Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. september 2025 20:02 Herra Hnetusmjör gaf út lag sem heitir eftir myndlistarmanninum Ella Egilssyni. Samsett Myndlistamaðurinn Elli Egilsson Fox hélt fyrst að um grín væri að ræða þegar tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör gaf út lag sem heitir eftir honum. Hann er búsettur í Bandaríkjunum og málar íslenskt landslag eftir minni. „Ég vaknaði einn morguninn og Árni var búinn að senda mér eitthvað myndband. Þá var það hann á hlýrabol í hljóðveri að taka upp þetta viðlag. Hann var bara með þetta viðlag, þetta var bara einhver lína sem kom í höfuðið á honum þegar hann var að koma heim eitt kvöldið,“ segir Elli í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fyrr á árinu gaf Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, út lagið Elli Egils. Þar vísar hann í málverk málað af Ella sem prýddi veginn á heimili hans. „Ég set búnt á skenkinn, Elli Egils á vegginn“ „Það er mjög sérstök tilfinning því ég hef aldrei verið mikið fyrir sviðsljósið. Ég er voða mikið á vinnustofunni að mála og læt verkin tala fyrir sínu. En Árni og Þormóður sem gerðu lagið eru algjörir snillingar og ég heyrði strax að þetta yrði „hittari“ en ég hélt fyrst að þetta væri grín fyrst þegar hann sendi mér þetta,“ segir Elli. Málar íslenskt landslag eftir minni Elli er núna búsettur í Las Vegas og er þar með vinnustofu þar sem hann málar landslag. Hann segir myndlistarhæfileika sína alfarið koma frá föður hans, Agli Eðvarðssyni. Málverk Ella eru aðallega byggð á íslenskri náttúru en þrátt fyrir að hafa ákveðinn stað á Íslandi í huga málar hann eftir eigin minni. „Ég byrjaði að mála Herðubreið, það er eitt af fjöllunum sem ég hef ekki séð með mínum eigin augum,“ segir Elli. „Ég held það sé viðfangsefnið, þetta fallega landslag okkar Íslendinga. Ég reyni að fanga það eftir minni.“ Fyrst málaði Elli aðra hluti sem hann lýsir sem fígúrum og graff. Hann tók síðan algjöra beygju og fór að mála landslagsmyndir. „Ég held að það sé það sem ég náði að fanga, að verkin mín ná til flestra. Ég málaði ekki landslag áður fyrr, þá voru alls konar fígúrur og graff en það var ekki fyrr en fyrir tíu árum síðan að ég fattaði að mér fannst vanta klassískan landslagsmálara í mína kynslóð. Við erum með Tolla og Guðrúnu Kristjáns og pabba auðvitað, þau eru foreldrar okkar en mér fannst vanta einhvern á mínum aldri.“ Tónlist Myndlist Bandaríkin Bítið Bylgjan Mest lesið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Fleiri fréttir Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig Sjá meira
„Ég vaknaði einn morguninn og Árni var búinn að senda mér eitthvað myndband. Þá var það hann á hlýrabol í hljóðveri að taka upp þetta viðlag. Hann var bara með þetta viðlag, þetta var bara einhver lína sem kom í höfuðið á honum þegar hann var að koma heim eitt kvöldið,“ segir Elli í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fyrr á árinu gaf Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, út lagið Elli Egils. Þar vísar hann í málverk málað af Ella sem prýddi veginn á heimili hans. „Ég set búnt á skenkinn, Elli Egils á vegginn“ „Það er mjög sérstök tilfinning því ég hef aldrei verið mikið fyrir sviðsljósið. Ég er voða mikið á vinnustofunni að mála og læt verkin tala fyrir sínu. En Árni og Þormóður sem gerðu lagið eru algjörir snillingar og ég heyrði strax að þetta yrði „hittari“ en ég hélt fyrst að þetta væri grín fyrst þegar hann sendi mér þetta,“ segir Elli. Málar íslenskt landslag eftir minni Elli er núna búsettur í Las Vegas og er þar með vinnustofu þar sem hann málar landslag. Hann segir myndlistarhæfileika sína alfarið koma frá föður hans, Agli Eðvarðssyni. Málverk Ella eru aðallega byggð á íslenskri náttúru en þrátt fyrir að hafa ákveðinn stað á Íslandi í huga málar hann eftir eigin minni. „Ég byrjaði að mála Herðubreið, það er eitt af fjöllunum sem ég hef ekki séð með mínum eigin augum,“ segir Elli. „Ég held það sé viðfangsefnið, þetta fallega landslag okkar Íslendinga. Ég reyni að fanga það eftir minni.“ Fyrst málaði Elli aðra hluti sem hann lýsir sem fígúrum og graff. Hann tók síðan algjöra beygju og fór að mála landslagsmyndir. „Ég held að það sé það sem ég náði að fanga, að verkin mín ná til flestra. Ég málaði ekki landslag áður fyrr, þá voru alls konar fígúrur og graff en það var ekki fyrr en fyrir tíu árum síðan að ég fattaði að mér fannst vanta klassískan landslagsmálara í mína kynslóð. Við erum með Tolla og Guðrúnu Kristjáns og pabba auðvitað, þau eru foreldrar okkar en mér fannst vanta einhvern á mínum aldri.“
Tónlist Myndlist Bandaríkin Bítið Bylgjan Mest lesið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Fleiri fréttir Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig Sjá meira