Innlent

Jarðvarmi enn mikil­vægari en áður var talið

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum verður rætt við Umhverfis- og auðlindaráðherra um nýja skýrslu sem kynnt var í morgun. 

Þar kemur meðal annars fram að jarðvarmaauðlindin sé enn öflugri en áður hafði verið talið. Þannig telst ekkert svæði á landinu kalt, ólíkt því sem menn héldu. 

Einnig verður rætt við seðlabankastjóra um fjármálastöðugleika landsins. Hann segir meðal annars að á viðsjárverðum tímum sé mikilvægt fyrir Ísland að eiga öflugan gjaldeyrisforða. 

Að auki fjöllum við um viðsnúning Donalds Trump þegar kemur að stríðinu í Úkraínu og ofurfellibylinn Ragasa sem geisar nú í Asíu. 

Í sportpakka dagsins fjöllum við um enska deildarbikarinn sem fram fór í gær og fjöllum áfram um deilur inna Körfuknattleikssambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×