Innlent

Þungir dómar ekki ó­væntir og fyrsti vistvangur landsins

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
hádegisfréttir

Þungir dómar í Gufunesmálinu svokallaða koma afbrotafræðingi ekki á óvart. Dómar yfir ungu fólki virðast hafa þyngst á síðustu misserum. Erfitt sé að segja hvort það sé tilkomið vegna aukinnar umræðu um ofbeldi meðal barna. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Viðgerðir eru hafnar á hringveginum við Jökulsá í Lóni. Vegurinn fór í sundur í vatnsveðri í gær á fimmtíu metra kafla. Verkstjóri hjá Vegagerðinni segir vonast til að hægt verði að opna veginn í kvöld.

Snæfellsnesið hefur hlotið viðurkenningu UNESCO sem vistvangur. Bæjarstjóri í Grundarfirði segir þetta viðurkenningu á margra ára vinnu íbúa og stjórnkerfis og fela í sér mörg tækifæri.

Ryder bikarinn hófst í gær. Þar ríkir mikil spenna, við förum yfir allt það helsta í Sportinu. Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni fer fram á eftir, við fáum að heyra í fyrirliða Keflavíkur, sem mætir HK. 

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 27. september 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×