Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. september 2025 08:27 Talsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa giskað á að myndatökumaður sem fylgdi Trump og gekk afturábak upp rúllustigann á undan forsetahjónunum, hafi virkjað neyðarstopp. Getty/Alexi J. Rosenfeld Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur farið fram á rannsókn á „þríþættu skemmdarverki“ sem hann segist hafa orðið fyrir í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í gær. Forsetinn fjallar um málið á samfélagsmiðli sínum Truth Social og vísar þar til þess þegar rúllustigi hætti að virka þegar hann og eigikona hans Melania stigu á hann, að textaskjárinn hans bilaði þegar hann hélt ræðu sína á þinginu og að hljóð hafi ekki heyrst almennilega í salnum. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa giskað á að myndatökumaður sem fylgdi forsetahjónunum hafi óvart virkjað neyðarstopp þegar hann fór afturábak upp rúllustigann og bent á að textaskjárinn hafi tilheyrt bandarísku sendinefndinni og verið stjórnað af starfsmönnum Hvíta hússins. Trump sagðist hins vegar hyggjast senda erindi á António Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og krefjast rannsóknar. „Þetta var ekki tilviljun, þetta var þríþætt skemmdarverk hjá Sameinuðu þjóðunum. Þeir ættu að skammast sín,“ sagði hann í færslu sinni á Truth Social. Þá kallar hann eftir handtöku þeirra sem áttu við rúllustigann og vísar til umfjöllunar Times, sem sagði starfsmenn SÞ hafa gantast með það að slökkva á rúllustigunum. Mike Waltz, sendifulltrúi Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, hefur tekið undir kröfu forstans og segir uppákomurnar algjörlega óásættanlegar. Bandaríkin muni ekki líða að grafið sé undan öryggi eða virðingu þeirra á alþjóðlegum vettvangi. Varðandi kvartanir Bandaríkjamanna um hljóðið í salnum, hafa talsmenn Sameinuðu þjóðanna bent á að kerfið sé hannað með það í huga að fulltrúar geti hlýtt á ræður og þýðingar í heyrnatólum. Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Donald Trump Tengdar fréttir Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Í ræðu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær, kvartaði hann bæði yfir bilaðri textavél í salnum og yfir því að rúllustigi í byggingunni hefði bilað. Sagði hann mikla mildi að hann og Melanía eiginkona hans hefðu ekki slasað sig þegar stigin stöðvaðist skyndilega er þau stigu á hann. 24. september 2025 11:31 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Sjá meira
Forsetinn fjallar um málið á samfélagsmiðli sínum Truth Social og vísar þar til þess þegar rúllustigi hætti að virka þegar hann og eigikona hans Melania stigu á hann, að textaskjárinn hans bilaði þegar hann hélt ræðu sína á þinginu og að hljóð hafi ekki heyrst almennilega í salnum. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa giskað á að myndatökumaður sem fylgdi forsetahjónunum hafi óvart virkjað neyðarstopp þegar hann fór afturábak upp rúllustigann og bent á að textaskjárinn hafi tilheyrt bandarísku sendinefndinni og verið stjórnað af starfsmönnum Hvíta hússins. Trump sagðist hins vegar hyggjast senda erindi á António Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og krefjast rannsóknar. „Þetta var ekki tilviljun, þetta var þríþætt skemmdarverk hjá Sameinuðu þjóðunum. Þeir ættu að skammast sín,“ sagði hann í færslu sinni á Truth Social. Þá kallar hann eftir handtöku þeirra sem áttu við rúllustigann og vísar til umfjöllunar Times, sem sagði starfsmenn SÞ hafa gantast með það að slökkva á rúllustigunum. Mike Waltz, sendifulltrúi Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, hefur tekið undir kröfu forstans og segir uppákomurnar algjörlega óásættanlegar. Bandaríkin muni ekki líða að grafið sé undan öryggi eða virðingu þeirra á alþjóðlegum vettvangi. Varðandi kvartanir Bandaríkjamanna um hljóðið í salnum, hafa talsmenn Sameinuðu þjóðanna bent á að kerfið sé hannað með það í huga að fulltrúar geti hlýtt á ræður og þýðingar í heyrnatólum.
Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Donald Trump Tengdar fréttir Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Í ræðu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær, kvartaði hann bæði yfir bilaðri textavél í salnum og yfir því að rúllustigi í byggingunni hefði bilað. Sagði hann mikla mildi að hann og Melanía eiginkona hans hefðu ekki slasað sig þegar stigin stöðvaðist skyndilega er þau stigu á hann. 24. september 2025 11:31 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Sjá meira
Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Í ræðu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær, kvartaði hann bæði yfir bilaðri textavél í salnum og yfir því að rúllustigi í byggingunni hefði bilað. Sagði hann mikla mildi að hann og Melanía eiginkona hans hefðu ekki slasað sig þegar stigin stöðvaðist skyndilega er þau stigu á hann. 24. september 2025 11:31