Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. september 2025 13:15 Lögreglan kom sandpokum fyrir á seinni sprengjunni. EPA/Terje Pedersen Tveir þrettán ára drengir eru í haldi lögreglu eftir að handsprengja var sprengd í miðborg Osló í gærkvöldi. Lögreglan telur málið tengjast sænsku glæpagengi og mannráni. Þrettán ára drengur var handtekinn vegna sprengingar sem sprakk á Pilestredet í Osló. Um var að ræða handsprengju og var mikill viðbúnaður á vettvangi í allt gærkvöld. Þar fannst önnur handsprengja sem var síðan sprengd af lögreglu. Enginn slasaðist í sprengingunni. Í frétt NRK segir að drengnum hafi verið lofað þrjátíu þúsund norskum krónum, tæpar 370 þúsund íslenskum krónum, fyrir að framkvæma verknaðinn. Tvö önnur börn voru tekin í hald lögreglu, annað þeirra einnig þrettán ára strákur sem er einnig talinn tengjast verknaðinum. Þriðja barninu hefur verið sleppt úr haldi. Tengist glæpagengjum og mannráni Ein af tilgátum lögreglunnar er sú að málið tengist sænsku glæpasamtökunum Foxtrot, sem rekin eru af Rawa Majid, einnig þekktur sem kúrdíski refurinn. Lögreglan telur að hægt sé að rekja sprengjuna til átaka milli tveggja glæpahópa. „Það er stór hluti af rannsókninni og við erum með upplýsingar sem við getum ekki greint frá,“ segir Grete Lien Metlid, rannsóknarlögreglumaður. Þá er einnig tilgáta lögreglu að mannránsmál frá því í síðustu viku tengist einnig sprengingunni. 24 ára gömlum karlmanni var rænt og hann fluttur úr landi. Maðurinn fannst síðan heill á húfi á föstudag í síðustu viku. Tveir Norðmenn og einn Svíi hafa verið kærðir í málinu. „Skjólstæðingurinn minn hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn vegna mannránsmálsins, og getur því ekki hafa haft eitthvað að gera með þetta mál,“ segir Nils Christian Nordhus, verjandi Svíans. Norðmennirnir tveir neita einnig sök í málinu. Noregur Erlend sakamál Tengdar fréttir Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Þrettán ára drengur hefur verið handtekinn vegna sprengingar sem sprakk á Pilestredet í Osló. Mikill viðbúnaður var á vettvangi í kvöld vegna sprengingarinnar. Engan sakaði þegar sprengjan sprakk. Lögregla sprengdi á vettvangi aðra sprengju. Fylgst er með gangi mála í vaktinni að neðan. 23. september 2025 19:23 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Þrettán ára drengur var handtekinn vegna sprengingar sem sprakk á Pilestredet í Osló. Um var að ræða handsprengju og var mikill viðbúnaður á vettvangi í allt gærkvöld. Þar fannst önnur handsprengja sem var síðan sprengd af lögreglu. Enginn slasaðist í sprengingunni. Í frétt NRK segir að drengnum hafi verið lofað þrjátíu þúsund norskum krónum, tæpar 370 þúsund íslenskum krónum, fyrir að framkvæma verknaðinn. Tvö önnur börn voru tekin í hald lögreglu, annað þeirra einnig þrettán ára strákur sem er einnig talinn tengjast verknaðinum. Þriðja barninu hefur verið sleppt úr haldi. Tengist glæpagengjum og mannráni Ein af tilgátum lögreglunnar er sú að málið tengist sænsku glæpasamtökunum Foxtrot, sem rekin eru af Rawa Majid, einnig þekktur sem kúrdíski refurinn. Lögreglan telur að hægt sé að rekja sprengjuna til átaka milli tveggja glæpahópa. „Það er stór hluti af rannsókninni og við erum með upplýsingar sem við getum ekki greint frá,“ segir Grete Lien Metlid, rannsóknarlögreglumaður. Þá er einnig tilgáta lögreglu að mannránsmál frá því í síðustu viku tengist einnig sprengingunni. 24 ára gömlum karlmanni var rænt og hann fluttur úr landi. Maðurinn fannst síðan heill á húfi á föstudag í síðustu viku. Tveir Norðmenn og einn Svíi hafa verið kærðir í málinu. „Skjólstæðingurinn minn hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn vegna mannránsmálsins, og getur því ekki hafa haft eitthvað að gera með þetta mál,“ segir Nils Christian Nordhus, verjandi Svíans. Norðmennirnir tveir neita einnig sök í málinu.
Noregur Erlend sakamál Tengdar fréttir Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Þrettán ára drengur hefur verið handtekinn vegna sprengingar sem sprakk á Pilestredet í Osló. Mikill viðbúnaður var á vettvangi í kvöld vegna sprengingarinnar. Engan sakaði þegar sprengjan sprakk. Lögregla sprengdi á vettvangi aðra sprengju. Fylgst er með gangi mála í vaktinni að neðan. 23. september 2025 19:23 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Þrettán ára drengur hefur verið handtekinn vegna sprengingar sem sprakk á Pilestredet í Osló. Mikill viðbúnaður var á vettvangi í kvöld vegna sprengingarinnar. Engan sakaði þegar sprengjan sprakk. Lögregla sprengdi á vettvangi aðra sprengju. Fylgst er með gangi mála í vaktinni að neðan. 23. september 2025 19:23
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila