Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar 26. september 2025 07:30 Í dag eru sex ár síðan forsætis-, fjármála- og innviðaráðherra, borgarstjóri og bæjarstjórarnir á höfuðborgarsvæðinu skrifuðu undir Samgöngusáttmálann. Hann var gerður að norrænni fyrirmynd og var sameiginleg framtíðarsýn þessara aðila sem saman bera ábyrgð á samgöngumálum á svæðinu ásamt langtíma framkvæmdaáætlun. Sáttmálinn var svo uppfærður fyrir ári síðan. Í tilefni afmælisins ætla ég að stikla á stóru varðandi stöðu mála, sem við hjá Betri samgöngum berum ábyrgð á að hrinda í framkvæmd. Fjölbreyttar fjárfestingar Við gerum okkur grein fyrir að sagan er ekki hliðholl áætlunum stórra opinberra verkefna. Það á bæði við um samgönguframkvæmdir og aðrar framkvæmdir hérlendis og erlendis. Með uppfærðum sáttmála voru allar áætlanir uppfærðar. Framsetning áætlana var samræmd og þær áhættugreindar. Notuð var alþjóðlega viðurkennd aðferðafræði. Við erum því nú með eins áreiðanlegar áætlanir og kostur er á þessu stigi. Mikilvægasta verkefnið framundan er að fylgja þeim eftir og tryggja að þær standist eins vel og mögulegt er. Í því sambandi er lykilatriði að taka góðan tíma í vandaðan undirbúning, en láta framkvæmdir ganga hratt. Þremur af níu stofnvegaverkefnum er lokið, tvöföldunum á hluta af öllum meginleiðunum út af höfuðborgarsvæðinu; Vesturlands- og Suðurlandsvegi og Reykjanesbraut. Framkvæmdum við Arnarnesveg á að ljúka á næsta ári, sem tengir betur saman efri byggðir Kópavogs og Breiðholt. Undirbúningur stendur yfir vegna Sæbrautarstokks og gatnamóta Reykjanesbrautar og Bústaðavegar, en báðum framkvæmdum á að ljúka 2030. Á næstu vikum mun líta dagsins ljós nýr samanburður á möguleikum á mislægum lausnum á Reykjanesbraut í Hafnarfirði annars vegar og göngum undir Setberg hins vegar. Í kjölfarið verður hægt að taka ákvörðun um hvaða leið verður farin, en framkvæmdum á að ljúka 2032. Enn lengra er svo í Miklubrautargöng og Garðabæjarstokk, en verklok eru áætluð á árunum 2035-2040. Undirbúningur Borgarlínunnar hefur staðið lengi yfir og gengur vel. Framkvæmdir við fyllingar Fossvogsbrúarinnar, fyrstu stóru framkvæmdirnar vegna Borgarlínunnar, hófust í janúar. Tilboð í brúarsmíðina sjálfa verða opnuð á þriðjudaginn. Síðan fara framkvæmdir við einstaka leggi Borgarlínunnar af stað einn af öðrum til ársins 2031 þegar fyrsta lota á að vera tilbúin. Önnur lota er svo væntanleg árið 2032, sjötta á að vera fullbúin árið 2033, fimmta árið 2035 og þriðja og fjórða fyrir árið 2040. Nei, númer lotnanna eru ekki í réttri tímaröð, bara svona til þess að gera flókið mál aðeins áhugaverðara. Framkvæmdir við nýja hjóla- og göngustíga ganga vel. Lagðir hafa verið meira en 20 km af nýjum stígum og gert ráð fyrir að um 80 km verði lagðir til viðbótar. Í sumar hafa staðið yfir framkvæmdir við nýja stíga meðfram Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði og Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ. Þessi götuheiti og staðsetning þeirra flækja svo málið enn frekar. Minni fjárfestingar sem snúa að bættu umferðaröryggi- og flæði hafa staðið yfir, svo sem við nýja sérrein fyrir Strætó meðfram Kringlumýrarbraut. Þá hafa umferðarljós á 42 gatnamótum verið endurnýjuð frá gildistöku sáttmálans og 19 til viðbótar eru væntanleg. Fjármögnun verkefna Ríkið lagði Keldnaland til sem hluta fjármögnunar sáttmálans. Betri samgöngur og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu staðið að undirbúningi uppbyggingar síðustu árin. Haldin var alþjóðleg samkeppni árið 2023 um þróunaráætlun og síðustu misseri hefur verið unnið áfram að skipulagi og hönnun á grundvelli vinningstillögunnar. Landið var verðmetið á 15 milljarða í upphaflegum sáttmála, en 50 milljarða í uppfærðum sáttmála. Stefnt er að því að þar rísi vistvæn, fjölbreytt og félagslega sjálfbær borgarhverfi fyrir yfir 12 þúsund íbúa og allt að 7.500 störf. Síðustu vikur voru til kynningar og umsagnar drög að aðalskipulagsbreytingu, umhverfismati og þróunaráætlun. Nú verður farið yfir athugasemdir og ábendingar og tillagan uppfærð og þróuð áfram. Reiknað er með að endanleg og lögformleg aðalskipulagstillaga verði kynnt undir árslok. Með rammahluta aðalskipulags eru stóru línurnar lagðar fyrir svæðið í heild. Deiliskipulagsgerð er ekki hafin og gera má ráð fyrir að heildarsvæðinu verði skipt upp í a.m.k. tíu deiliskipulagsáætlanir. Í deiliskipulagsáætlunum verða settar fram ítarlegri ákvarðanir um einstaka reiti, byggingarmagn, fjölda íbúða, bílastæða o.fl. Gera má ráð fyrir að fyrstu deiliskipulagsáætlanir verði til umsagnar á næsta ári en að deiliskipulagsgerð fyrir Keldnaland í heild sinni standi yfir næsta áratug. Uppbygging Borgarlínu verður undanfari uppbyggingar á svæðinu. Samkvæmt framkvæmdaáætlun Samgöngusáttmálans hefst uppbygging Borgarlínu um Keldnaland og Blikastaðaland árið 2028 og lýkur 2032. Í húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir að úthlutun lóða á svæðinu hefjist árið 2029. Auk Keldnalands og beinna framlaga ríkis og sveitarfélaga verður sáttmálinn fjármagnaður með flýti- og umferðargjöldum eða annarri tekjuöflun ríkisins. Í upphaflegum sáttmála var gert ráð fyrir að innheimta þeirra hæfist árið 2022, en nú er miðað við árið 2030. Gjöld af þessu tagi þekkjast í löndum í kringum okkur, eins og Svíþjóð, Noregi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Þau ganga yfirleitt út á að tekið er gjald fyrir að aka inn eða út úr miðborgum að öðrum svæðum með mikilli bílaumferð. Hugmyndin byggir á því að sanngjarnt sé að þau sem nota umferðarmannvirki, og valda umferðartöfum, greiði fyrir kostnaðinn af því. Það mun taka okkur um tvö ár að undirbúa gjaldtöku eftir að lög um þau hafa verið sett. Fjármálaráðuneytið og Alþingi þurfa því að fara að huga að lagasetningu ef tímaáætlun á að haldast. Uppbygging til framtíðar Það getur verið erfitt að hugsa 15 ár fram í tímann þegar maður situr fastur í umferðinni. Það tekur tíma að finna lausnir sem breið sátt er um, fjármagna þær, fara með þær í gegnum hönnunar- og skipulagsferli og hrinda í framkvæmd. Staðbundnir vandar hafa þegar verið leystir með framkvæmdum á t.d. Vestur- og Suðurlandsvegi, Reykjanesbraut og Kringlumýrarbraut og umferðarljós hafa víða verið endurnýjuð. Á næst ári verður staðan allt önnur í kringum Arnarnesveg og Fossvogsbrú mun árið 2028 nýtast Strætó, hjólandi og gangandi. En umbyltingar, sem munu hafa jákvæð áhrif á öll sem ferðast um höfuðborgarsvæðið munu koma með flýti- og umferðargjöldum árið 2030 og fyrstu lotu Borgarlínunnar árið 2031. Við erum því rúmlega hálfnuð með þau verkefni. Höfundur er framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þorláksson Borgarlína Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Í dag eru sex ár síðan forsætis-, fjármála- og innviðaráðherra, borgarstjóri og bæjarstjórarnir á höfuðborgarsvæðinu skrifuðu undir Samgöngusáttmálann. Hann var gerður að norrænni fyrirmynd og var sameiginleg framtíðarsýn þessara aðila sem saman bera ábyrgð á samgöngumálum á svæðinu ásamt langtíma framkvæmdaáætlun. Sáttmálinn var svo uppfærður fyrir ári síðan. Í tilefni afmælisins ætla ég að stikla á stóru varðandi stöðu mála, sem við hjá Betri samgöngum berum ábyrgð á að hrinda í framkvæmd. Fjölbreyttar fjárfestingar Við gerum okkur grein fyrir að sagan er ekki hliðholl áætlunum stórra opinberra verkefna. Það á bæði við um samgönguframkvæmdir og aðrar framkvæmdir hérlendis og erlendis. Með uppfærðum sáttmála voru allar áætlanir uppfærðar. Framsetning áætlana var samræmd og þær áhættugreindar. Notuð var alþjóðlega viðurkennd aðferðafræði. Við erum því nú með eins áreiðanlegar áætlanir og kostur er á þessu stigi. Mikilvægasta verkefnið framundan er að fylgja þeim eftir og tryggja að þær standist eins vel og mögulegt er. Í því sambandi er lykilatriði að taka góðan tíma í vandaðan undirbúning, en láta framkvæmdir ganga hratt. Þremur af níu stofnvegaverkefnum er lokið, tvöföldunum á hluta af öllum meginleiðunum út af höfuðborgarsvæðinu; Vesturlands- og Suðurlandsvegi og Reykjanesbraut. Framkvæmdum við Arnarnesveg á að ljúka á næsta ári, sem tengir betur saman efri byggðir Kópavogs og Breiðholt. Undirbúningur stendur yfir vegna Sæbrautarstokks og gatnamóta Reykjanesbrautar og Bústaðavegar, en báðum framkvæmdum á að ljúka 2030. Á næstu vikum mun líta dagsins ljós nýr samanburður á möguleikum á mislægum lausnum á Reykjanesbraut í Hafnarfirði annars vegar og göngum undir Setberg hins vegar. Í kjölfarið verður hægt að taka ákvörðun um hvaða leið verður farin, en framkvæmdum á að ljúka 2032. Enn lengra er svo í Miklubrautargöng og Garðabæjarstokk, en verklok eru áætluð á árunum 2035-2040. Undirbúningur Borgarlínunnar hefur staðið lengi yfir og gengur vel. Framkvæmdir við fyllingar Fossvogsbrúarinnar, fyrstu stóru framkvæmdirnar vegna Borgarlínunnar, hófust í janúar. Tilboð í brúarsmíðina sjálfa verða opnuð á þriðjudaginn. Síðan fara framkvæmdir við einstaka leggi Borgarlínunnar af stað einn af öðrum til ársins 2031 þegar fyrsta lota á að vera tilbúin. Önnur lota er svo væntanleg árið 2032, sjötta á að vera fullbúin árið 2033, fimmta árið 2035 og þriðja og fjórða fyrir árið 2040. Nei, númer lotnanna eru ekki í réttri tímaröð, bara svona til þess að gera flókið mál aðeins áhugaverðara. Framkvæmdir við nýja hjóla- og göngustíga ganga vel. Lagðir hafa verið meira en 20 km af nýjum stígum og gert ráð fyrir að um 80 km verði lagðir til viðbótar. Í sumar hafa staðið yfir framkvæmdir við nýja stíga meðfram Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði og Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ. Þessi götuheiti og staðsetning þeirra flækja svo málið enn frekar. Minni fjárfestingar sem snúa að bættu umferðaröryggi- og flæði hafa staðið yfir, svo sem við nýja sérrein fyrir Strætó meðfram Kringlumýrarbraut. Þá hafa umferðarljós á 42 gatnamótum verið endurnýjuð frá gildistöku sáttmálans og 19 til viðbótar eru væntanleg. Fjármögnun verkefna Ríkið lagði Keldnaland til sem hluta fjármögnunar sáttmálans. Betri samgöngur og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu staðið að undirbúningi uppbyggingar síðustu árin. Haldin var alþjóðleg samkeppni árið 2023 um þróunaráætlun og síðustu misseri hefur verið unnið áfram að skipulagi og hönnun á grundvelli vinningstillögunnar. Landið var verðmetið á 15 milljarða í upphaflegum sáttmála, en 50 milljarða í uppfærðum sáttmála. Stefnt er að því að þar rísi vistvæn, fjölbreytt og félagslega sjálfbær borgarhverfi fyrir yfir 12 þúsund íbúa og allt að 7.500 störf. Síðustu vikur voru til kynningar og umsagnar drög að aðalskipulagsbreytingu, umhverfismati og þróunaráætlun. Nú verður farið yfir athugasemdir og ábendingar og tillagan uppfærð og þróuð áfram. Reiknað er með að endanleg og lögformleg aðalskipulagstillaga verði kynnt undir árslok. Með rammahluta aðalskipulags eru stóru línurnar lagðar fyrir svæðið í heild. Deiliskipulagsgerð er ekki hafin og gera má ráð fyrir að heildarsvæðinu verði skipt upp í a.m.k. tíu deiliskipulagsáætlanir. Í deiliskipulagsáætlunum verða settar fram ítarlegri ákvarðanir um einstaka reiti, byggingarmagn, fjölda íbúða, bílastæða o.fl. Gera má ráð fyrir að fyrstu deiliskipulagsáætlanir verði til umsagnar á næsta ári en að deiliskipulagsgerð fyrir Keldnaland í heild sinni standi yfir næsta áratug. Uppbygging Borgarlínu verður undanfari uppbyggingar á svæðinu. Samkvæmt framkvæmdaáætlun Samgöngusáttmálans hefst uppbygging Borgarlínu um Keldnaland og Blikastaðaland árið 2028 og lýkur 2032. Í húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir að úthlutun lóða á svæðinu hefjist árið 2029. Auk Keldnalands og beinna framlaga ríkis og sveitarfélaga verður sáttmálinn fjármagnaður með flýti- og umferðargjöldum eða annarri tekjuöflun ríkisins. Í upphaflegum sáttmála var gert ráð fyrir að innheimta þeirra hæfist árið 2022, en nú er miðað við árið 2030. Gjöld af þessu tagi þekkjast í löndum í kringum okkur, eins og Svíþjóð, Noregi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Þau ganga yfirleitt út á að tekið er gjald fyrir að aka inn eða út úr miðborgum að öðrum svæðum með mikilli bílaumferð. Hugmyndin byggir á því að sanngjarnt sé að þau sem nota umferðarmannvirki, og valda umferðartöfum, greiði fyrir kostnaðinn af því. Það mun taka okkur um tvö ár að undirbúa gjaldtöku eftir að lög um þau hafa verið sett. Fjármálaráðuneytið og Alþingi þurfa því að fara að huga að lagasetningu ef tímaáætlun á að haldast. Uppbygging til framtíðar Það getur verið erfitt að hugsa 15 ár fram í tímann þegar maður situr fastur í umferðinni. Það tekur tíma að finna lausnir sem breið sátt er um, fjármagna þær, fara með þær í gegnum hönnunar- og skipulagsferli og hrinda í framkvæmd. Staðbundnir vandar hafa þegar verið leystir með framkvæmdum á t.d. Vestur- og Suðurlandsvegi, Reykjanesbraut og Kringlumýrarbraut og umferðarljós hafa víða verið endurnýjuð. Á næst ári verður staðan allt önnur í kringum Arnarnesveg og Fossvogsbrú mun árið 2028 nýtast Strætó, hjólandi og gangandi. En umbyltingar, sem munu hafa jákvæð áhrif á öll sem ferðast um höfuðborgarsvæðið munu koma með flýti- og umferðargjöldum árið 2030 og fyrstu lotu Borgarlínunnar árið 2031. Við erum því rúmlega hálfnuð með þau verkefni. Höfundur er framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun