Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2025 08:00 Michael van Gerwen er einn fremsti pílukastari heims. Getty/Lewis Storey Einn fremsti pílukastari heims, þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen, stóð í slagsmálum á kebabstað um helgina. Myndband af áflogunum fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Van Gerwen var í fríi um helgina eftir að hafa dregið sig út úr Swiss Darts Trophy en þessi 36 ára Hollendingur kom sér engu að síður í fréttirnar, á röngum forsendum. Á myndbandinu sést Van Gerwen eiga í harkalegum orðaskiptum við annan mann áður en þeir ákveða að láta frekar hnefana tala. Menn í kringum þá, þar af tveir öryggisverðir að því er virðist, reyndu að stöðva þá og tókst það fljótt, áður en Van Gerwen var svo fylgt út af staðnum. Michael van Gerwen slaat 180 in de Donerzaak#vechtpartij #mightymike pic.twitter.com/AaYM45mLZg— Jef (@rallyjef3) September 28, 2025 Van Gerwen hefur nú tjáð sig um málið, við Darts News, og vildi sem minnst úr því gera: „Eftir ánægjulega kvöldstund vildum við grípa eitthvað til að borða og því miður endaði ég í aðstæðum sem maður vill frekar forðast. Maðurinn kom að mér úr eldhúsinu, það var ekki á hinn veginn, eftir að við höfðum skipst á orðum. Fólk hefur verið að láta þetta hljóma meira dramatískt en það var, sem er synd,“ sagði Hollendingurinn. „Eins og sjá má þá greip fólk þarna strax inn í og málið var leyst. Ég talaði meira að segja við frænda mannsins eftir á, og við hreinsuðum loftið áður en við fórum,“ bætti hann við. Daily Mail segir að málið komi upp á erfiðu ári fyrir Van Gerwen sem hafi skilið við eiginkonu sína Daphne í maí, eftir tíu ára samband. Þau eiga tvö börn saman. Van Gerwen hefur unnið til fjöld averðlauna á sínum ferli, meðal annars þrjá heimsmeistaratitla árin 2014, 2017 og 2019. Hann er sem stendur í 3. sæti heimslistans, á eftir Luke Littler og Luke Humphries. Pílukast Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira
Van Gerwen var í fríi um helgina eftir að hafa dregið sig út úr Swiss Darts Trophy en þessi 36 ára Hollendingur kom sér engu að síður í fréttirnar, á röngum forsendum. Á myndbandinu sést Van Gerwen eiga í harkalegum orðaskiptum við annan mann áður en þeir ákveða að láta frekar hnefana tala. Menn í kringum þá, þar af tveir öryggisverðir að því er virðist, reyndu að stöðva þá og tókst það fljótt, áður en Van Gerwen var svo fylgt út af staðnum. Michael van Gerwen slaat 180 in de Donerzaak#vechtpartij #mightymike pic.twitter.com/AaYM45mLZg— Jef (@rallyjef3) September 28, 2025 Van Gerwen hefur nú tjáð sig um málið, við Darts News, og vildi sem minnst úr því gera: „Eftir ánægjulega kvöldstund vildum við grípa eitthvað til að borða og því miður endaði ég í aðstæðum sem maður vill frekar forðast. Maðurinn kom að mér úr eldhúsinu, það var ekki á hinn veginn, eftir að við höfðum skipst á orðum. Fólk hefur verið að láta þetta hljóma meira dramatískt en það var, sem er synd,“ sagði Hollendingurinn. „Eins og sjá má þá greip fólk þarna strax inn í og málið var leyst. Ég talaði meira að segja við frænda mannsins eftir á, og við hreinsuðum loftið áður en við fórum,“ bætti hann við. Daily Mail segir að málið komi upp á erfiðu ári fyrir Van Gerwen sem hafi skilið við eiginkonu sína Daphne í maí, eftir tíu ára samband. Þau eiga tvö börn saman. Van Gerwen hefur unnið til fjöld averðlauna á sínum ferli, meðal annars þrjá heimsmeistaratitla árin 2014, 2017 og 2019. Hann er sem stendur í 3. sæti heimslistans, á eftir Luke Littler og Luke Humphries.
Pílukast Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira