Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Vésteinn Örn Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 26. september 2025 11:02 Þeir Matthías Björn Erlingsson, Lúkas Geir Ingvarsson og Stefán Blackburn eru allir ákærðir fyrir manndráp í málinu. Vísir/Anton Brink Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson voru dæmdir í sautján ára fangelsi og Matthías Björn Erlingssyni í fjórtán ára fangelsi fyrir að verða Hjörleifi Hauki Guðmundssyni að bana í Gufunesmálinu svokallaða. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands. Ekkju hins látna voru dæmdar ellefu milljónir króna í bætur og syni hans sex milljónir. Blaðamaður Vísis er viðstaddur dómsuppsöguna og greinir frá því sem fram fer í vaktinni neðst í fréttinni. Þrír voru ákærðir fyrir manndráp í málinu, þeir Stefán Blackburn 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías Björn Erlingsson 19 ára. Þeim er var gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beitt hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Hjörleifur fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir, og lést skömmu síðar. Hér má finna umfjöllun fréttastofunnar um málið. Undir rekstri málsins snerist málflutningur saksóknara og verjenda þremenninganna að miklu leyti um hvort ásetningur þeirra hafi staðið til þess að ráða Hjörleifi bana. Sakborningarnir sögðu ítrekað í skýrslutökum að það hafi aldrei staðið til, og verjendur þeirra lögðu áherslu á þau orð umbjóðenda sinna. Saksóknari í málinu sagði hins vegar að sakborningarnir hefðu fegrað sinn hlut í málinu, og þeim hafi mátt vera fullljóst hvernig færi þegar Hjörleifur var skilinn eftir á gangstíg í Gufunesi um miðja nótt, eftir að hafa verið beittur miklu ofbeldi. Dómari í Héraðsdómi Suðurlands kvað upp dóm upp úr klukkan 11:30. Stefán og Lúkas Geir voru dæmdir í sautján ára fangelsi fyrir manndráp og Matthías Björn fjórtán ára. Tvö önnur voru ákærð í málinu. Tvítug kona var ákærð fyrir hlutdeild í ráni og frelsissviptingu að hafa sett sig í samband við Hjörleif og fengið hann til að yfirgefa heimili sitt og fara í bíl vitandi að til stæði að svipta hann frelsi sínu. Konan var sýknuð í málinu. Þá var átján ára karlmaður ákærður fyrir peningaþvætti fyrir að hafa tekið við greiðslu þriggja milljóna króna inn á bankareikning sinn, en fyrir dómi sagðist hann hann ekki hafa vitað að um illa fengið fé væri að ræða. Ákvörðun refsingar hans var frestað skilorðsbundið til tveggja ára. Fylgst verður með gangi mála í dómsuppsögunni í vaktinni hér að neðan. Ef hún birtist ekki strax er ráð að endurhlaða fréttinni.
Blaðamaður Vísis er viðstaddur dómsuppsöguna og greinir frá því sem fram fer í vaktinni neðst í fréttinni. Þrír voru ákærðir fyrir manndráp í málinu, þeir Stefán Blackburn 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías Björn Erlingsson 19 ára. Þeim er var gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beitt hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Hjörleifur fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir, og lést skömmu síðar. Hér má finna umfjöllun fréttastofunnar um málið. Undir rekstri málsins snerist málflutningur saksóknara og verjenda þremenninganna að miklu leyti um hvort ásetningur þeirra hafi staðið til þess að ráða Hjörleifi bana. Sakborningarnir sögðu ítrekað í skýrslutökum að það hafi aldrei staðið til, og verjendur þeirra lögðu áherslu á þau orð umbjóðenda sinna. Saksóknari í málinu sagði hins vegar að sakborningarnir hefðu fegrað sinn hlut í málinu, og þeim hafi mátt vera fullljóst hvernig færi þegar Hjörleifur var skilinn eftir á gangstíg í Gufunesi um miðja nótt, eftir að hafa verið beittur miklu ofbeldi. Dómari í Héraðsdómi Suðurlands kvað upp dóm upp úr klukkan 11:30. Stefán og Lúkas Geir voru dæmdir í sautján ára fangelsi fyrir manndráp og Matthías Björn fjórtán ára. Tvö önnur voru ákærð í málinu. Tvítug kona var ákærð fyrir hlutdeild í ráni og frelsissviptingu að hafa sett sig í samband við Hjörleif og fengið hann til að yfirgefa heimili sitt og fara í bíl vitandi að til stæði að svipta hann frelsi sínu. Konan var sýknuð í málinu. Þá var átján ára karlmaður ákærður fyrir peningaþvætti fyrir að hafa tekið við greiðslu þriggja milljóna króna inn á bankareikning sinn, en fyrir dómi sagðist hann hann ekki hafa vitað að um illa fengið fé væri að ræða. Ákvörðun refsingar hans var frestað skilorðsbundið til tveggja ára. Fylgst verður með gangi mála í dómsuppsögunni í vaktinni hér að neðan. Ef hún birtist ekki strax er ráð að endurhlaða fréttinni.
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Ölfus Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira