Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar 27. september 2025 11:32 Sveitarstjórnarkosningar í Hafnarfirði hafa áratugum saman snúist um það sama. Það er hvort Sjálfstæðisflokkur eða Samfylking fái að setjast í bæjarstjórastólinn. Þetta leikrit endurtekur sig á fjögurra ára fresti. Mynstrið er alltaf hið sama. Þegar Samfylkingin er við stjórn lofar Sjálfstæðisflokkurinn að laga fjármálin. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn er við stjórn lofar Samfylkingin hinu sama. Þeir takast á með tómum orðum en niðurstaðan verður alltaf sú sama: hallarekstur, skuldaaukning og sífellt meira fé er varið í verkefni sem hafa ekkert með grunnþjónustu bæjarins að gera. Nú í vikunni birtust greinar frá fulltrúum Samfylkingar og Viðreisnar þar sem fjallað er um „bullandi hallarekstur“ bæjarsjóðs og „reddingar meirihlutans“. Sjálfstæðisflokkurinn svarar greinunum síðan um hæl og fullyrðir að staða bæjarsjóðs sé sterk. Þar með lýkur umræðunni, eins og alltaf. Í þessu samhengi er rétt að rifja upp hver staðan var síðast þegar Samfylkingin stýrði bænum. Skuldahlutfall bæjarins fór þegar verst lét yfir 190 prósent og var Hafnarfjarðarbær í raun gjaldþrota. Þrátt fyrir þá staðreynd á nú að selja íbúum Hafnarfjarðarbæjar að Samfylkingin sé réttur aðili til að laga stöðu bæjarsjóðs. Það þarf meira en innantómar rökræður til að rétta við stöðu bæjarsjóðs. Það þarf kjark til að spyrja af hverju Hafnarfjörður hefur tekið við mun fleiri hælisleitendum en nágrannasveitarfélögin, með miklum tilkostnaði fyrir bæjarsjóð og auknu álagi á grunninnviði bæjarins. Það þarf einhver að spyrja hvers vegna Hafnfirðingar, sem fáir hafa verið að óska eftir ofurstrætisvagni og fleiri hjólastígum, eigi að greiða háan reikning fyrir Borgarlínuna þrátt fyrir að þeir fái lítið til baka í úrbætur á stofnvegum sem raunverulega skipta máli fyrir bæjarbúa. Það þarf líka að spyrja hvers vegna fé bæjarins er varið í dýr hugmyndafræðileg verkefni sem bæta ekki líf íbúa Hafnarfjarðar með nokkrum hætti. Þessar spurningar, og fleiri, eru allt spurningar sem enginn þeirra flokka sem nú sitja í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafa viljað svara, nú eða taka nokkra umræðu um. Segja má að málin hafi þróast þannig að Sjálfstæðisflokkur, Samfylking, Viðreisn og Framsókn í Hafnarfirði hafa runnið saman í eina hugmyndafræðilega blokk. Flokkarnir skiptast á að vera í meiri- og minnihluta en stefnan breytist lítið við skiptin og er niðurstaðan alltaf sú hin sama: auknar skuldir, dýr gæluverkefni og skortur á vilja til að takast á við erfið mál sem koma upp. Það er dálítið lýsandi fyrir stöðuna að í samtölum við Hafnfirðinga hefur komið í ljós að margir hverjir vita ekki einu sinni hvort Samfylkingin eða Sjálfstæðisflokkurinn séu í meirihluta. Miðflokkurinn í Hafnarfirði mun ekki taka þátt í þessu leikriti og hyggst fara inn í sveitastjórnarkosningarnar sem mótsvar við þessari umbúðapólitík samstarfsflokkanna fjögurra. Á meðan hinir flokkarnir deila um í hvaða lit eigi að mála forstofuna, vill Miðflokkurinn að húsið sé rifið og byggt uppá nýtt. Við viljum að útsvari Hafnfirðinga verði forgangsraðað þannig að þau fari í grunnþjónustu, hvort sem það eru málefni fjölskyldna í bæjarfélaginu, skóla- og leikskólamál eða þjónusta við eldri borgara. Á móti kemur viljum við skera niður öll óþarfa útgjöld og tryggja að útsvarsgreiðslur Hafnfirðinga séu ekki að fara í gæluverkefni sem samrýmast þeirri hugmyndafræði sem er í tísku hverju sinni. Höfundur er formaður stjórnar Miðflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Miðflokkurinn Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Sveitarstjórnarkosningar í Hafnarfirði hafa áratugum saman snúist um það sama. Það er hvort Sjálfstæðisflokkur eða Samfylking fái að setjast í bæjarstjórastólinn. Þetta leikrit endurtekur sig á fjögurra ára fresti. Mynstrið er alltaf hið sama. Þegar Samfylkingin er við stjórn lofar Sjálfstæðisflokkurinn að laga fjármálin. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn er við stjórn lofar Samfylkingin hinu sama. Þeir takast á með tómum orðum en niðurstaðan verður alltaf sú sama: hallarekstur, skuldaaukning og sífellt meira fé er varið í verkefni sem hafa ekkert með grunnþjónustu bæjarins að gera. Nú í vikunni birtust greinar frá fulltrúum Samfylkingar og Viðreisnar þar sem fjallað er um „bullandi hallarekstur“ bæjarsjóðs og „reddingar meirihlutans“. Sjálfstæðisflokkurinn svarar greinunum síðan um hæl og fullyrðir að staða bæjarsjóðs sé sterk. Þar með lýkur umræðunni, eins og alltaf. Í þessu samhengi er rétt að rifja upp hver staðan var síðast þegar Samfylkingin stýrði bænum. Skuldahlutfall bæjarins fór þegar verst lét yfir 190 prósent og var Hafnarfjarðarbær í raun gjaldþrota. Þrátt fyrir þá staðreynd á nú að selja íbúum Hafnarfjarðarbæjar að Samfylkingin sé réttur aðili til að laga stöðu bæjarsjóðs. Það þarf meira en innantómar rökræður til að rétta við stöðu bæjarsjóðs. Það þarf kjark til að spyrja af hverju Hafnarfjörður hefur tekið við mun fleiri hælisleitendum en nágrannasveitarfélögin, með miklum tilkostnaði fyrir bæjarsjóð og auknu álagi á grunninnviði bæjarins. Það þarf einhver að spyrja hvers vegna Hafnfirðingar, sem fáir hafa verið að óska eftir ofurstrætisvagni og fleiri hjólastígum, eigi að greiða háan reikning fyrir Borgarlínuna þrátt fyrir að þeir fái lítið til baka í úrbætur á stofnvegum sem raunverulega skipta máli fyrir bæjarbúa. Það þarf líka að spyrja hvers vegna fé bæjarins er varið í dýr hugmyndafræðileg verkefni sem bæta ekki líf íbúa Hafnarfjarðar með nokkrum hætti. Þessar spurningar, og fleiri, eru allt spurningar sem enginn þeirra flokka sem nú sitja í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafa viljað svara, nú eða taka nokkra umræðu um. Segja má að málin hafi þróast þannig að Sjálfstæðisflokkur, Samfylking, Viðreisn og Framsókn í Hafnarfirði hafa runnið saman í eina hugmyndafræðilega blokk. Flokkarnir skiptast á að vera í meiri- og minnihluta en stefnan breytist lítið við skiptin og er niðurstaðan alltaf sú hin sama: auknar skuldir, dýr gæluverkefni og skortur á vilja til að takast á við erfið mál sem koma upp. Það er dálítið lýsandi fyrir stöðuna að í samtölum við Hafnfirðinga hefur komið í ljós að margir hverjir vita ekki einu sinni hvort Samfylkingin eða Sjálfstæðisflokkurinn séu í meirihluta. Miðflokkurinn í Hafnarfirði mun ekki taka þátt í þessu leikriti og hyggst fara inn í sveitastjórnarkosningarnar sem mótsvar við þessari umbúðapólitík samstarfsflokkanna fjögurra. Á meðan hinir flokkarnir deila um í hvaða lit eigi að mála forstofuna, vill Miðflokkurinn að húsið sé rifið og byggt uppá nýtt. Við viljum að útsvari Hafnfirðinga verði forgangsraðað þannig að þau fari í grunnþjónustu, hvort sem það eru málefni fjölskyldna í bæjarfélaginu, skóla- og leikskólamál eða þjónusta við eldri borgara. Á móti kemur viljum við skera niður öll óþarfa útgjöld og tryggja að útsvarsgreiðslur Hafnfirðinga séu ekki að fara í gæluverkefni sem samrýmast þeirri hugmyndafræði sem er í tísku hverju sinni. Höfundur er formaður stjórnar Miðflokksins í Hafnarfirði.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun