Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. september 2025 22:32 Eiríkur Rögnvaldsson hefur áhyggjur af stöðu íslenskunnar. Í umsögn um fjárlagafrumvarp fyrir árið 2026 málar hann upp nokkuð dökka mynd af stöðunni eftir tvo til þrjá áratugi. Vísir/Lýður Valberg Prófessor í íslenskri málfræði segir stjórnvöld verða að auka fjárframlög til íslenskukennslu, en ekki draga úr þeim líkt og stefnt sé að. Það sé raunhæfur möguleiki að enska verði orðið aðalsamskiptamál í íslensku atvinnulífi innan fárra áratuga. Í gær birtist umsögn um fjárlagafrumvarp ársins 2026, sem Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra lagði fram á þingi fyrr í mánuðinum. Þar er fundið að því að draga eigi úr fjárveitingum til íslenskukennslu útlendinga annars vegar, og inngildingar innflytjenda og flóttamanna hins vegar. Vakin er athygli á því að fólki með annað móðurmál en íslensku muni fjölga á næstu árum, og hlutfall þess á vinnumarkaði geti verið orðið allt að helmingur eftir tvo til þrjá áratugi. Því sé ekki óhugsandi, og jafnvel líklegt, að um miðja þessa öld muni enska vera orðin aðalsamskiptamálið í íslensku atvinnulífi. Fólk læri ensku á undan íslensku Höfundur umsagnarinnar er Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði. „Það er náttúrulega mikilvægt að auka framlag til íslenskukennslu útlendinga, og alls ekki að skera niður eins og lagt er til í frumvarpinu,“ segir Eiríkur. Ekkert bendi til annars en að innflytjendum, sem nú séu um fjórðungur af vinnuafli hér á landi, haldi áfram að fjölga á næstu árum. „Þetta fólk, fæst af því hefur ensku að móðurmáli, og margt af því kann ekki ensku þegar það kemur til landsins. En fólkið lærir yfirleitt ensku á undan íslensku.“ Því lengri bið, því erfiðara verkefni Þetta leiði til þess að enska verði samskiptamál Íslendinga við útlendinga, en einnig á milli útlendinga með mismunandi uppruna. Að enska verði orðin aðalsamskiptamálið í atvinnulífinu innan fárra áratuga sé ekki óraunhæf framtíðarsýn. „Ef fólk af erlendum uppruna verður helmingur á vinnumarkaði, og það notar ensku í samskiptum sína á milli, á meðan við notum ensku í samskiptum við það, þá bara segir það sig sjálft að þetta hlýtur að enda svona, ef við gerum ekkert. Þetta þarf ekki að enda svona, ef við gerum átak í að kenna íslensku.“ Stjórnmálafólk átti sig ekki á alvöru málsins. „Eftir því sem líður lengri tími án þess að við gerum átak í þessu, þeim mun erfiðara verður að gera það.“ Íslensk tunga Vinnumarkaður Fjárlagafrumvarp 2026 Alþingi Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Í gær birtist umsögn um fjárlagafrumvarp ársins 2026, sem Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra lagði fram á þingi fyrr í mánuðinum. Þar er fundið að því að draga eigi úr fjárveitingum til íslenskukennslu útlendinga annars vegar, og inngildingar innflytjenda og flóttamanna hins vegar. Vakin er athygli á því að fólki með annað móðurmál en íslensku muni fjölga á næstu árum, og hlutfall þess á vinnumarkaði geti verið orðið allt að helmingur eftir tvo til þrjá áratugi. Því sé ekki óhugsandi, og jafnvel líklegt, að um miðja þessa öld muni enska vera orðin aðalsamskiptamálið í íslensku atvinnulífi. Fólk læri ensku á undan íslensku Höfundur umsagnarinnar er Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði. „Það er náttúrulega mikilvægt að auka framlag til íslenskukennslu útlendinga, og alls ekki að skera niður eins og lagt er til í frumvarpinu,“ segir Eiríkur. Ekkert bendi til annars en að innflytjendum, sem nú séu um fjórðungur af vinnuafli hér á landi, haldi áfram að fjölga á næstu árum. „Þetta fólk, fæst af því hefur ensku að móðurmáli, og margt af því kann ekki ensku þegar það kemur til landsins. En fólkið lærir yfirleitt ensku á undan íslensku.“ Því lengri bið, því erfiðara verkefni Þetta leiði til þess að enska verði samskiptamál Íslendinga við útlendinga, en einnig á milli útlendinga með mismunandi uppruna. Að enska verði orðin aðalsamskiptamálið í atvinnulífinu innan fárra áratuga sé ekki óraunhæf framtíðarsýn. „Ef fólk af erlendum uppruna verður helmingur á vinnumarkaði, og það notar ensku í samskiptum sína á milli, á meðan við notum ensku í samskiptum við það, þá bara segir það sig sjálft að þetta hlýtur að enda svona, ef við gerum ekkert. Þetta þarf ekki að enda svona, ef við gerum átak í að kenna íslensku.“ Stjórnmálafólk átti sig ekki á alvöru málsins. „Eftir því sem líður lengri tími án þess að við gerum átak í þessu, þeim mun erfiðara verður að gera það.“
Íslensk tunga Vinnumarkaður Fjárlagafrumvarp 2026 Alþingi Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira