Sport

Dag­skráin í dag: Fót­boltinn í fyrir­rúmi

Siggeir Ævarsson skrifar
Jack Grealish og félagar í Everton eiga leik í kvöld
Jack Grealish og félagar í Everton eiga leik í kvöld Vísir/Getty

Eftir þéttpakkaða helgi af íþróttum er aðeins rólegri mánudagur í kortunum en það er þó aldrei dauð stund á rásum Sýnar Sport og eitt og annað sem gleður augað á dagskrá í dag.

Dagurinn hefst seinni partinn á Sýn Sport Viaplay, klukkan 16:20, með leik Dortmund og Bayern München í þýska bikarnum þar sem okkar eina sanna Glódís Perla mun væntanlega leiða lið Bayern í hjarta varnarinnar.

Klukkan 18:40 er komið að leik Everton og West Ham í ensku úrvalsdeildinni á Sýn Sport og nánast á sama tíma, klukkan 18:45, eru það Stjarnan og Víkingur sem mætast í Bestu deild karla á Sýn Sport Ísland.

Stúkan er svo á sínum stað eftir leik klukkan 21:20.

Við lokum kvöldinu svo á Sýn Sport Viaplay þar sem viðureign Hurricanes og Panthers í NHL deildinni er á dagskrá klukkan 22:05.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×