Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. september 2025 22:01 Gavi í leik á undirbúningstímabilinu. EPA/JEON HEON-KYUN Spænski miðjumaðurinn Gavi mætti á spítalann í Barcelona til að gangast undir einfalda aðgerð en meiðsli hans reyndust mun alvarlegri en í fyrstu var talið. Gavi er tiltölulega nýbúinn að jafna sig af krossbandsslitum í hnénu sem plöguðu hann í tæpt ár, frá nóvember 2023 til október 2024, og héldu honum meðal annars frá keppni þegar Spánn varð Evrópumeistari í fyrra. Hann fór svo að finna aftur til í hnénu í síðasta mánuði og hefur ekki spilað í síðustu leikjum. Læknateymi Barcelona taldi hann vera með marið liðband og ákvað að senda hann í einfalda aðgerð sem átti að taka mánuð að jafna sig á. Þá kom hins vegar í ljós að liðbandið var ekki bara marið heldur algjörlega slitið. Gavi þurfti því að gangast undir mun alvarlegri aðgerð og verður frá í fimm mánuði hið minnsta. Þetta er mikið áfall fyrir hinn meiðslahrjáða Gavi, sem var eitt sinn talinn eitt mesta efni Barcelona. Honum var ætlað að stýra spilinu á miðjunni hjá Barcelona næstu árin með Pedri, samferðamanni sínum úr akademíu Barcelona. Xavi og Gavi.EPA-EFE/Enric Fontcuberta Þeim tveimur var meira að segja líkt við goðsagnirnar Iniesta og Xavi, sá síðarnefndi hefur líka miklar mætur á Gavi og hefur kallað hann „hjarta liðsins með gæðalappir.“ Gavi átti gott tímabil eftir að hafa jafnað sig af meiðslum í fyrra og var markahæsti leikmaður Barcelona í æfingaferðinni til Asíu í sumar, en þarf nú enn og aftur að einbeita sér að meiðslum. View this post on Instagram A post shared by GAVI (@pablogavi) Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Sjá meira
Gavi er tiltölulega nýbúinn að jafna sig af krossbandsslitum í hnénu sem plöguðu hann í tæpt ár, frá nóvember 2023 til október 2024, og héldu honum meðal annars frá keppni þegar Spánn varð Evrópumeistari í fyrra. Hann fór svo að finna aftur til í hnénu í síðasta mánuði og hefur ekki spilað í síðustu leikjum. Læknateymi Barcelona taldi hann vera með marið liðband og ákvað að senda hann í einfalda aðgerð sem átti að taka mánuð að jafna sig á. Þá kom hins vegar í ljós að liðbandið var ekki bara marið heldur algjörlega slitið. Gavi þurfti því að gangast undir mun alvarlegri aðgerð og verður frá í fimm mánuði hið minnsta. Þetta er mikið áfall fyrir hinn meiðslahrjáða Gavi, sem var eitt sinn talinn eitt mesta efni Barcelona. Honum var ætlað að stýra spilinu á miðjunni hjá Barcelona næstu árin með Pedri, samferðamanni sínum úr akademíu Barcelona. Xavi og Gavi.EPA-EFE/Enric Fontcuberta Þeim tveimur var meira að segja líkt við goðsagnirnar Iniesta og Xavi, sá síðarnefndi hefur líka miklar mætur á Gavi og hefur kallað hann „hjarta liðsins með gæðalappir.“ Gavi átti gott tímabil eftir að hafa jafnað sig af meiðslum í fyrra og var markahæsti leikmaður Barcelona í æfingaferðinni til Asíu í sumar, en þarf nú enn og aftur að einbeita sér að meiðslum. View this post on Instagram A post shared by GAVI (@pablogavi)
Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Sjá meira