Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Smári Jökull Jónsson skrifar 25. september 2025 12:02 Gular viðvaranir taka gildi á höfuðborgarsvæðinu á hádegi á morgun. Vísir/Anton Gular viðvaranir vegna hvassviðris taka gildi víða um land í nótt og fyrramálið. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands hvetur fólk til að ganga frá lausamunum og er hætta á grjóthruni og skriðuföllum á sunnan- og austanverðu landinu vegna mikillar úrkomu sem spáð er í kvöld og nótt. Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á öllu landinu utan Vestfjarða vegna fyrstu haustlægðarinnar sem væntanleg er í nótt og fyrramálið. Fyrstu viðvaranir vegna hvassviðris taka gildi á Austfjörðum klukkan fimm í nótt en á suðaustanverðu landinu á hádegi á morgun. Spáð er sunnan- og suðaustan hvassviðri með snörpum vindhviðum. Teitur Arason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir vindinn verða verstan frá hádegi og fram á annað kvöld en gangi svo niður aðfaranótt laugardags. „Það verður hvassviðri nokkuð víða á landinu sem er nóg til þess að hreyfa lausamuni sem kunna að vera lausir eftir sumar, alls konar útihúsgögn og þess háttar. Hyggilegt að nota daginn í dag til að ganga frá þeim,“ sagði Teitur í samtali við fréttastofu. „Við höfum sloppið ágætlega hingað til með veður“ Teitur segir að á höfuðborgarsvæðinu verði hvassast í efri byggðum og algengast sé að trampólín og léttari garðhúsgögn fari af stað í slíku veðri. „Þetta er algengt í fyrstu haustlægðinni að svona hlutir fari af stað. Reyndar er hún frekar seint á ferðinni. 26. september fyrir alvöru haustlægð er frekar seint. Við höfum sloppið ágætlega hingað til í haust með veður myndi ég segja.“ Aukin hætta á grjóthruni og jafnvel skriðuföllum Þá taka viðvaranir gildi í kvöld á suður-, suðausturlandi og á hálendinu vegna mikillar rigningar. Fólk er hvatt til að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón og þá má búast við vatnavöxtum í ám og truflanir gætu orðið á samgöngum vegna flóða. „Það má búast við vatnavöxtum nokkuð víða á landinu og mögulega verða staðbundin flóð sem gætu valdið einhverjum vandræðum undir Eyjafjöllum, á suðausturlandi og á sunnanverðum Austfjörðum.“ Þá sé aukin hætta á grjóthruni og skriðuföllum við brattar fjallshlíðar vegna úrkomunnar. „Þeir sem hyggja á ferðalög á morgun ættu að kanna aðstæður hjá Vegagerðinni áður en lagt er af stað.“ Veður Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira
Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á öllu landinu utan Vestfjarða vegna fyrstu haustlægðarinnar sem væntanleg er í nótt og fyrramálið. Fyrstu viðvaranir vegna hvassviðris taka gildi á Austfjörðum klukkan fimm í nótt en á suðaustanverðu landinu á hádegi á morgun. Spáð er sunnan- og suðaustan hvassviðri með snörpum vindhviðum. Teitur Arason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir vindinn verða verstan frá hádegi og fram á annað kvöld en gangi svo niður aðfaranótt laugardags. „Það verður hvassviðri nokkuð víða á landinu sem er nóg til þess að hreyfa lausamuni sem kunna að vera lausir eftir sumar, alls konar útihúsgögn og þess háttar. Hyggilegt að nota daginn í dag til að ganga frá þeim,“ sagði Teitur í samtali við fréttastofu. „Við höfum sloppið ágætlega hingað til með veður“ Teitur segir að á höfuðborgarsvæðinu verði hvassast í efri byggðum og algengast sé að trampólín og léttari garðhúsgögn fari af stað í slíku veðri. „Þetta er algengt í fyrstu haustlægðinni að svona hlutir fari af stað. Reyndar er hún frekar seint á ferðinni. 26. september fyrir alvöru haustlægð er frekar seint. Við höfum sloppið ágætlega hingað til í haust með veður myndi ég segja.“ Aukin hætta á grjóthruni og jafnvel skriðuföllum Þá taka viðvaranir gildi í kvöld á suður-, suðausturlandi og á hálendinu vegna mikillar rigningar. Fólk er hvatt til að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón og þá má búast við vatnavöxtum í ám og truflanir gætu orðið á samgöngum vegna flóða. „Það má búast við vatnavöxtum nokkuð víða á landinu og mögulega verða staðbundin flóð sem gætu valdið einhverjum vandræðum undir Eyjafjöllum, á suðausturlandi og á sunnanverðum Austfjörðum.“ Þá sé aukin hætta á grjóthruni og skriðuföllum við brattar fjallshlíðar vegna úrkomunnar. „Þeir sem hyggja á ferðalög á morgun ættu að kanna aðstæður hjá Vegagerðinni áður en lagt er af stað.“
Veður Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira