„Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. september 2025 19:27 Eva Jörgensen, íbúi á Stöðvarfirði og doktor í heilsumannfræði. vísir/vilhelm/aðsend Íbúi á Stöðvarfirði segist langþreytt eftir að hafa neyðst til að sjóða allt sitt neysluvatn í tvo mánuði. Hún biðlar til stjórnvalda að taka málum er varða neysluvatn alvarlega og segir ljóst að eitthvað þurfi að breytast. Sveitastjórn Fjarðabyggðar bað íbúa á Stöðvarfirði að sjóða allt neysluvatn í þriðja skiptið á rúmum mánuði þegar fyrsta haustlægðin gekk yfir nú á föstudag. „Ákveðinn miski“ sem fylgir því að geta ekki treyst vatninu Rúmlega 90 prósent neysluvatns á Ísland kemur úr grunnvatni sem fæst úr lindum, borholum og brunnum. Það er þó ekki raunin á Stöðvarfirði. Þar sér vatnsból bænum fyrir neysluvatni en þegar að mikil úrkoma er á svæðinu er líklegra að skítur eða heilsuspillandi efni í grennd berist með vatni ofan í bólin. Bæði kólí og E.coli greindust í neysluvatni á Stöðvarfirði í upphafi mánaðarins. Von er á geislunartæki til landsins í næsta mánuði sem á að tryggja öryggi vatnsins. Íbúi sem hefur soðið allt sitt neysluvatn í tvo mánuði eftir að hafa veikst fagnar því að lausn sé í vændum þó hún hefði viljað sjá það gerast fyrr. „Ég er í rauninni farin að kaupa vatn líka til að létta aðeins á öllu suðeríinu. Síðan sýð ég vatn og set í tank í eldhúsinu hjá mér. Þegar þú nefnir það þá setur þetta ákveðið tilfinningalegt álag. Það er ákveðinn miski sem fylgir því að geta ekki treyst vatninu og neysluvatninu sem að þér er skaffað.“ Biðlar til stjórnvalda Það sé að sumu leyti súrraelískt að hafa ekki aðgang að hreinu neysluvatni á Íslandi. „Fólk er orðið frústrerað og þreytt. Og vill náttúrulega að þessi mál séu tekin og löguð og eins og mér heyrist er þetta víðtækara vandamál og kerfislægt.“ Hún hvetur stjórnvöld til að taka öryggi neysluvatns á landsbyggðinni alvarlega. Áður en grunur um sýkingu kom upp fór sýnataka aðeins fram tvisvar á ári í vatnsbólinu. „Ég held að það gæti bara verið kominn tími til þess að kalla eftir því að stjórnvöld skoði þessi mál til hlítar og það sé skoðað alvarlega hvar sé hægt að bora eftir vatni. Herða löggjöfar og reglugerðir hvað varðar í rauninni byrgingu ef maður orðar það svo að vatnsbólin sem eru opin séu byrgð. Að það séu geislavarnir og það sé þéttari sýnataka líka.“ Fjarðabyggð Heilbrigðiseftirlit Vatn Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira
Sveitastjórn Fjarðabyggðar bað íbúa á Stöðvarfirði að sjóða allt neysluvatn í þriðja skiptið á rúmum mánuði þegar fyrsta haustlægðin gekk yfir nú á föstudag. „Ákveðinn miski“ sem fylgir því að geta ekki treyst vatninu Rúmlega 90 prósent neysluvatns á Ísland kemur úr grunnvatni sem fæst úr lindum, borholum og brunnum. Það er þó ekki raunin á Stöðvarfirði. Þar sér vatnsból bænum fyrir neysluvatni en þegar að mikil úrkoma er á svæðinu er líklegra að skítur eða heilsuspillandi efni í grennd berist með vatni ofan í bólin. Bæði kólí og E.coli greindust í neysluvatni á Stöðvarfirði í upphafi mánaðarins. Von er á geislunartæki til landsins í næsta mánuði sem á að tryggja öryggi vatnsins. Íbúi sem hefur soðið allt sitt neysluvatn í tvo mánuði eftir að hafa veikst fagnar því að lausn sé í vændum þó hún hefði viljað sjá það gerast fyrr. „Ég er í rauninni farin að kaupa vatn líka til að létta aðeins á öllu suðeríinu. Síðan sýð ég vatn og set í tank í eldhúsinu hjá mér. Þegar þú nefnir það þá setur þetta ákveðið tilfinningalegt álag. Það er ákveðinn miski sem fylgir því að geta ekki treyst vatninu og neysluvatninu sem að þér er skaffað.“ Biðlar til stjórnvalda Það sé að sumu leyti súrraelískt að hafa ekki aðgang að hreinu neysluvatni á Íslandi. „Fólk er orðið frústrerað og þreytt. Og vill náttúrulega að þessi mál séu tekin og löguð og eins og mér heyrist er þetta víðtækara vandamál og kerfislægt.“ Hún hvetur stjórnvöld til að taka öryggi neysluvatns á landsbyggðinni alvarlega. Áður en grunur um sýkingu kom upp fór sýnataka aðeins fram tvisvar á ári í vatnsbólinu. „Ég held að það gæti bara verið kominn tími til þess að kalla eftir því að stjórnvöld skoði þessi mál til hlítar og það sé skoðað alvarlega hvar sé hægt að bora eftir vatni. Herða löggjöfar og reglugerðir hvað varðar í rauninni byrgingu ef maður orðar það svo að vatnsbólin sem eru opin séu byrgð. Að það séu geislavarnir og það sé þéttari sýnataka líka.“
Fjarðabyggð Heilbrigðiseftirlit Vatn Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira