Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. september 2025 06:51 Toppstöðin telur 6.483 fermetra en þar er meðal annars gert ráð fyrir miklum klifurveggjum. Plan Studio Hugmyndir um framtíð Toppstöðvarinnar voru lagðar fram á fundi menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar fyrr í mánuðinum en þar stendur til að opna „miðstöð útivistar og jaðaríþrótta“. Vísir hefur áður greint frá sölu Toppstöðvarinnar við Rafstöðvarveg en samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg standa viðræður enn yfir við hæstbjóðandann; Hilmar Ingimundarson, fyrir hönd óstofnaðs félags. Tilboð Hilmas hljóðaði upp á 420 milljónir króna en Landsvirkjun bauð 300 milljónir í húsnæðið. Teikning af því hvernig húsnæðið gæti litið út utan frá.Plan Studio Hugmyndir um útfærslu Toppstöðvarinnar voru kynntar á fyrrnefndum fundi menningar- og íþróttaráðs, en í kynningunni segir meðal annars að Toppstöðin verði fyrsti áfangi í þróun og uppbyggingu Elliðaárdals sem miðstöðvar í íþróttamálum; íþróttaklasi fyrir jaðargreinar innan Reykjavíkur. Hún verði nýr áfangastaður fyrir alla aldurshópa og haft verði að leiðarljósi að sem flestir Reykvíkingar geti nýtt sér aðstöðuna. Á fyrstu hæð er meðal annars gert ráð fyrir „brettahöll“ og klifuraðstöðu.Plan Studio „Toppstöðin mun verða endurbætt og endurgerð miðað við helstu og metnaðarfyllstu umhverfi skröfur bygginga nú til dags,“ segir í kynningunni. Áhersla verði lögð á varðveitingu og varðveislu minja og sögu Toppstöðvarinnar í samráði við hagsmunaaðila, til að mynda Fiskistofu vegna nálægðar við Elliðaárnar. Vitað er til þess að asbest er í byggingunni, sem þarf að fjarlægja. Heimildir fréttastofu herma að tilfallandi kostnaður vegna þessa sé meðal þess sem um er rætt í viðræðum um sölu húsnæðisins. Gert er ráð fyrir veitingaaðstöðu á jarðhæð hússins og kaffiaðstöðu á öðrum hæðum.Plan Studio Sniðin að þörfum jaðaríþrótta Í kynningunni, sem merkt er Plan Studio, segir að stór hluti starfsemi Toppstöðvarinnar verði sniðin að þörfum jaðaríþrótta og gert að uppfylla þarfir sérsambanda innan vébanda Íþróttabandalags Reykjavíkur. „Hugmyndinni um útivistarmiðstöð í Elliðaárdal er ætlað að uppfylla þarfir ólíkra hópa, sem stunda svokallaðar jaðaríþróttir ásamt opnu þjónusturými fyrir almenning með aðgangi að veitingakjarna. Með því að samnýta þjónustukjarna fyrir sérsambönd munu nást umtalsverð samlegðaráhrif við uppbyggingu á sameiginlegri íþróttaaðstöðu fyrir jaðaríþróttir og þannig má ná aukinni hagræðingu í rekstri og samstarfi íþróttafélaga,“ segir í kynningunni. Á annarri hæð er gert ráð fyrir fjallahjólabraut og klifurveggjum.Plan Studio Á meðfylgjandi teikningum má meðal annars sjá að gert er ráð fyrir rými fyrir Klifurfélag Reykjavíkur, Hjólafélag Reykjavíkur og Hjólabrettafélag Reykjavíkur. Auk þess er gert ráð fyrir opnum rýmum sem hægt verður að leigja út til ólíkra aðila. Gert er ráð fyrir sirka 1.000 fermetra „brettahöll“, stórum sal með klifurveggjum og fjallahjólabraut. Þá er gert ráð fyrir veitingasal og kaffiaðstöðu, búningsherbergjum, æfingasölum fyrir hinar ýmsu bardagaíþróttir, heitum pottum, skrifstofum og salernum. Svona gæti lóðin litið út.Plan Studio „Brettahöll er staðsett á 1. hæðinni með góða lofthæð og góð tengsl við útisvæði sem hægt væri að hanna með tilliti til hjólabretta, BMX hjóla, skauta og samskonar íþrótta,“ segir í kynningunni. „2. hæðin er hönnuð fyrir Klifurfélag Reykjavíkur og Fjallahjólafélag Reykjavíkur.“ Þriðja og fjórða hæðin verða hannaðar með sveigjanleika í huga og þá er gerð tillaga að því að fimmta hæðin verði tekin í gegn og gert ráð fyrir fjölnota- og samkomusal með útsýnissvölum. Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Klifur Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Vísir hefur áður greint frá sölu Toppstöðvarinnar við Rafstöðvarveg en samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg standa viðræður enn yfir við hæstbjóðandann; Hilmar Ingimundarson, fyrir hönd óstofnaðs félags. Tilboð Hilmas hljóðaði upp á 420 milljónir króna en Landsvirkjun bauð 300 milljónir í húsnæðið. Teikning af því hvernig húsnæðið gæti litið út utan frá.Plan Studio Hugmyndir um útfærslu Toppstöðvarinnar voru kynntar á fyrrnefndum fundi menningar- og íþróttaráðs, en í kynningunni segir meðal annars að Toppstöðin verði fyrsti áfangi í þróun og uppbyggingu Elliðaárdals sem miðstöðvar í íþróttamálum; íþróttaklasi fyrir jaðargreinar innan Reykjavíkur. Hún verði nýr áfangastaður fyrir alla aldurshópa og haft verði að leiðarljósi að sem flestir Reykvíkingar geti nýtt sér aðstöðuna. Á fyrstu hæð er meðal annars gert ráð fyrir „brettahöll“ og klifuraðstöðu.Plan Studio „Toppstöðin mun verða endurbætt og endurgerð miðað við helstu og metnaðarfyllstu umhverfi skröfur bygginga nú til dags,“ segir í kynningunni. Áhersla verði lögð á varðveitingu og varðveislu minja og sögu Toppstöðvarinnar í samráði við hagsmunaaðila, til að mynda Fiskistofu vegna nálægðar við Elliðaárnar. Vitað er til þess að asbest er í byggingunni, sem þarf að fjarlægja. Heimildir fréttastofu herma að tilfallandi kostnaður vegna þessa sé meðal þess sem um er rætt í viðræðum um sölu húsnæðisins. Gert er ráð fyrir veitingaaðstöðu á jarðhæð hússins og kaffiaðstöðu á öðrum hæðum.Plan Studio Sniðin að þörfum jaðaríþrótta Í kynningunni, sem merkt er Plan Studio, segir að stór hluti starfsemi Toppstöðvarinnar verði sniðin að þörfum jaðaríþrótta og gert að uppfylla þarfir sérsambanda innan vébanda Íþróttabandalags Reykjavíkur. „Hugmyndinni um útivistarmiðstöð í Elliðaárdal er ætlað að uppfylla þarfir ólíkra hópa, sem stunda svokallaðar jaðaríþróttir ásamt opnu þjónusturými fyrir almenning með aðgangi að veitingakjarna. Með því að samnýta þjónustukjarna fyrir sérsambönd munu nást umtalsverð samlegðaráhrif við uppbyggingu á sameiginlegri íþróttaaðstöðu fyrir jaðaríþróttir og þannig má ná aukinni hagræðingu í rekstri og samstarfi íþróttafélaga,“ segir í kynningunni. Á annarri hæð er gert ráð fyrir fjallahjólabraut og klifurveggjum.Plan Studio Á meðfylgjandi teikningum má meðal annars sjá að gert er ráð fyrir rými fyrir Klifurfélag Reykjavíkur, Hjólafélag Reykjavíkur og Hjólabrettafélag Reykjavíkur. Auk þess er gert ráð fyrir opnum rýmum sem hægt verður að leigja út til ólíkra aðila. Gert er ráð fyrir sirka 1.000 fermetra „brettahöll“, stórum sal með klifurveggjum og fjallahjólabraut. Þá er gert ráð fyrir veitingasal og kaffiaðstöðu, búningsherbergjum, æfingasölum fyrir hinar ýmsu bardagaíþróttir, heitum pottum, skrifstofum og salernum. Svona gæti lóðin litið út.Plan Studio „Brettahöll er staðsett á 1. hæðinni með góða lofthæð og góð tengsl við útisvæði sem hægt væri að hanna með tilliti til hjólabretta, BMX hjóla, skauta og samskonar íþrótta,“ segir í kynningunni. „2. hæðin er hönnuð fyrir Klifurfélag Reykjavíkur og Fjallahjólafélag Reykjavíkur.“ Þriðja og fjórða hæðin verða hannaðar með sveigjanleika í huga og þá er gerð tillaga að því að fimmta hæðin verði tekin í gegn og gert ráð fyrir fjölnota- og samkomusal með útsýnissvölum.
Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Klifur Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira