„Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. september 2025 19:54 Margrét Oddný Leópoldsdóttir segir erfitt fyrir fólk með einhverfu að sitja undir umræðu um hvernig megi koma í veg fyrir tilvist þess. Vísir/Stefán Einhverf kona segir áhuga Bandaríkjaforseta á að koma í veg fyrir einhverfu með ráðum og dáð beinlínis vera fáránlega. Leggja eigi áherslu á að hjálpa fólki með einhverfu að vera til, frekar en að koma í veg fyrir að það verði til. „Að taka tylenol er... ekki gott. Ég skal bara segja það, það er ekki gott.“ Þetta sagði Donald Trump á fundi í Hvíta húsinu í gær, þegar hann tilkynnti um að læknum í Bandaríkjunum yrði ráðlagt að láta óléttar konur ekki taka verkjalyfið tylenol, sem er sama lyf og kallast parasetamól hér á landi. Ástæðan er sú að hann og heilbrigðisráðherra landsins, Robert Kennedy yngri, hafa tröllatrú á umdeildum rannsóknum sem tengja notkun lyfsins við einhverfu í börnum. Í dag gag Lyfjastofnun út tilkynningu, þar sem áréttað er að engin ný gögn gefi ástæðu til að ætla að þetta sé rétt. Óléttum konum sé óhætt að nota lyfið við verkjum og hita. „Algjör vitleysa“ Einhverf kona segir umræðuna hreint og beint kjánalega. „Og það er vitað að þetta er bara í rauninni algjör vitleysa, og engar rannsóknir sem sýna þetta. Ég skil ekki alveg hvað menn eru uppteknir af því að reyna að komast að því af hverju við erum til,“ segir læknirinn Margrét Oddný Leópoldsdóttir, sem er í fræðsluteymi Einhverfusamtakanna. Sérstaklega sé umræðan í Bandaríkjunum á villigötum. „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra, þegar það er vitað að einhverfa er fyrst og fremst ættgeng, liggur í ættum. Það er enginn faraldur í gangi, það hefur bara ekki tekist að finna okkur núna fyrr en í seinni tíð,“ segir Margrét. Erfitt að vera til í svo fordómafullri umræðu Það sé lýjandi að sitja stöðugt undir orðræðu um að einhverfa sé eitthvað skelfilegt sem þurfi að forðast. „Ég vildi að áherslan færi meira á það að hætta að vera svona hrædd um að við verðum til, og frekar að hjálpa okkur að vera til. Núna er gulur september og sjálfsvígsforvarnir í gangi, og okkar hópur er sá sem er í mestri hættu. Það er kannski ekkert skrýtið þegar fordómarnir gagnvart okkur eru svona miklir. Þá er dálítið erfitt að vera til, í svona fordómafullri umræðu.“ Heilbrigðismál Einhverfa Lyf Bandaríkin Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
„Að taka tylenol er... ekki gott. Ég skal bara segja það, það er ekki gott.“ Þetta sagði Donald Trump á fundi í Hvíta húsinu í gær, þegar hann tilkynnti um að læknum í Bandaríkjunum yrði ráðlagt að láta óléttar konur ekki taka verkjalyfið tylenol, sem er sama lyf og kallast parasetamól hér á landi. Ástæðan er sú að hann og heilbrigðisráðherra landsins, Robert Kennedy yngri, hafa tröllatrú á umdeildum rannsóknum sem tengja notkun lyfsins við einhverfu í börnum. Í dag gag Lyfjastofnun út tilkynningu, þar sem áréttað er að engin ný gögn gefi ástæðu til að ætla að þetta sé rétt. Óléttum konum sé óhætt að nota lyfið við verkjum og hita. „Algjör vitleysa“ Einhverf kona segir umræðuna hreint og beint kjánalega. „Og það er vitað að þetta er bara í rauninni algjör vitleysa, og engar rannsóknir sem sýna þetta. Ég skil ekki alveg hvað menn eru uppteknir af því að reyna að komast að því af hverju við erum til,“ segir læknirinn Margrét Oddný Leópoldsdóttir, sem er í fræðsluteymi Einhverfusamtakanna. Sérstaklega sé umræðan í Bandaríkjunum á villigötum. „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra, þegar það er vitað að einhverfa er fyrst og fremst ættgeng, liggur í ættum. Það er enginn faraldur í gangi, það hefur bara ekki tekist að finna okkur núna fyrr en í seinni tíð,“ segir Margrét. Erfitt að vera til í svo fordómafullri umræðu Það sé lýjandi að sitja stöðugt undir orðræðu um að einhverfa sé eitthvað skelfilegt sem þurfi að forðast. „Ég vildi að áherslan færi meira á það að hætta að vera svona hrædd um að við verðum til, og frekar að hjálpa okkur að vera til. Núna er gulur september og sjálfsvígsforvarnir í gangi, og okkar hópur er sá sem er í mestri hættu. Það er kannski ekkert skrýtið þegar fordómarnir gagnvart okkur eru svona miklir. Þá er dálítið erfitt að vera til, í svona fordómafullri umræðu.“
Heilbrigðismál Einhverfa Lyf Bandaríkin Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira