Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. september 2025 11:44 Brynhildur Bolladóttir er móðir grunnskólabarns í Reykjavíkurborg. Samsett Móðir grunnskólabarns, sem fær að mæta á frístundaheimili einu sinni í viku, segir manneklu í frístundastarfi geta valdið félagslegri einangrun barna. Rúmlega fimm hundruð börn eru á biðlista eftir að fá pláss í frístundaheimili eða sértækri félagsmiðstöð. Í aðsendri grein á Vísi lýsir Brynhildur Bolladóttir raunum sínum er hún reyndi að fá pláss fyrir dóttur sína á frístundaheimili grunnskóla hennar. Vegna mikillar manneklu í frístundastarfinu fær dóttir Brynhildar einungis pláss einu sinni í viku á frístundaheimilinu. „Þær gleðifréttir bárust í síðustu viku, sem var fjórða skólavika skólaársins, að hún fengi einn dag í vistun í viku. Börn í 3. bekk, sem tilheyra annarri félagsmiðstöð (það er önnur umræða hvort það sé vænlegt), hafa hins vegar verið með tvo daga í vistun frá upphafi skólaárs og eru nú með fulla vistun,“ segir Brynhildur. Hún segir börn missa af því að leika sér og starfa í skemmtilegu umhverfi frístundarinnar og hafi það neikvæð áhrif, sér í lagi á börn sem standi verr sem eiga í hættu á að félagslega einangrast. „Með hverjum deginum sem líður mun verða erfiðara að sannfæra þau um að fara í frístund.“ Tæplega tvö hundruð börn fá að mæta einn eða tvo daga í viku Í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn fréttastofu segir að samkvæmt reglum um þjónustu frístundaheimila Reykjavíkurborgar sé gert ráð fyrir að öll börn sem sótt hefur verið um pláss fyrir fái dvöl á frístundaheimili í upphafi skólaárs. Þó séu nú 515 börn á biðlista eftir að komast í frístundaheimili og sértækar félagsmiðstöðvar. Séu tafir, til að mynda vegna manneklu líkt og Brynhildur lýsir, fái fötluð börn, börn í erfiðum félagslegum aðstæðum, börn sem hafa búið skemur en tvö ár á Íslandi og börn starfsfólks frístundaheimilanna forgang. Þar á eftir eru umsóknir afgreiddar í tímaröð eftir því hvenær þær bárust, en þó þannig að börn í fyrsta bekk fái forgang, svo öðrum bekk og koll af kolli. „Ef um skort á starfsfólki er að ræða leitast frístundamiðstöðvar við að manna frístundaheimili fyrir yngri börn fyrst.“ 3704 börn hafa fengið samþykkt pláss í frístundaheimili af 4219 umsóknum sem bárust. Umsóknirnar voru um fjögur hundruð fleiri heldur en árið áður. Af þessum rúmlega 3700 börnum hafa 155 börn fengið samþykkt pláss fyrir einungis einn eða tvo daga í viku. Skóla- og menntamál Félagsmál Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Í aðsendri grein á Vísi lýsir Brynhildur Bolladóttir raunum sínum er hún reyndi að fá pláss fyrir dóttur sína á frístundaheimili grunnskóla hennar. Vegna mikillar manneklu í frístundastarfinu fær dóttir Brynhildar einungis pláss einu sinni í viku á frístundaheimilinu. „Þær gleðifréttir bárust í síðustu viku, sem var fjórða skólavika skólaársins, að hún fengi einn dag í vistun í viku. Börn í 3. bekk, sem tilheyra annarri félagsmiðstöð (það er önnur umræða hvort það sé vænlegt), hafa hins vegar verið með tvo daga í vistun frá upphafi skólaárs og eru nú með fulla vistun,“ segir Brynhildur. Hún segir börn missa af því að leika sér og starfa í skemmtilegu umhverfi frístundarinnar og hafi það neikvæð áhrif, sér í lagi á börn sem standi verr sem eiga í hættu á að félagslega einangrast. „Með hverjum deginum sem líður mun verða erfiðara að sannfæra þau um að fara í frístund.“ Tæplega tvö hundruð börn fá að mæta einn eða tvo daga í viku Í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn fréttastofu segir að samkvæmt reglum um þjónustu frístundaheimila Reykjavíkurborgar sé gert ráð fyrir að öll börn sem sótt hefur verið um pláss fyrir fái dvöl á frístundaheimili í upphafi skólaárs. Þó séu nú 515 börn á biðlista eftir að komast í frístundaheimili og sértækar félagsmiðstöðvar. Séu tafir, til að mynda vegna manneklu líkt og Brynhildur lýsir, fái fötluð börn, börn í erfiðum félagslegum aðstæðum, börn sem hafa búið skemur en tvö ár á Íslandi og börn starfsfólks frístundaheimilanna forgang. Þar á eftir eru umsóknir afgreiddar í tímaröð eftir því hvenær þær bárust, en þó þannig að börn í fyrsta bekk fái forgang, svo öðrum bekk og koll af kolli. „Ef um skort á starfsfólki er að ræða leitast frístundamiðstöðvar við að manna frístundaheimili fyrir yngri börn fyrst.“ 3704 börn hafa fengið samþykkt pláss í frístundaheimili af 4219 umsóknum sem bárust. Umsóknirnar voru um fjögur hundruð fleiri heldur en árið áður. Af þessum rúmlega 3700 börnum hafa 155 börn fengið samþykkt pláss fyrir einungis einn eða tvo daga í viku.
Skóla- og menntamál Félagsmál Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira