði erindi Umboðsmanns og sagði mannleg mistök hafa leitt til þess að drög voru birt í stað endanlegrar útgáfu. Umboðsmaður óskar nú frekari upplýsinga í þeim tilgangi að „varpa gleggra ljósi“ á atburðarásina og fer fram á að fá afrit af öllum gögnum og samskiptum starfsmanna Reykjavíkurborgar varðandi umsögn skipulagsfulltrúa og meðferð hennar. Tiltekur hún sérstaklega öll samskipti um vinnslu umsagnarinnar, öll samskipti um málið eftir afgreiðslufund skipulagsfulltrúa, öll fundargögn afgreiðslufundar um málið og öll samskipti starfsmanna borgarinnar um málið í aðdraganda fundarins. Þá óskar hún eftir því að borgin upplýsi „hvers vegna nafn viðkomandi starfsmanns fylgir þeirri umsögn sem upprunalega var birt en ekki þeirri sem síðar var birt“. „Að endingu er þess óskað að upplýst verði hvers vegna fundargerð afgrieðslufundar skipulagsfulltrúa ber þess engin merki að fylgiskjali með henni hafi verið skipt út,“ segir Umboðsmaður. „Í því efni er sérstaklega haft í huga að fundargerðartextinn sjálfur ber ekki með sér hvers efnis hin samþykkt umsögn er heldur aðeins að sú umsögn, sem lögð er með fundargerðinni sem fylgiskjal, hafi verið samþykkt.“ Reykjavíkurborg hefur til 29. september til að skila svörum. Umboðsmaður Alþingis Reykjavík Vöruskemma við Álfabakka Stjórnsýsla Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Umboðsmaður óskaði upphaflega eftir upplýsingum eftir að greint var frá því að fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa dagsett 15. maí síðastliðinn, þar sem meðal annars var fjallað um „græna gímaldið“ svokallaða, hefði verið tekin út af vef borgarinnar og síðan endurbirt. Í millitíðinni hefði umsögn skipulagsfulltrúa sem fylgdi fundargerðinni verið breytt. Fyrri umsögnin hefði verið dagsett 15. mars en sú síðari 15. maí. Lögmaður Reykjavíkurborgar svaraði erindi Umboðsmanns og sagði mannleg mistök hafa leitt til þess að drög voru birt í stað endanlegrar útgáfu. Umboðsmaður óskar nú frekari upplýsinga í þeim tilgangi að „varpa gleggra ljósi“ á atburðarásina og fer fram á að fá afrit af öllum gögnum og samskiptum starfsmanna Reykjavíkurborgar varðandi umsögn skipulagsfulltrúa og meðferð hennar. Tiltekur hún sérstaklega öll samskipti um vinnslu umsagnarinnar, öll samskipti um málið eftir afgreiðslufund skipulagsfulltrúa, öll fundargögn afgreiðslufundar um málið og öll samskipti starfsmanna borgarinnar um málið í aðdraganda fundarins. Þá óskar hún eftir því að borgin upplýsi „hvers vegna nafn viðkomandi starfsmanns fylgir þeirri umsögn sem upprunalega var birt en ekki þeirri sem síðar var birt“. „Að endingu er þess óskað að upplýst verði hvers vegna fundargerð afgrieðslufundar skipulagsfulltrúa ber þess engin merki að fylgiskjali með henni hafi verið skipt út,“ segir Umboðsmaður. „Í því efni er sérstaklega haft í huga að fundargerðartextinn sjálfur ber ekki með sér hvers efnis hin samþykkt umsögn er heldur aðeins að sú umsögn, sem lögð er með fundargerðinni sem fylgiskjal, hafi verið samþykkt.“ Reykjavíkurborg hefur til 29. september til að skila svörum.
Umboðsmaður Alþingis Reykjavík Vöruskemma við Álfabakka Stjórnsýsla Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira