Enski boltinn

Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike

Valur Páll Eiríksson skrifar
Fékk sitt annað gula spjald fyrir fagnið.
Fékk sitt annað gula spjald fyrir fagnið. Peter Byrne/Getty Images

Alexander Isak skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool í 2-1 sigri liðsins á Southampton í enska deildabikarnum. Hugo Ekitike tryggði sigurinn og hlaut rautt spjald fyrir fagn sitt í kjölfarið.

Liverpool hefur spilað betur en gegn Southampton í gær og var það verðskuldað þegar Niamh Charles jafnaði fyrir gestina eftir mistök Wataru Endo í kjölfar hornspyrnu. Alexander Isak hafði komið Liverpool yfir í fyrri hálfleik eftir glæfralega sendingu Alex McCarthy, markmanns Southampton.

Klippa: Mörkin og rauða spjaldið úr Liverpool - Southampton

Federico Chiesa lagði mark Svíans upp og var aftur á ferðinni undir lok leiks þegar hann slapp inn fyrir, var óeigingjarn og lagði boltann fyrir Hugo Ekitiké sem tryggði Liverpool 2-1 sigur og sæti í næstu umferð.

Ekitike kom inn fyrir Isak í hálfleik og hafði fengið gult spjald áður en að markinu kom. Hann reif sig úr treyjunni til að fagna markinu, fékk sitt annað gula spjald og sendur í sturtu. Hann mun því missa af deildarleik liðsins við Crystal Palace um helgina.

Mörkin úr leik gærkvöldsins og rauða spjaldið má sjá í spilaranum í lýsingu Magnúsar Þóris Matthíassonar.


Tengdar fréttir

Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“

Franski framherjinn Hugo Ekitike hefur farið frábærlega af stað með Liverpool en verður í banni gegn Crystal Palace á laugardaginn eftir vægast sagt heimskulega hegðun að mati Arne Slot, knattspyrnustjóra Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×