Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Smári Jökull Jónsson skrifar 25. september 2025 12:02 Gular viðvaranir taka gildi á höfuðborgarsvæðinu á hádegi á morgun. Vísir/Anton Gular viðvaranir vegna hvassviðris taka gildi víða um land í nótt og fyrramálið. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands hvetur fólk til að ganga frá lausamunum og er hætta á grjóthruni og skriðuföllum á sunnan- og austanverðu landinu vegna mikillar úrkomu sem spáð er í kvöld og nótt. Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á öllu landinu utan Vestfjarða vegna fyrstu haustlægðarinnar sem væntanleg er í nótt og fyrramálið. Fyrstu viðvaranir vegna hvassviðris taka gildi á Austfjörðum klukkan fimm í nótt en á suðaustanverðu landinu á hádegi á morgun. Spáð er sunnan- og suðaustan hvassviðri með snörpum vindhviðum. Teitur Arason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir vindinn verða verstan frá hádegi og fram á annað kvöld en gangi svo niður aðfaranótt laugardags. „Það verður hvassviðri nokkuð víða á landinu sem er nóg til þess að hreyfa lausamuni sem kunna að vera lausir eftir sumar, alls konar útihúsgögn og þess háttar. Hyggilegt að nota daginn í dag til að ganga frá þeim,“ sagði Teitur í samtali við fréttastofu. „Við höfum sloppið ágætlega hingað til með veður“ Teitur segir að á höfuðborgarsvæðinu verði hvassast í efri byggðum og algengast sé að trampólín og léttari garðhúsgögn fari af stað í slíku veðri. „Þetta er algengt í fyrstu haustlægðinni að svona hlutir fari af stað. Reyndar er hún frekar seint á ferðinni. 26. september fyrir alvöru haustlægð er frekar seint. Við höfum sloppið ágætlega hingað til í haust með veður myndi ég segja.“ Aukin hætta á grjóthruni og jafnvel skriðuföllum Þá taka viðvaranir gildi í kvöld á suður-, suðausturlandi og á hálendinu vegna mikillar rigningar. Fólk er hvatt til að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón og þá má búast við vatnavöxtum í ám og truflanir gætu orðið á samgöngum vegna flóða. „Það má búast við vatnavöxtum nokkuð víða á landinu og mögulega verða staðbundin flóð sem gætu valdið einhverjum vandræðum undir Eyjafjöllum, á suðausturlandi og á sunnanverðum Austfjörðum.“ Þá sé aukin hætta á grjóthruni og skriðuföllum við brattar fjallshlíðar vegna úrkomunnar. „Þeir sem hyggja á ferðalög á morgun ættu að kanna aðstæður hjá Vegagerðinni áður en lagt er af stað.“ Veður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Sjá meira
Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á öllu landinu utan Vestfjarða vegna fyrstu haustlægðarinnar sem væntanleg er í nótt og fyrramálið. Fyrstu viðvaranir vegna hvassviðris taka gildi á Austfjörðum klukkan fimm í nótt en á suðaustanverðu landinu á hádegi á morgun. Spáð er sunnan- og suðaustan hvassviðri með snörpum vindhviðum. Teitur Arason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir vindinn verða verstan frá hádegi og fram á annað kvöld en gangi svo niður aðfaranótt laugardags. „Það verður hvassviðri nokkuð víða á landinu sem er nóg til þess að hreyfa lausamuni sem kunna að vera lausir eftir sumar, alls konar útihúsgögn og þess háttar. Hyggilegt að nota daginn í dag til að ganga frá þeim,“ sagði Teitur í samtali við fréttastofu. „Við höfum sloppið ágætlega hingað til með veður“ Teitur segir að á höfuðborgarsvæðinu verði hvassast í efri byggðum og algengast sé að trampólín og léttari garðhúsgögn fari af stað í slíku veðri. „Þetta er algengt í fyrstu haustlægðinni að svona hlutir fari af stað. Reyndar er hún frekar seint á ferðinni. 26. september fyrir alvöru haustlægð er frekar seint. Við höfum sloppið ágætlega hingað til í haust með veður myndi ég segja.“ Aukin hætta á grjóthruni og jafnvel skriðuföllum Þá taka viðvaranir gildi í kvöld á suður-, suðausturlandi og á hálendinu vegna mikillar rigningar. Fólk er hvatt til að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón og þá má búast við vatnavöxtum í ám og truflanir gætu orðið á samgöngum vegna flóða. „Það má búast við vatnavöxtum nokkuð víða á landinu og mögulega verða staðbundin flóð sem gætu valdið einhverjum vandræðum undir Eyjafjöllum, á suðausturlandi og á sunnanverðum Austfjörðum.“ Þá sé aukin hætta á grjóthruni og skriðuföllum við brattar fjallshlíðar vegna úrkomunnar. „Þeir sem hyggja á ferðalög á morgun ættu að kanna aðstæður hjá Vegagerðinni áður en lagt er af stað.“
Veður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Sjá meira