Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. september 2025 09:58 Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play. Vísir/Einar Árna Einar Ólafsson forstjóri Play þakkar starfsfólki sínu fyrir allt það sem það hefur gert fyrir félagið. Eftir á að hyggja hefði þurft að breyta viðskiptamódeli félagsins fyrr til að auka möguleika á árangri. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Einar sendi starfsfólki Play í morgun í kjölfar tilkynningar til Kauphallar um gjaldþrot. „Það er mér þungbært að tilkynna að Fly PLAY hefur hætt starfsemi. Eins og margir ykkar hafa séð í fjölmiðlum hefur leiðin að arðsemi reynst okkur erfið. Á undanförnu ári höfum við, stjórnendur og ég, lagt hart að okkur við að endurskipuleggja félagið og leiða það í gegnum erfiðleika. Þrátt fyrir þá viðleitni varð ljóst að tilraunir okkar, þó vel meintar væru, dugðu ekki til,“ segir Einar í bréfinu. „Ég geri mér grein fyrir að ekki voru allir sammála þeim breytingum sem við tókum upp. En hafið í huga að hver ákvörðun var tekin með það að markmiði að bjarga fyrirtækinu. Því miður skiluðu þessar aðgerðir ekki þeim árangri sem við vonuðumst eftir. Eftir á að hyggja hefðum við átt að breyta viðskiptamódelinu fyrr og gefa okkur betri möguleika til að ná árangri.“ Frá upphafi hafi PLAY bæði mæta efasemdum og mikilli gagnrýni sem magnaðist í fjölmiðlum. „Það er sanngjarnt að segja að þetta hafi aukið áskoranir okkar. Samt tóku farþegar vel á móti okkur: þeir kunnu að meta þjónustuna, mæltu með okkur við aðra og gáfu okkur góðar umsagnir. Fyrir það verð ég alltaf þakklátur.“ Hann hrósar starfsfólki í hástert. „Umfram allt vil ég þakka ykkur – starfsfólkinu. Dugnaður ykkar, óþreytandi vinna og persónulegar fórnir mótuðu PLAY-upplifunina og gerðu hana að því sem farþegar okkar kunnu að meta. Margir ykkar lögðu meira á ykkur en nokkurn hefði mátt biðja um, og ég er stoltur af því sem við náðum saman. Ég er sannfærður um að hæfileikar og eljusemi ykkar tryggja að þið munuð dafna á nýjum vettvangi. Þakka ykkur innilega fyrir allt sem þið hafið lagt til PLAY.“ Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Það skiptir máli fyrir þá sem hyggjast fá endurgreitt frá Play vegna flugferðar sem ekki var farið í eftir gjaldþrot félagsins, hvernig greitt var fyrir ferðina. Gjafabréf enda sem kröfur í þrotabú. 29. september 2025 10:30 Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Anton Ingi Rúnarsson knattspyrnuþjálfari er einn þeirra farþega Play sem situr nú eftir á Keflavíkurflugvelli án flugs eftir gjaldþrot félagsins. Hann átti flug til Tenerife núna klukkan 10:30 og var á klósettinu þegar hann fékk tíðindin af falli félagsins. Miðann keypti hann fyrir gjafabréf sem hann fékk eftir ótrúlega seinkun á flugi félagsins í vetur. 29. september 2025 10:36 Play hættir starfsemi Flugfélagið Play er gjaldþrota og hefur hætt starfsemi. Fjögur hundruð missa vinnuna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi. Hægt er að lesa um nýjustu tíðindi í vaktinni að neðan. 29. september 2025 09:37 Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Þetta kemur fram í tölvupósti sem Einar sendi starfsfólki Play í morgun í kjölfar tilkynningar til Kauphallar um gjaldþrot. „Það er mér þungbært að tilkynna að Fly PLAY hefur hætt starfsemi. Eins og margir ykkar hafa séð í fjölmiðlum hefur leiðin að arðsemi reynst okkur erfið. Á undanförnu ári höfum við, stjórnendur og ég, lagt hart að okkur við að endurskipuleggja félagið og leiða það í gegnum erfiðleika. Þrátt fyrir þá viðleitni varð ljóst að tilraunir okkar, þó vel meintar væru, dugðu ekki til,“ segir Einar í bréfinu. „Ég geri mér grein fyrir að ekki voru allir sammála þeim breytingum sem við tókum upp. En hafið í huga að hver ákvörðun var tekin með það að markmiði að bjarga fyrirtækinu. Því miður skiluðu þessar aðgerðir ekki þeim árangri sem við vonuðumst eftir. Eftir á að hyggja hefðum við átt að breyta viðskiptamódelinu fyrr og gefa okkur betri möguleika til að ná árangri.“ Frá upphafi hafi PLAY bæði mæta efasemdum og mikilli gagnrýni sem magnaðist í fjölmiðlum. „Það er sanngjarnt að segja að þetta hafi aukið áskoranir okkar. Samt tóku farþegar vel á móti okkur: þeir kunnu að meta þjónustuna, mæltu með okkur við aðra og gáfu okkur góðar umsagnir. Fyrir það verð ég alltaf þakklátur.“ Hann hrósar starfsfólki í hástert. „Umfram allt vil ég þakka ykkur – starfsfólkinu. Dugnaður ykkar, óþreytandi vinna og persónulegar fórnir mótuðu PLAY-upplifunina og gerðu hana að því sem farþegar okkar kunnu að meta. Margir ykkar lögðu meira á ykkur en nokkurn hefði mátt biðja um, og ég er stoltur af því sem við náðum saman. Ég er sannfærður um að hæfileikar og eljusemi ykkar tryggja að þið munuð dafna á nýjum vettvangi. Þakka ykkur innilega fyrir allt sem þið hafið lagt til PLAY.“
Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Það skiptir máli fyrir þá sem hyggjast fá endurgreitt frá Play vegna flugferðar sem ekki var farið í eftir gjaldþrot félagsins, hvernig greitt var fyrir ferðina. Gjafabréf enda sem kröfur í þrotabú. 29. september 2025 10:30 Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Anton Ingi Rúnarsson knattspyrnuþjálfari er einn þeirra farþega Play sem situr nú eftir á Keflavíkurflugvelli án flugs eftir gjaldþrot félagsins. Hann átti flug til Tenerife núna klukkan 10:30 og var á klósettinu þegar hann fékk tíðindin af falli félagsins. Miðann keypti hann fyrir gjafabréf sem hann fékk eftir ótrúlega seinkun á flugi félagsins í vetur. 29. september 2025 10:36 Play hættir starfsemi Flugfélagið Play er gjaldþrota og hefur hætt starfsemi. Fjögur hundruð missa vinnuna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi. Hægt er að lesa um nýjustu tíðindi í vaktinni að neðan. 29. september 2025 09:37 Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Það skiptir máli fyrir þá sem hyggjast fá endurgreitt frá Play vegna flugferðar sem ekki var farið í eftir gjaldþrot félagsins, hvernig greitt var fyrir ferðina. Gjafabréf enda sem kröfur í þrotabú. 29. september 2025 10:30
Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Anton Ingi Rúnarsson knattspyrnuþjálfari er einn þeirra farþega Play sem situr nú eftir á Keflavíkurflugvelli án flugs eftir gjaldþrot félagsins. Hann átti flug til Tenerife núna klukkan 10:30 og var á klósettinu þegar hann fékk tíðindin af falli félagsins. Miðann keypti hann fyrir gjafabréf sem hann fékk eftir ótrúlega seinkun á flugi félagsins í vetur. 29. september 2025 10:36
Play hættir starfsemi Flugfélagið Play er gjaldþrota og hefur hætt starfsemi. Fjögur hundruð missa vinnuna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi. Hægt er að lesa um nýjustu tíðindi í vaktinni að neðan. 29. september 2025 09:37