Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2025 13:21 Frá heimsókn sérfræðinga Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar til Sapórisjía árið 2023. EPA/SERGEI ILNITSKY Kjarnorkuverið í Sapórisjía í Úkraínu hefur nú verið ótengt í fimm daga og kælikerfi þess keyrt með ljósavélum. Auknar áhyggjur eru uppi um öryggi kjarnorkuversins en Úkraínumenn og Rússar skiptast á að kenna hvor öðrum um ástandið. Kjarnorkuverið er í höndum Rússa, sem náðu stjórn á því tiltölulega snemma í innrás þeirra í Úkraínu. Síðasta rafmagnslínan í kjarnorkuverið, sem er það stærsta í Evrópu, slitnaði á þriðjudaginn en Úkraínumenn segja það hafa gerst í stórskotaliðsárás Rússa, samkvæmt frétt France24. Rússar segja Úkraínumenn bera ábyrgð á ástandinu en síðasta rafmagnslínan til kjarnorkuversins fór í gegnum úkraínskt yfirráðasvæði. Úkraínumenn hafa séð öryggiskerfum orkuversins fyrir rafmagni. Slökkt hefur verið á sex kjarnakljúfum orkuversins um nokkuð skeið en orka er þrátt fyrir það nauðsynleg til að kæla kljúfana og koma þannig í veg fyrir að þeir bræði úr sér. Kjarnorkuverið hefur nokkrum sinnum áður verið rafmagnslaust en aldrei svona lengi. Fari svo að ljósavélarnar bili eða verði eldsneytislausar gæti skapast verulega hættulegt ástand sem gæti líkst kjarnorkuslysinu í Fukushima í Japan árið 2011 eða jafnvel slysinu þegar kjarnakljúfur sprakk í Tjernóbil árið 1986. Rússar segjast þó eiga næga dísilolíu til að keyra kælikerfið um langt skeið. Ætla mögulega að gangsetja einn kljúfur AP fréttaveitan hefur eftir kjarnorkusérfræðingi hjá Greenpeace í Úkraínu að gervihnattamyndir bendi til þess að Rússar séu að reyna að gangsetja að innsta kosti einn af kjarnakljúfum orkuversins og tengja það við hernumdu borgirnar Melítópol og Maríupól. Síðasta desember hafi Rússar byrjað að reisa rafmagnslínur með þetta í huga. Þessi sérfræðingur Greenpeace segir að líklega sé það ástæða þess að Rússar hafi gert árásir á síðustu rafmagnslínuna sem tengdi orkuverið við Úkraínu. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Tengdar fréttir Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt einhverjar umfangsmestu loftárásir á Úkraínu hingað til. Árásirnar stóðu yfir í rúma tólf tíma og notuðust Rússar við nærri því sex hundruð sjálfsprengidróna og tæplega fimmtíu eldflaugar af ýmsum gerðum, þar á meðal ofurhljóðfráar stýriflaugar. 28. september 2025 07:52 Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Tilkynningum um rússneska dróna eða rússneskar herþotur inn í lofthelgi eða á loftvarnarsvæðum ríkja Atlantshafsbandalagsins hefur náð nýjum hæðum í þessum mánuði. Þetta hefur varpað ljósi á holur í vörnum NATO og í senn vakið spurningar um hvað ráðamönnum í Rússlandi standi til. 27. september 2025 16:01 Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Utanríkisráðherra Rússlands segir að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið hafi lýst yfir raunverulegu stríði við Rússland, í gegnum Úkraínu. Á fundi utanríkisráðherra G20 ríkjanna svokölluðu sagði Sergei Lavrov einnig að Vesturlönd bæru ábyrgð á innrás Rússa í Úkraínu. 25. september 2025 16:53 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Kjarnorkuverið er í höndum Rússa, sem náðu stjórn á því tiltölulega snemma í innrás þeirra í Úkraínu. Síðasta rafmagnslínan í kjarnorkuverið, sem er það stærsta í Evrópu, slitnaði á þriðjudaginn en Úkraínumenn segja það hafa gerst í stórskotaliðsárás Rússa, samkvæmt frétt France24. Rússar segja Úkraínumenn bera ábyrgð á ástandinu en síðasta rafmagnslínan til kjarnorkuversins fór í gegnum úkraínskt yfirráðasvæði. Úkraínumenn hafa séð öryggiskerfum orkuversins fyrir rafmagni. Slökkt hefur verið á sex kjarnakljúfum orkuversins um nokkuð skeið en orka er þrátt fyrir það nauðsynleg til að kæla kljúfana og koma þannig í veg fyrir að þeir bræði úr sér. Kjarnorkuverið hefur nokkrum sinnum áður verið rafmagnslaust en aldrei svona lengi. Fari svo að ljósavélarnar bili eða verði eldsneytislausar gæti skapast verulega hættulegt ástand sem gæti líkst kjarnorkuslysinu í Fukushima í Japan árið 2011 eða jafnvel slysinu þegar kjarnakljúfur sprakk í Tjernóbil árið 1986. Rússar segjast þó eiga næga dísilolíu til að keyra kælikerfið um langt skeið. Ætla mögulega að gangsetja einn kljúfur AP fréttaveitan hefur eftir kjarnorkusérfræðingi hjá Greenpeace í Úkraínu að gervihnattamyndir bendi til þess að Rússar séu að reyna að gangsetja að innsta kosti einn af kjarnakljúfum orkuversins og tengja það við hernumdu borgirnar Melítópol og Maríupól. Síðasta desember hafi Rússar byrjað að reisa rafmagnslínur með þetta í huga. Þessi sérfræðingur Greenpeace segir að líklega sé það ástæða þess að Rússar hafi gert árásir á síðustu rafmagnslínuna sem tengdi orkuverið við Úkraínu.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Tengdar fréttir Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt einhverjar umfangsmestu loftárásir á Úkraínu hingað til. Árásirnar stóðu yfir í rúma tólf tíma og notuðust Rússar við nærri því sex hundruð sjálfsprengidróna og tæplega fimmtíu eldflaugar af ýmsum gerðum, þar á meðal ofurhljóðfráar stýriflaugar. 28. september 2025 07:52 Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Tilkynningum um rússneska dróna eða rússneskar herþotur inn í lofthelgi eða á loftvarnarsvæðum ríkja Atlantshafsbandalagsins hefur náð nýjum hæðum í þessum mánuði. Þetta hefur varpað ljósi á holur í vörnum NATO og í senn vakið spurningar um hvað ráðamönnum í Rússlandi standi til. 27. september 2025 16:01 Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Utanríkisráðherra Rússlands segir að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið hafi lýst yfir raunverulegu stríði við Rússland, í gegnum Úkraínu. Á fundi utanríkisráðherra G20 ríkjanna svokölluðu sagði Sergei Lavrov einnig að Vesturlönd bæru ábyrgð á innrás Rússa í Úkraínu. 25. september 2025 16:53 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt einhverjar umfangsmestu loftárásir á Úkraínu hingað til. Árásirnar stóðu yfir í rúma tólf tíma og notuðust Rússar við nærri því sex hundruð sjálfsprengidróna og tæplega fimmtíu eldflaugar af ýmsum gerðum, þar á meðal ofurhljóðfráar stýriflaugar. 28. september 2025 07:52
Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Tilkynningum um rússneska dróna eða rússneskar herþotur inn í lofthelgi eða á loftvarnarsvæðum ríkja Atlantshafsbandalagsins hefur náð nýjum hæðum í þessum mánuði. Þetta hefur varpað ljósi á holur í vörnum NATO og í senn vakið spurningar um hvað ráðamönnum í Rússlandi standi til. 27. september 2025 16:01
Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Utanríkisráðherra Rússlands segir að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið hafi lýst yfir raunverulegu stríði við Rússland, í gegnum Úkraínu. Á fundi utanríkisráðherra G20 ríkjanna svokölluðu sagði Sergei Lavrov einnig að Vesturlönd bæru ábyrgð á innrás Rússa í Úkraínu. 25. september 2025 16:53
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent