Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar 29. september 2025 10:01 Drambið Kunnur og afar kurteis, erlendur stjórnmálamaður heimsótti einu sinni Ísland, nýkominn frá Egyptalandi og þegar hann var inntur eftir fréttum þaðan sagði hann:„Það er útilokað að þjóðin sem þar býr nú hafi reist pýramídana“.„Hvað með okkur Íslendinga?“, spurði íslenskur diplómat, „Hefðum við getað reist þá?“?Hann svaraði um hæl: „Það er útilokað að þjóðin sem nú býr á Íslandi hafi getað ritað Íslendingasögurnar“.Dramb er ein af höfuðsyndunum, en orðið merkir einnig stórmennskuhugmyndir um sjálfan sig. Ekki fara margar sögur af konum með stórmennskuhugmyndir í Íslendingasögunum. Hver skyldi skýringin vera?Sagt er að ástæðan fyrir því að eldgos eru ekki nefnd í þessum merku sögum sé sú að þau hafi verið svo algeng að menn töldu ekki taka því að skrifa um þau. Ég veit ekki hvort það er rétt, en hugsanlegt er að hið sama hafi gilt um stórmennskuhugmyndir kvenna. Um dramb karla fara fleiri og ríkari sögur. Þórólfur Kveldúlfsson frændi Egils Skallagrímssonar, sóttist mjög eftir hylli og virðingu Haralds hárfagra og hóf störf við norsku hirðina. Hann fór í herferðir með konungi og vildi láta líta á sig sem stórhöfðingja í Noregi. Metnaður hans stóð til þess að verða nánasti hirðmaður konungs, þrátt fyrir að hann væri ekki sjálfur af aðalsættum. Þórólfur bar sig ávallt höfðinglega, hélt mikið hirðlið, stórar veislur og gaf stórmannlegar gjafir. Hann reyndi að öðlast virðingu og vinsældir með því að sýna af sér höfðingsskap, sem var þó langt umfram hans efnahag. Hann vildi stjórna eins og sjálfstæður höfðingi, en ofurmetnaður hans og dramb ollu hins vegar mikilli spennu í samskiptum hans við Harald hárfagra. Þegar honum var gefið að sök að hafa haldið undan tekjum af Finnmörku, brást konungurinn harkalega við. Þórólfur hafði ofmetið stöðu sína og traust Haraldar og var felldur í orrustu með liði sínu. Hann hafði flogið of hátt. Utanríkis Utanríkisráðherrar Íslands síðustu ára hafa virst vera nokkuð drambsamar. Þær hafa líklega ætlað sér að ganga í fótspor Þórólfs Kveldúlfssonar, flogið hátt og oft, og leitast við að taka þátt í herleiðöngrum erlendra hershöfðingja, jafnvel hjá þjóðum sem varða okkur lítið. Þær hafa borið stórar fjárhæðir á erlendar þjóðir, (t.d. í nafni „öryggis og loftslagsmála“) og haldið stórfenglegar veislur, sem íslenskir kjósendur hafa staðið straum af í þeirri trú að þannig væri virðing þeirra og öryggi tryggt. Ráðherrar Íslands hafa heitið erlendum stríðsherrum og öðrum pótintátum sina tryggð og jafnvel tekið upp utanríkisstefnu þeirra og sett erlendar þjóðir á íslensk fjárlög án nokkurs samráðs við íslensku þjóðina, sem er augljóst brot á landslögum.Hætt er við að með stórmennskunni hafi þær ekki einungis bakað sér vandræði heldur einnig allri íslensku þjóðinni. Þær hafa stórlega ofmetið stöðu sína og drambið verður þeim (og okkur) að falli líkt og Þórólfi Kveldúlfssyni. Höfundur er læknir og fullveldissinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlíus Valsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Drambið Kunnur og afar kurteis, erlendur stjórnmálamaður heimsótti einu sinni Ísland, nýkominn frá Egyptalandi og þegar hann var inntur eftir fréttum þaðan sagði hann:„Það er útilokað að þjóðin sem þar býr nú hafi reist pýramídana“.„Hvað með okkur Íslendinga?“, spurði íslenskur diplómat, „Hefðum við getað reist þá?“?Hann svaraði um hæl: „Það er útilokað að þjóðin sem nú býr á Íslandi hafi getað ritað Íslendingasögurnar“.Dramb er ein af höfuðsyndunum, en orðið merkir einnig stórmennskuhugmyndir um sjálfan sig. Ekki fara margar sögur af konum með stórmennskuhugmyndir í Íslendingasögunum. Hver skyldi skýringin vera?Sagt er að ástæðan fyrir því að eldgos eru ekki nefnd í þessum merku sögum sé sú að þau hafi verið svo algeng að menn töldu ekki taka því að skrifa um þau. Ég veit ekki hvort það er rétt, en hugsanlegt er að hið sama hafi gilt um stórmennskuhugmyndir kvenna. Um dramb karla fara fleiri og ríkari sögur. Þórólfur Kveldúlfsson frændi Egils Skallagrímssonar, sóttist mjög eftir hylli og virðingu Haralds hárfagra og hóf störf við norsku hirðina. Hann fór í herferðir með konungi og vildi láta líta á sig sem stórhöfðingja í Noregi. Metnaður hans stóð til þess að verða nánasti hirðmaður konungs, þrátt fyrir að hann væri ekki sjálfur af aðalsættum. Þórólfur bar sig ávallt höfðinglega, hélt mikið hirðlið, stórar veislur og gaf stórmannlegar gjafir. Hann reyndi að öðlast virðingu og vinsældir með því að sýna af sér höfðingsskap, sem var þó langt umfram hans efnahag. Hann vildi stjórna eins og sjálfstæður höfðingi, en ofurmetnaður hans og dramb ollu hins vegar mikilli spennu í samskiptum hans við Harald hárfagra. Þegar honum var gefið að sök að hafa haldið undan tekjum af Finnmörku, brást konungurinn harkalega við. Þórólfur hafði ofmetið stöðu sína og traust Haraldar og var felldur í orrustu með liði sínu. Hann hafði flogið of hátt. Utanríkis Utanríkisráðherrar Íslands síðustu ára hafa virst vera nokkuð drambsamar. Þær hafa líklega ætlað sér að ganga í fótspor Þórólfs Kveldúlfssonar, flogið hátt og oft, og leitast við að taka þátt í herleiðöngrum erlendra hershöfðingja, jafnvel hjá þjóðum sem varða okkur lítið. Þær hafa borið stórar fjárhæðir á erlendar þjóðir, (t.d. í nafni „öryggis og loftslagsmála“) og haldið stórfenglegar veislur, sem íslenskir kjósendur hafa staðið straum af í þeirri trú að þannig væri virðing þeirra og öryggi tryggt. Ráðherrar Íslands hafa heitið erlendum stríðsherrum og öðrum pótintátum sina tryggð og jafnvel tekið upp utanríkisstefnu þeirra og sett erlendar þjóðir á íslensk fjárlög án nokkurs samráðs við íslensku þjóðina, sem er augljóst brot á landslögum.Hætt er við að með stórmennskunni hafi þær ekki einungis bakað sér vandræði heldur einnig allri íslensku þjóðinni. Þær hafa stórlega ofmetið stöðu sína og drambið verður þeim (og okkur) að falli líkt og Þórólfi Kveldúlfssyni. Höfundur er læknir og fullveldissinni.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar