Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2025 11:31 Donald og Melanía Trump í rúllustiganum „bilaða“. AP/Stefan Jeremiah Í ræðu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær, kvartaði hann bæði yfir bilaðri textavél í salnum og yfir því að rúllustigi í byggingunni hefði bilað. Sagði hann mikla mildi að hann og Melanía eiginkona hans hefðu ekki slasað sig þegar stigin stöðvaðist skyndilega er þau stigu á hann. „Það eina sem ég fékk frá Sameinuðu þjóðunum var biluð textavél og bilaður rúllustigi,“ sagði Trump meðal annars í langri ræðu sinni í gær. Þar fór hann hörðum orðum um Sameinuðu þjóðirnar sjálfar og stjórnendur stofnunarinnar. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa nú kennt starfsfólki Trumps um báðar bilanirnar, ef svo má kalla atvikin. AP fréttaveitan hefur eftir einni talskonu Sameinuðu þjóðanna að tökumaður sem fylgdi Trump inn í höfuðstöðvarnar og fór á undan honum upp rúllustigann hafi líklega gangsett öryggisbúnaði stigans. Þeim búnaði er ætlað að koma í veg fyrir slys ef einhver festist í stiganum eða slíkt. Kveikt var á stiganum aftur um leið og Trump-hjónin höfðu gengið upp hann. Reglulega hefur verið slökkt á rúllustigum og lyftum í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna á undanförnum mánuðum. Það hefur verið gert í sparnaðarskyni þar sem Trump hefur dregið verulega úr og hægt á fjárveitingum Bandaríkjanna til Sameinuðu þjóðanna. Sjá einnig: „Þetta var óvenjuleg ræða“ Þegar kemur að textavélinni, þá hóf Trump ræðu sína á því að vélin virkaði ekki. Hann sagði það þó mögulega betra, því þá myndi hann tala meira frá hjartanu, sem hann gerði. Á einum tímapunkti í ræðunni sagði hann svo að vélin væri komin í gang. AP hefur eftir ónafngreindum starfsmanni SÞ að starfsfólk Trumps hafi stjórnað textavélinni þegar hann var að ávarpa salinn. Klúðrið hafi verið þeirra. Eftir að Trump lauk ræðu sinni sagði Annalena Baerbock, forseti Allsherjarþingsins, að ekkert væri að textavélinni. Þessi meinta bilun rúllustigans hefur komið af stað samsæriskenningum á netinu, samkvæmt frétt New York Times. Því hefur meðal annars verið haldið fram að um skemmdarverk hafi verið að ræða. Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, kallaði eftir því í gær að stöðvun rúllustigans yrði rannsökuð. Ef um viljaverk væri að ræða ætti að reka og lögsækja þann sem bæri ábyrgðina. Jesse Watters, þáttastjórnandi hjá Fox, sagði í þætt sínum í gærkvöldi að „þeir“ hafi valdið skemmdarverki og að forsetafrúin hefði getað slasað sig. If someone at the UN intentionally stopped the escalator as the President and First Lady were stepping on, they need to be fired and investigated immediately.The Times reported this on Sunday.👇 pic.twitter.com/NitsWbGYG0— Karoline Leavitt (@PressSec) September 23, 2025 Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Sjá meira
„Það eina sem ég fékk frá Sameinuðu þjóðunum var biluð textavél og bilaður rúllustigi,“ sagði Trump meðal annars í langri ræðu sinni í gær. Þar fór hann hörðum orðum um Sameinuðu þjóðirnar sjálfar og stjórnendur stofnunarinnar. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa nú kennt starfsfólki Trumps um báðar bilanirnar, ef svo má kalla atvikin. AP fréttaveitan hefur eftir einni talskonu Sameinuðu þjóðanna að tökumaður sem fylgdi Trump inn í höfuðstöðvarnar og fór á undan honum upp rúllustigann hafi líklega gangsett öryggisbúnaði stigans. Þeim búnaði er ætlað að koma í veg fyrir slys ef einhver festist í stiganum eða slíkt. Kveikt var á stiganum aftur um leið og Trump-hjónin höfðu gengið upp hann. Reglulega hefur verið slökkt á rúllustigum og lyftum í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna á undanförnum mánuðum. Það hefur verið gert í sparnaðarskyni þar sem Trump hefur dregið verulega úr og hægt á fjárveitingum Bandaríkjanna til Sameinuðu þjóðanna. Sjá einnig: „Þetta var óvenjuleg ræða“ Þegar kemur að textavélinni, þá hóf Trump ræðu sína á því að vélin virkaði ekki. Hann sagði það þó mögulega betra, því þá myndi hann tala meira frá hjartanu, sem hann gerði. Á einum tímapunkti í ræðunni sagði hann svo að vélin væri komin í gang. AP hefur eftir ónafngreindum starfsmanni SÞ að starfsfólk Trumps hafi stjórnað textavélinni þegar hann var að ávarpa salinn. Klúðrið hafi verið þeirra. Eftir að Trump lauk ræðu sinni sagði Annalena Baerbock, forseti Allsherjarþingsins, að ekkert væri að textavélinni. Þessi meinta bilun rúllustigans hefur komið af stað samsæriskenningum á netinu, samkvæmt frétt New York Times. Því hefur meðal annars verið haldið fram að um skemmdarverk hafi verið að ræða. Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, kallaði eftir því í gær að stöðvun rúllustigans yrði rannsökuð. Ef um viljaverk væri að ræða ætti að reka og lögsækja þann sem bæri ábyrgðina. Jesse Watters, þáttastjórnandi hjá Fox, sagði í þætt sínum í gærkvöldi að „þeir“ hafi valdið skemmdarverki og að forsetafrúin hefði getað slasað sig. If someone at the UN intentionally stopped the escalator as the President and First Lady were stepping on, they need to be fired and investigated immediately.The Times reported this on Sunday.👇 pic.twitter.com/NitsWbGYG0— Karoline Leavitt (@PressSec) September 23, 2025
Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Sjá meira