Viðskipti innlent

Kveðju­bréf Einars for­stjóra til starfs­fólks

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play.
Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play. Vísir/Einar Árna

Einar Ólafsson forstjóri Play þakkar starfsfólki sínu fyrir allt það sem það hefur gert fyrir félagið. Eftir á að hyggja hefði þurft að breyta viðskiptamódeli félagsins fyrr til að auka möguleika á árangri.

Þetta kemur fram í tölvupósti sem Einar sendi starfsfólki Play í morgun í kjölfar tilkynningar til Kauphallar um gjaldþrot.

„Það er mér þungbært að tilkynna að Fly PLAY hefur hætt starfsemi. Eins og margir ykkar hafa séð í fjölmiðlum hefur leiðin að arðsemi reynst okkur erfið. Á undanförnu ári höfum við, stjórnendur og ég, lagt hart að okkur við að endurskipuleggja félagið og leiða það í gegnum erfiðleika. Þrátt fyrir þá viðleitni varð ljóst að tilraunir okkar, þó vel meintar væru, dugðu ekki til,“ segir Einar í bréfinu.

„Ég geri mér grein fyrir að ekki voru allir sammála þeim breytingum sem við tókum upp. En hafið í huga að hver ákvörðun var tekin með það að markmiði að bjarga fyrirtækinu. Því miður skiluðu þessar aðgerðir ekki þeim árangri sem við vonuðumst eftir. Eftir á að hyggja hefðum við átt að breyta viðskiptamódelinu fyrr og gefa okkur betri möguleika til að ná árangri.“

Frá upphafi hafi PLAY bæði mætta efasemdum og mikilli gagnrýni sem magnaðist í fjölmiðlum. 

„Það er sanngjarnt að segja að þetta hafi aukið áskoranir okkar. Samt tóku farþegar vel á móti okkur: þeir kunnu að meta þjónustuna, mæltu með okkur við aðra og gáfu okkur góðar umsagnir. Fyrir það verð ég alltaf þakklátur.“

Hann hrósar starfsfólki í hástert.

„Umfram allt vil ég þakka ykkur – starfsfólkinu. Dugnaður ykkar, óþreytandi vinna og persónulegar fórnir mótuðu PLAY-upplifunina og gerðu hana að því sem farþegar okkar kunnu að meta. Margir ykkar lögðu meira á ykkur en nokkurn hefði mátt biðja um, og ég er stoltur af því sem við náðum saman. Ég er sannfærður um að hæfileikar og eljusemi ykkar tryggja að þið munuð dafna á nýjum vettvangi. Þakka ykkur innilega fyrir allt sem þið hafið lagt til PLAY.“


Tengdar fréttir

Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play

Það skiptir máli fyrir þá sem hyggjast fá endurgreitt frá Play vegna flugferðar sem ekki var farið í eftir gjaldþrot félagsins, hvernig greitt var fyrir ferðina. Gjafabréf enda sem kröfur í þrotabú. 

Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum

Anton Ingi Rúnarsson knattspyrnuþjálfari er einn þeirra farþega Play sem situr nú eftir á Keflavíkurflugvelli án flugs eftir gjaldþrot félagsins. Hann átti flug til Tenerife núna klukkan 10:30 og var á klósettinu þegar hann fékk tíðindin af falli félagsins.

Play hættir starfsemi

Flugfélagið Play hefur hætt starfsemi. Fjögur hundruð missa vinnunna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi. Hægt er að lesa um nýjustu tíðindi í vaktinni að neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×