Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. september 2025 18:51 Sveinn Aron skoraði þriðja mark Sarpsborg sem virtist ætla að vinna auðveldlega en þurfti að hafa mikið fyrir hlutunum. Alex Nicodim/NurPhoto via Getty Images Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði eitt af tíu mörkum í leik Sarpsborg og Kjelsas í þriðju umferð norsku bikarkeppninnar í fótbolta. Sarpsborg fór að endingu áfram eftir 5-5 jafntefli en 6-5 sigur í vítaspyrnukeppni. Sarpsborg lenti snemma 1-0 undir á útivelli gegn C-deildarliðinu en skoraði þrjú mörk með skömmu millibili kjölfarið, Sveinn átti eitt þeirra, og liðið virtist síðan vera búið að snúa leiknum með stöðuna 1-4 snemma í seinni hálfleik. Svo var hins vegar ekki. Heimamenn minnkuðu muninn aðeins þremur mínútum eftir að hafa lent þremur mörkum undir og skoruðu svo tvö mörk í uppbótartíma til að tryggja hádramatískt 4-4 jafntefli. Aftur neituðu heimamenn að gefast upp eftir að hafa lent undir í framlengingu, leiknum lauk með 5-5 jafntefli og draga þurfti til vítaspyrnukeppni. Þar voru gestirnir sparkvissari og skoruðu úr sex af sex spyrnum en heimamenn Kjelsas klikkuðu á sinni sjöttu. Sveinn Aron spilaði allan leikinn en tók ekki víti. Flóðljósin í verkfalli hjá Viðari Biluð flóðljós komu í veg fyrir að Viðar Örn Jónsson og félagar í HamKam gætu spilað gegn Levanger. Ellefu leikir í 32-liða úrslitum bikarsins áttu að hefjast klukkan fjögur síðdegis en aðeins tíu þeirra fóru af stað. Eftir langt ferðalag frá Hamar til Levanger kom í ljós að ljósin á vellinum virkuðu ekki. Leiknum var frestað korter, svo hálftíma og að lokum um óákveðinn tíma. Hilmir á hægri kantinum Hilmir Rafn Mikaelsson var á hægri kantinum hjá Viking en komst ekki á blað í 2-0 sigri á útivelli gegn Eik Tönsberg. Viking og Sarpsborg halda því áfram í 16-liða úrslit en HamKam bíður frekari fregna. Íslendingaliðið Brann er einnig komið áfram en lið Stefáns Inga Sigurðssonar skíttapaði gegn þriðju deildar liði og er úr leik. Arna vann með Valeranga Á sama tíma í norska kvennaboltanum var Arna Eiríksdóttir í byrjunarliði Valeranga í 2-1 sigri gegn Lyn í 20. umferð deildarinnar. Sædís Rún Heiðarsdóttir var á varamannabekknum og kom ekki við sögu. Valeranga er nú aðeins fjórum stigum frá Brann og sjö umferðir eru eftir óspilaðar. Arna gekk nýlega til liðs við Valeranga og hefur farið vel af stað, hún skoraði eitt marka liðsins í 4-0 sigri gegn Kolbotn í sínum fyrsta byrjunarliðsleik um helgina. Norski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira
Sarpsborg lenti snemma 1-0 undir á útivelli gegn C-deildarliðinu en skoraði þrjú mörk með skömmu millibili kjölfarið, Sveinn átti eitt þeirra, og liðið virtist síðan vera búið að snúa leiknum með stöðuna 1-4 snemma í seinni hálfleik. Svo var hins vegar ekki. Heimamenn minnkuðu muninn aðeins þremur mínútum eftir að hafa lent þremur mörkum undir og skoruðu svo tvö mörk í uppbótartíma til að tryggja hádramatískt 4-4 jafntefli. Aftur neituðu heimamenn að gefast upp eftir að hafa lent undir í framlengingu, leiknum lauk með 5-5 jafntefli og draga þurfti til vítaspyrnukeppni. Þar voru gestirnir sparkvissari og skoruðu úr sex af sex spyrnum en heimamenn Kjelsas klikkuðu á sinni sjöttu. Sveinn Aron spilaði allan leikinn en tók ekki víti. Flóðljósin í verkfalli hjá Viðari Biluð flóðljós komu í veg fyrir að Viðar Örn Jónsson og félagar í HamKam gætu spilað gegn Levanger. Ellefu leikir í 32-liða úrslitum bikarsins áttu að hefjast klukkan fjögur síðdegis en aðeins tíu þeirra fóru af stað. Eftir langt ferðalag frá Hamar til Levanger kom í ljós að ljósin á vellinum virkuðu ekki. Leiknum var frestað korter, svo hálftíma og að lokum um óákveðinn tíma. Hilmir á hægri kantinum Hilmir Rafn Mikaelsson var á hægri kantinum hjá Viking en komst ekki á blað í 2-0 sigri á útivelli gegn Eik Tönsberg. Viking og Sarpsborg halda því áfram í 16-liða úrslit en HamKam bíður frekari fregna. Íslendingaliðið Brann er einnig komið áfram en lið Stefáns Inga Sigurðssonar skíttapaði gegn þriðju deildar liði og er úr leik. Arna vann með Valeranga Á sama tíma í norska kvennaboltanum var Arna Eiríksdóttir í byrjunarliði Valeranga í 2-1 sigri gegn Lyn í 20. umferð deildarinnar. Sædís Rún Heiðarsdóttir var á varamannabekknum og kom ekki við sögu. Valeranga er nú aðeins fjórum stigum frá Brann og sjö umferðir eru eftir óspilaðar. Arna gekk nýlega til liðs við Valeranga og hefur farið vel af stað, hún skoraði eitt marka liðsins í 4-0 sigri gegn Kolbotn í sínum fyrsta byrjunarliðsleik um helgina.
Norski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti