Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Vésteinn Örn Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 26. september 2025 11:02 Þeir Matthías Björn Erlingsson, Lúkas Geir Ingvarsson og Stefán Blackburn eru allir ákærðir fyrir manndráp í málinu. Vísir/Anton Brink Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson voru dæmdir í sautján ára fangelsi og Matthías Björn Erlingssyni í fjórtán ára fangelsi fyrir að verða Hjörleifi Hauki Guðmundssyni að bana í Gufunesmálinu svokallaða. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands. Ekkju hins látna voru dæmdar ellefu milljónir króna í bætur og syni hans sex milljónir. Blaðamaður Vísis er viðstaddur dómsuppsöguna og greinir frá því sem fram fer í vaktinni neðst í fréttinni. Þrír voru ákærðir fyrir manndráp í málinu, þeir Stefán Blackburn 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías Björn Erlingsson 19 ára. Þeim er var gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beitt hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Hjörleifur fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir, og lést skömmu síðar. Hér má finna umfjöllun fréttastofunnar um málið. Undir rekstri málsins snerist málflutningur saksóknara og verjenda þremenninganna að miklu leyti um hvort ásetningur þeirra hafi staðið til þess að ráða Hjörleifi bana. Sakborningarnir sögðu ítrekað í skýrslutökum að það hafi aldrei staðið til, og verjendur þeirra lögðu áherslu á þau orð umbjóðenda sinna. Saksóknari í málinu sagði hins vegar að sakborningarnir hefðu fegrað sinn hlut í málinu, og þeim hafi mátt vera fullljóst hvernig færi þegar Hjörleifur var skilinn eftir á gangstíg í Gufunesi um miðja nótt, eftir að hafa verið beittur miklu ofbeldi. Dómari í Héraðsdómi Suðurlands kvað upp dóm upp úr klukkan 11:30. Stefán og Lúkas Geir voru dæmdir í sautján ára fangelsi fyrir manndráp og Matthías Björn fjórtán ára. Tvö önnur voru ákærð í málinu. Tvítug kona var ákærð fyrir hlutdeild í ráni og frelsissviptingu að hafa sett sig í samband við Hjörleif og fengið hann til að yfirgefa heimili sitt og fara í bíl vitandi að til stæði að svipta hann frelsi sínu. Konan var sýknuð í málinu. Þá var átján ára karlmaður ákærður fyrir peningaþvætti fyrir að hafa tekið við greiðslu þriggja milljóna króna inn á bankareikning sinn, en fyrir dómi sagðist hann hann ekki hafa vitað að um illa fengið fé væri að ræða. Ákvörðun refsingar hans var frestað skilorðsbundið til tveggja ára. Fylgst verður með gangi mála í dómsuppsögunni í vaktinni hér að neðan. Ef hún birtist ekki strax er ráð að endurhlaða fréttinni.
Blaðamaður Vísis er viðstaddur dómsuppsöguna og greinir frá því sem fram fer í vaktinni neðst í fréttinni. Þrír voru ákærðir fyrir manndráp í málinu, þeir Stefán Blackburn 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías Björn Erlingsson 19 ára. Þeim er var gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beitt hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Hjörleifur fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir, og lést skömmu síðar. Hér má finna umfjöllun fréttastofunnar um málið. Undir rekstri málsins snerist málflutningur saksóknara og verjenda þremenninganna að miklu leyti um hvort ásetningur þeirra hafi staðið til þess að ráða Hjörleifi bana. Sakborningarnir sögðu ítrekað í skýrslutökum að það hafi aldrei staðið til, og verjendur þeirra lögðu áherslu á þau orð umbjóðenda sinna. Saksóknari í málinu sagði hins vegar að sakborningarnir hefðu fegrað sinn hlut í málinu, og þeim hafi mátt vera fullljóst hvernig færi þegar Hjörleifur var skilinn eftir á gangstíg í Gufunesi um miðja nótt, eftir að hafa verið beittur miklu ofbeldi. Dómari í Héraðsdómi Suðurlands kvað upp dóm upp úr klukkan 11:30. Stefán og Lúkas Geir voru dæmdir í sautján ára fangelsi fyrir manndráp og Matthías Björn fjórtán ára. Tvö önnur voru ákærð í málinu. Tvítug kona var ákærð fyrir hlutdeild í ráni og frelsissviptingu að hafa sett sig í samband við Hjörleif og fengið hann til að yfirgefa heimili sitt og fara í bíl vitandi að til stæði að svipta hann frelsi sínu. Konan var sýknuð í málinu. Þá var átján ára karlmaður ákærður fyrir peningaþvætti fyrir að hafa tekið við greiðslu þriggja milljóna króna inn á bankareikning sinn, en fyrir dómi sagðist hann hann ekki hafa vitað að um illa fengið fé væri að ræða. Ákvörðun refsingar hans var frestað skilorðsbundið til tveggja ára. Fylgst verður með gangi mála í dómsuppsögunni í vaktinni hér að neðan. Ef hún birtist ekki strax er ráð að endurhlaða fréttinni.
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Ölfus Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira